Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 53

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚRSKURÐUR SIÐANEFNDAR 1. í viðtalinu í Ríkisútvarpinu þann 28. desember sl. og frétt á undan segir Bogi: „... og þessi fullyrðing Högna að stúlkan sé ekki haldin heilkenninu áfallastreita er greinilega rangfær- ing, það eru engin gögn til í málinu sem leyfðu honum að komast að svo víðtækri ályktun“. Hér haldi Bogi Andersen því fram að kærandi hafi framkvæmt sjúkdómsgreiningu á stúlkunni og að kærandi hafi framkvæmt það læknisverk á algjörlega ófaglegum forsendum. Hið rétta sé og sé það staðfest í úrskurði Siðanefndar þann 13. desember sl. að kærandi hafi ekki sjúkdómsgreint stúlkuna, heldur einungis fjallað um hvað mætti lesa út úr skýrslu sérfræðinga fyrir héraðsdómi. Með þessu telur kærandi Boga Andersen hafa brotið meginreglu II, 1. gr., 3. mgr. sem geri kröfu um vandvirkni og samviskusemi og 29. gr., 1. mgr. 2. I svari Boga við frásögn fréttamanns um um- fjöllun kæranda um geymd minninga og tilvísan í ákveðna yfirlitsgrein segi Bogi: „Nú þetta er afskaplega lymskulega gert hjá Högna vegna þess að sú grein fjallar um allt annað fyrirbæri, það er að segja svokallaðar endurvaktar minningar, það er að segja það á við eldra, eldri einstaklinga sem að oftast hafa verið í geðlæknismeð- ferð og fara allt í einu að muna eftir kynferðislegri misnotkun. Og það hefur verið dregið í efa að þessar minningar séu réttar. Hins vegar á það alls ekki við í þessu tilfelli því að stúlkan hafði aldrei gleymt neinu.“ Og Bogi haldi áfram: „Pannig að það má segja það að Högni hafi þarna á ákveðinn hátt blekkt Hæstarétt því að það er ekki neinn fræðilegur grunnur fyrir að efast um vitnisburð stúlkunnar á þennan hátt, ekki meir heldur en maður mundi þá efast um minni Hæstaréttardómara.“ Staðhæfing Boga Andersen um að „...þetta er afskaplega lymskulega gert hjá Högna“ byggist á falskri tilvitnun í umrædda grein (British Journal of Psychiatry, Vol. 72 (sic), 1998; Recovered Memories of Childhood Sexual Abuse. Brandon et al.). Rétt sé, að greinin fjalli um vinnu nefndar á vegum breska geðlæknafélagsins (Royal Collega of Psychiatrists) um endurvaktar minningar (recovered memories). Vinnu nefndarinnar sé skipt í sex kafla og heiti fyrsti kaflinn „The Psycholgy of Memory". I þeim kafla sé fjallað um eðli minnis, flokkun minninga, ýmislegt sem hafi áhrif á geymd minninga, s.s. áföll, svo fátt eitt sé talið. Boga hljóti að vera ljóst af lestri álits- gerðar kæranda og af lestri þessarar greinar, sem hann sjálfur vitni í, í sinni greinargerð, að tilvitnunin í ofangreinda grein sé í þennan kafla greinarinnar. Hann kjósi að líta fram hjá þessu og ásaka kæranda um að styðjast við allt aðra kafla í ofangreindri grein, að vera faglega óheiðarlegur, og það sem meira er, að beita læknisþekkingu til að blekkja Hæstarétt. Með þessu hafi Bogi Andersen brotið meginreglu V, 1. gr„ 3. mgr., 2. gr„ 2. mgr„ 16. gr. og 29. gr„ 1. mgr. 3. Eftir að fréttamaður hefur vitnað í umfjöllun Boga Andersen, þann þátt álitsgerðar kæranda sem víkur að gægjuhneigð, þá les fréttamaður: „Bogi segir enn fremur að staðhæfingar Högna um að gægju- hneigð föðurins dragi úr líkum á því að hann geti verið sekur um aðra kynferðislega hegðun sé röng.“ Segir Bogi síðan sjálfur: „Já ég get ekki dregið neina aðra ályktun en að þetta sé vísvitandi vegna þess að ég held jafnvel að almenningur geri sér grein fyrir því að einstaklingar með gægjuhneigð geta framkvæmt önnur kynferðisafbrot.“ Kærandi telur að hér sé um þríþætt brot að ræða hjá Boga Andersen. I fyrsta lagi staðhæfi kærandi ekkert um þetta mál í álitsgerðinni, heldur sé vitnað í ummæli Valgerðar Baldursdóttur læknis, sem sé einn sérfræðinganna sem gerði skýrslu um kæranda fyrir héraðsdóm, þar sem hún hafi talið Ásgeir Karlsson geðlækni fara með rangt mál hvað varðar gægju- hneigð. Kærandi hafi einungis vitnað í tvær nýlegar útgáfur kennslubóka um þetta efni, sem hafi stutt skoðun Ásgeirs Karlssonar. I öðru lagi setji Bogi Andersen fram þá skoðun að kærandi hafi beitt faglegri þekkingu sinni til að blekkja, og þá væntanlega Hæstarétt. Ekkert í álits- gerð kæranda styðji þessa skoðun Boga Andersen. I þriðja lagi geri Bogi Andersen lítið úr fag- þekkingu kæranda með því að segja „vegna þess að ég held jafnvel að almenningur geri sér grein fyrir því að einstaklingar með gægjuhneigð geta framkvæmt önnur kynferðisafbrot". í álitsgerð undirritaðs segir hvergi að einstaklingar með gægjuhneigð geti ekki framkvæmt önnur kynferðisafbrot. Hér sé því um beina fölsun að ræða sem Bogi Andersen noti sér síðan í mjög niðrandi tilgangi. Með þessu hafi Bogi Andersen brotið meginreglu V, 1. gr„ 3. mgr„ 2. gr„ 2. mgr„ 16. gr. og 29. gr„ 1. mgr. 4. Bogi staðhæfi í lok viðtalsins: „Þannig að það er engin spurning að þessi skýrsla Högna hún er.. verður þess valdandi að hún rýrir það traust sem hefur verið milli dómsyfirvalda og lækna.“ Þessa niðurstöðu sína byggi Bogi Andersen væntanlega á því sem hann sagði á undan eða var haft eftir honum. Staðhæfingar hans um faglega vinnu kæranda séu byggðar á röngum tilvitnunum eða jafnvel búnum til af honum sjálfum. Hér sé því um að ræða aðför Boga Andersen að starfsheiðri kæranda og tilraun til að eyðileggja þann þátt í starfsvettvangi kæranda þar sem séu ýmis verkefni fyrir dómstóla og lögregluyfirvöld. Með þessu hafi Bogi Andersen brotið 29. gr„ 2. mgr. B. Tilvitnanir fréttamanns í viðtali hans við Boga. Þar sem Bogi hafi ekki komið á framfæri leið- réttingum á því, sem fréttamaður hafði eftir honum við gerð fréttarinnar og fréttaspegils, þá megi líta svo Læknablaðið 2001/87 149

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.