Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 79

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 79
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TJÁNINGARFRELSI og það án strangs eftirlits vinnuveitanda. Þetta er auðvitað gert með fullu leyfi yfirvalda og sam- kvæmt samningi sjúkrahúslækna. Ekki er allir sammála um ágæti þessa kerfis, hvorki læknar né aðrir. Göngudeildastarfsemi í formi polýklínika eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar hefur ekki náð að þróast hér á landi. Því er rekstur einkastofa undirstaða þess að kunnátta sjúkrahúslækna nýtist sjúklingum sem ekki leggjast inn á spítala. Á meðan það breytist ekki verða sjúkrahúslæknar að hafa leyfi til að reka einkastofur enda um það samið. í þeim samningi er kveðið á um framkvæmd þeirra mála og raunar eru einnig í Iögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákvæði þar að lútandi. Þótt eftirlitið með framkvæmd samningsins hafi ekki verið strangt getur það breyst. Sumir ætla að sjúkrahúslæknar misnoti þetta frelsi. Flestir læknar muna „stimpilklukku- málið“ á Ríkisspítulum fyrir nokkrum árum. Einn þáttur þess var að auka eftirlit með vinnuskilum lækna. Það skiptir læknastéttina miklu máli að sýna að hún er traustsins verð og læknar verða að fara með mikilli gát með þann trúnað. Víða í þjóðfélaginu er verið að skerpa samskiptalínur, samanber ýmsa þjónustusamninga svo og samninga Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla íslands sem nú er unnið að. Gerðar eru kröfur um að ríkisrekstur líkist einkarekstri á sem flestan hátt. Ekki er úr vegi að líta á hvað sagt hefur verið í fjölmiðlum um ofannefnt mál í sambandi við einkarekstur. Varaformaður stjórnarnefndar Landspítala - háskólasjúkrahúss, sem er háttsettur stjórnandi í einkafyrirtæki, taldi að réttara hefði verið fyrir lækninn að leita eftir leyfi frá störfum við spítalann á meðan hann vann að málefnum læknastöðvanna. í dagskrá á Rás 2 þann 19. desember síðastliðinn var rætt við Sigurð Helgason stjórnsýslufræðing og sagði hann meðal annars: „... ég er ekki í nokkrum vafa um að ef að sambærilegt mál hefði komið upp hjá einkafyrirtæki hefði viðkomandi aðila verið vikið úr starfi“. Hvorki var það gert né lækninum gert að taka sér frí, en boð um aukna ábyrgð var dregið til baka. í yfirlýsingum yfirmanna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur ítrekað verið rætt um trúnaðarbrest milli þeirra og margnefnds læknis. Það er augljóst af fréttatikynningunni og umræðum eins og fyrr var rakið að læknirinn hefur ekki trú á að stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss geti leyst á viðunandi hátt það verkefni sem þeir hafa tekið að sér og til að bæta þar nokkuð um ætlar hann að stofna einkafyrirtæki. Ekki tjáði hann yfirmönnum sínum þetta, ekki minntist hann heldur á þau auknu verkefni sem hann hafði tekið að sér þó hann væri í viðræðum við þá um stöðuhækkun á spítalanum, en sendi tilkynningu þar um til fjölmiðla. Ekki leikur vafi á að læknirinn sýndi yfirmönnum sínum og væntanlegum samstarfsmönnum við stjórnun ekki nokkurn trúnað. I heimi vaxandi peningahyggju, samkeppni og hörku á öllum sviðum, jafnframt aukinni spurn eftir spítalalæknum í hlutastörf og kröfunni um að opinber rekstur Iíkist sem mest einkarekstri, er næsta víst að krafan um eftirlit með vinnuskilum lækna verður háværari. Ég tel mikla nauðsyn á, bæði vegna lækna og sjúkrahússins, að fram fari viðræður milli Læknafélags íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss um ýmis samskipti félagsins og lækna við spítalann. Meðal þess sem þarf að ræða er framkvæmd ákvæða í samningi sjúkrahúslækna sem snúa að einkarekstri lækna, hlutastörfum þeirra hjá einkafyrirtækjum og öðrum stofnunum og hvernig læknum verði tryggt frelsi til að sinna sjúklingum sem ekki liggja á spítalanum. Umræða milli samninganefnda LÍ og ríkisins um laun dugar ekki, bein umræða við spítalann er nauðsynleg. Skrifað í janúar 2001 Læknablaðið 2001/87 175

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.