Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KONUR í LÆKN ASTÉTT
Tími til kominn
- Félag kvenna í læknastétt
FÉLAG KVENNA I' LÆKNASTÉTT VAR STOFNAÐ ÞANN 18.
maí 1999. Aðdragandinn var sá að nokkrar konur
sem höfðu kynnst ýmiss konar samvinnu kvenna í
læknastétt erlendis, hittust snemma á árinu 1999,
ásamt konum sem höfðu um áratugi fyrr kannað
áhuga á stofnun slíks félags. í apríl hittust þær á nýjan
leik og höfðu þá með sér fleiri áhugsamar konur úr
stéttinni. Settur var á laggirnar undirbúningshópur
og á stofnfundinn í maí komu um 50 konur, sem var
langt umfram það sem búist hafði verið við. Ólöf
Sigurðardóttir formaður félagsins hafði búist við að
sjá 20-30 konur á fundinum en svo fylltist salurinn af
konum og stofnfélagar urðu um 70 talsins. „Pað þykir
mjög hátt hlutfall kvenna í læknastétt ef miðað er við
hliðstæð félög í nágrannalöndunum. Þessi tala var um
þriðjungur þeirra kvenna sem lokið höfðu lækna-
námi og voru starfandi hér á landi 1999.“ Og stöðugt
fjölgar í félaginu. Nú lætur nærri að um 80 konur séu
félagar. í nóvember 1999 var haldinn framhalds-
stofnfundur og gengið frá seinustu formsatriðunum
varðandi félagið.
Undirtektimar sýna svo ekki verður um villst að
þörfin fyrir félag af þessu tagi var orðin brýn. Víðast
hvar í nágrannalöndunum voru félög kvenna í lækna-
stétt stofnuðu miklu fyrr, eða um og upp úr
aldamótunum 1900. Árið 1919 vora stofnuð alþjóða-
samtök kvenna í læknastétt (Medical Women’s
International Association, MWIA) og íslenska
félagið gerðist aðili að þeim samtökum vorið 2000.
Félagið tekur einnig þátt í starfi Norður-Evrópu-
deildar samtakanna. „Við höfum fengið gífurlegan
stuðning, bæði frá eldri konum í stéttinni og frá
alþjóðasamtökunum og Norður-Evrópudeildinni,"
segir Ólöf Sigurðardóttir formaður Félags kvenna í
lœknastétt.
Ekki fyrsta tilraunin
Haustið 1989 var haldin ráðstefna kvenna í
læknastétt í Skíðaskálanum í Hveradölum og í
tengslum við það var kannað hvort tímabært væri að
stofna félag. Um þessa ráðstefnu er fjallað í
Lœknablaðinn/Fréttabréfi lœkna 11/89. Önnur
ráðstefna var haldin árið 1991. Ekki varð af því að
stofnað yrði félag þá, þrátt fyrir að talsverður hugur
hafi verið í þeim konum sem að ráðstefnunum stóðu.
Síðan hefur konum fjölgað verulega í læknastétt og
þegar aftur var hreyft við málinu tók tiltölulega
skamman tíma að koma félaginu á laggirnar.
Ólöf Sigurðardóttir, sem kjörin var fyrsti
formaður Félags kvenna í læknastétt kynntist fyrst
samvinnu vísindakvenna er hún tók þátt í vísindaneti
kvenna sem komið var á fót hjá Karólínsku
stofnuninni í Stokkhólmi 1993. Verkefnið var á
vegum jafnréttisráðs Karolínsku stofnunarinnar og
stóð yfir í tvö ár. Netið var ætlað konum í
doktorsnámi og starfandi vísindakonum sem voru
við nám og störf hjá Karólínsku stofnuninni eða
sjúkrastofnunum tengdum henni. Ólöf var þá í
doktorsnámi og vann á Karólínska sjúkrahúsinu. Er
hún kom heim til Islands nokkrum árum síðar komst
hún að raun um að fleiri konur höfðu komist í kynni
við hliðstæð net kvenna annars staðar eða þekktu
félög kvenna í læknastétt og höfðu sumar verið
þátttakendur í þeim í öðrum löndum. Þær konur sem
höfðu hugsað sér til hreyfings áratugi fyrr voru
ánægðar með að fá liðsstyrk. Fyrr en varði var
stofnun félagsins í höfn.
Læknablaðið tók nýlega hús á Ólöfu og fékk hana
til að segja í nokkrum orðum frá sjálfri sér, félaginu,
sem hefur farið hógværlega af stað, og reynslu sinni
af starfinu fram til þessa.
Grisjótt net þegar ofar dregur
Vísindanetið sem þú tókst þátt í við Karólínsku
stofnunina virðist hafa verið áhugavert, getur þú sagt
aðeins nánarfrá því?
„Netið hafði það markmið að styðja við bakið á
vísindakonum og efla þær. Netið var hluti af verkefni
sem kanna átti hvers vegna konum vegnaði ekki eins
vel eftir doktorsnám og hvers vegna svo margar
konur hætta í vísindum. Var það forgangsröðun
kvenna eða áttu þær erfitt uppdráttar af öðrum
ástæðum. Meginniðurstöður þessa verkefni voru
þörfin fyrir net kvenna og þörfin fyrir handleiðslu
eftir sérnám og/eða doktorsnám. í lokin var 10
konum boðið upp á handleiðslu (mentor) eftir
doktorspróf, eins konar framhaldsverkefni sem ég
tók ekki þátt í. Kom það verkefni mjög vel út. Voru
handleiðaramir bæði konur og karlar. Það hefur
komið í ljós að konum gengur yfirleitt mjög vel í
námi, bæði sérnámi og doktorsnámi, en svo þegar því
er lokið er netið sem konur hafa aðgang að oft æði
grisjótt, einkum sá hluti sem liggur upp á við í
stjórnunar- og áhrifastöðum. Eitt af því sem mikill
akkur var í var að kynnast öðrum konum í hliðstæðri
stöðu og að bera saman reynslu okkar, sem var
Læknablaðið 2001/87 139