Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 72
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TRYGGINGAMÁL Hóptrygging lækna Af starfi nefndar Læknafélags íslands Stjórn Læknafélags Íslands hefur skipað nefnd til að fjalla um tryggingamál lækna. í nefndinni eiga sæti læknarnir Guðmundur Helgi Þórðarson, ísak G. Hallgrímsson og Guðmundur Jón Elíasson, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. í skipunarbréfi frá Læknafélagi íslands dag- settu 14.06.2000 stendur: „Eftir umræður í stjórn LÍ um tryggingamál lækna var ákveðið að skipa nefnd til að fjalla um þau mál. Guðmundur Helgi Þórðarson, fyrrverandi heilsugæslulæknir fjallaði um hóptryggingu lækna í Læknablaðinu í vetur og var það tilefni til umræðna í stjórn LÍ um tryggingamál lækna.“ Nefndarmenn öfluðu gagna víða, hjá Lækna- félagi íslands, Sameinaða líftryggingafélaginu og frá Læknafélögum Svíþjóðar, Noregs og Dan- merkur, auk upplýsinga um hóptryggingar verka- lýðsfélaga á Norðurlöndum. Staðan í hóptryggingunni Hvað varðar hóptryggingu lækna hefur komið í ljós að 14 aðilar eru enn tryggðir samkvæmt eldri hóp- tryggingu en þar mun einungis vera um líftryggingar að ræða. í nýju tryggingunni (frá 1995) eru 438 tryggðir, þar af 295 læknar og 143 makar þeirra í líf- tryggingu. Læknarnir skiptast þannig eftir aldurs- hópum: 92 eru 25-39 ára, 191 er 40-54 ára og 12 eru 55-67 ára. Fram kemur í bréfi frá Sameinaða líftrygg- ingafélaginu að frá því að nýi samningurinn tók gildi árið 1995 hafa tveir læknar fengið synjun um aðild og einn fengið frestun í tvö ár. Fimm læknar greiða hærra iðgjald en iðgjaldaskráin segir til um. Sjö læknar hafa hætt við tryggingartöku vegna álags á iðgjaldið og sjö hafa hætt við af öðrum ástæðum til dæmis ekki sinnt því að fara í læknisskoðun eða ekki svarað viðbótarspurn- ingum félagsins um heilsufar. Álit nefndarinnar Af þeim gögnum sem fyrir liggja og af þeim viðræð- um sem nefndarmenn hafa átt við þá sem þekkja til tryggingamála virðist ljóst að hóptryggingin sem í gildi er fyrir Læknafélag íslands er á góðum kjörum fyrir þá sem trygginguna fá. Ekki er um skyldu- tryggingu að ræða og því er það undir hverjum og einum einstaklingi komið hvort hann kaupir trygg- inguna og greiðir iðgjald. Mikill eðlismunur er á skyldutryggingu þar sem allur hópurinn er tryggður eða þegar um fijálst val er að ræða. Þannig er lækkun iðgjalda fyrst og fremst fengin með því að töluverðar líkur eru á því að margir læknar muni tryggja sig og að þeir sem eru í meiri heilsufarsáhættu verða ekki tryggðir. Ekki er fyrirfram skilgreindur allur hópur lækna í Læknafélagi íslands. Þannig er í raun mjög eðlilegt að tryggingafélagið vilji fá heilsufarsupp- lýsingar hvers þess einstaklings sem vill gerast aðili að hóptryggingunni. í raun er því ekki mögulegt að gera athugasemd við það. Af framangreindum tölum, kemur í ljós að fáir læknar greiða hærra iðgjald og ekki hefur mörgum verið synjað um tryggingar. Hlutskipti þessara lækna hlýtur þó að skipta okkur máli og verður því eindregið að hvetja félaga til þess að gerast aðilar að hóptryggingunni hið allra fyrsta eftir útskrift. Hvorki með hóptryggingu né öðrum tryggingum er unnt að vænta þess að mögulegt sé að tryggja eftir á. Þess vegna er mikilvægt að læknar eins og aðrir gerist aðilar að tryggingunni hið fyrsta eftir útskrift. í Svíþjóð eru hóptryggingar í aðalatriðum þrenns konar hjá verkalýðsfélögum. í fyrsta lagi skyldutrygging sem nær til allra félagsmanna. Iðgjaldið er þá hluti af félagsgjaldinu og tekur tryggingin gildi um leið og félagsmaður byrjar að greiða félagsgjald. / öðru lagi er um að ræða sjálfkrafa aðild með fyrirvara sem felur í sér að tryggingin nær til allra, einstaka félagsmenn hafa þó rétt á að afþakka aðild fyrir sitt leyti og geta þannig lækkað félags- gjaldið sitt. / þriðja lagi er um að ræða frjálsa aðild. Einstakir félagsmenn verða þá sjálfir að kaupa tryggingu hjá tryggingafélaginu á sérstökum kjör- um sem stéttarsambandið hefur samið um. Þó er ekki heimilt að hafna aðild að tryggingunni. Læknafélagið hefur samið um sérstök kjör við Sameinaða Líftryggingafélagið um hóptrygging- una, en öllum er ekki tryggð aðild. Hópurinn er því alls ekki skilgreindur fyrirfram og ekki hægt að ætlast til að tyggingafélagið taki alla áhættu af heilsufari frjálsra tryggingakaupenda og skiljan- legt er að undanfarandi sé könnun á heilsufari og jafnvel læknisskoðun. Niðurstaöa nefndarinnar Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að trygginga- 168 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.