Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRETTIR / URSKURÐUR SIÐANEFNDAR
um gildisdóma sem aðrar skoðanir. Kærandi eins og
aðrir íbúar samfélagsins verði að una þessu. Af hálfu
kærða er tekið fram að baki ummæla kærða hafi legið
faglegar forsendur þar sem kærði hafi kynnt sér
ítarlega fræðigreinar um efnið og byggt athugasemdir
sínar, ummæli og skoðanir á þeim.
Einstaklingar sem taka að sér sérfræðistörf fyrir
aðila í dómsmálum verði að þola opinbera umfjöllun
um sérfræðistörf sín, ekki síst ef niðurstaða dómsins
verður umdeild. Einstaklingar sem taka að sér
sérfræðistörf af þessu tagi verði því að þola opinbera
umfjöllun jafnvel þó hún virðist óvægin gagnvart
þeim einstaklingum sem þar eiga í hlut enda sé þess
ætíð gætt í umræðunni að umfjöllunin og gagnrýnin
séu málefnalegar. Kærði telur alla umfjöllun sína um
álitsgerð kæranda uppfylla þessi skilyrði því hún hafi
verið málefnaleg og vel innan þeirra marka sem
lagaákvæði um tjáningar- og skoðanafrelsi skapi
honum.
Kærandi hafi sjálfur farið mjög óvægum orðum
um saksóknara og lögmanninn, Sif Konráðsdóttur
hrl., í fjölmiðlum. Aður en kærði kom fram opinber-
lega hafi kærandi komið margoft fram í fjölmiðlum
og lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt í þeirri
þjóðfélagsumræðu sem var í gangi í kjölfar dóms
Hæstaréttar. Pannig hafi kærandi nýtt sér tjáningar-
frelsi sitt til að gagnrýna opinberlega kæru stúlkunnar
á hendur honum til Siðanefndar LÍ með fullyrðingum
um að forsendur kærunnar væru rangar og atriði í
málflutningi stúlkunnar væru ekki rétt. Þegar
einstaklingur taki til máls á opinberum vettvangi
megi hann alltaf búast við að honum verði svaráð. Ef
andsvör séu málefnaleg sé með engum hætti hægt að
amast við þeim. Daginn eftir útvarpsviðtalið við
kærða hafi verið viðtal við kæranda á sama vettvangi
þar sem hann hafi fengið rúman tíma til andsvara.
Það samræmist hvorki stjórnarskrá Islands né mann-
réttindasáttmálanum að læknar, sem taka þátt í þjóð-
félagsumræðu eins og kærandi hafi gert í þessu máli,
hafi rétt fram yfir aðra íbúa landsins til að koma í veg
fyrir andsvör í sömu umræðu.
Nýlegir hæstaréttardómar renni stoðum undir að
allar tálmanir á tjáningar- og skoðanafrelsi beri að
túlka mjög þröngt. I þessu sambandi er bent á mál nr.
337/1998 og mál nr. 272/2000.
Varðandi einstök kæruatriði er af hálfu kærða m.a.
tekið fram eftirfarandi:
Kæruatriði A.l.
Kærandi segi orðrétt í álitsgerð sinni: Svar mitt við
spurningum Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. er að
kœrandi er ekki haldinn heilkenninu áfallastreita.
Orðalag kæranda í álitsgerðinni sé ekki unnt að skilja
öðru vísi en svo að hans sérfræðilega skoðun, sem
hann hafi byggt á fyrirliggjandi gögnum, væri sú að
stúlkan væri ekki haldin heilkenninu áfallastreitu. Af
orðalaginu verði ekki annað ráðið en að með því sé
kærandi að lýsa skoðun á því hver sjúkdómsgreining
stúlkunnar sé eða sé ekki. Fyrir liggi að kærði sé ekki
einn um að hafa skilið orðalag álitsgerðar kæranda
með þessum hætti. í dómi Hæstaréttar segi: / álitsgerð
Högna Óskarssonar geðlœknis frá 7. október 1999
kemur meðal annars fram sú skoðun, að kœrandi sé
ekki haldin heilkenninu áfallastreitu, eins ogfram hafi
komið í fyrri sérfrœðigögnum. I þessu sambandi er
lögð á það áhersla að kærandi hafi rangfært
staðreyndir úr sérfræðiskýrslu annars sérfræðings
varðandi áfallastreitu.
í inngangi að skýrslu sinni segi kærandi að hann
hafi verið spurður álits á: „....hvort kærandi, X, sé
haldin heilkenninu áfallastreita eins og staðhæft sé í
skýrslu Jóns Fr. Sigurðssonar sálfræðings“. Skoðun á
gögnum málsins leiði í ljós að hvorki Jón né aðrir
sérfræðingar hafi haldið því fram að stúlkan hefði
heilkennið áfallastreita, aðeins hafi þeir minnst á að
stúlkan sýndi einkenni áfallastreitu. Þessi ósannindi
kæranda hafi lagt grunninn að niðurstöðu hans og
samtímis leyft honum á fullkomlega óheiðarlegan
hátt að rýra trúverðugleika og hæfni dómkvadds
sérfræðings fyrir Hæstarétti, sbr. niðurstöðu
meirihluta Hæstarréttar.
Orðalag álitsgerðar kæranda hafi verið með þeim
hætti að fyrir liggi að ýmsir sem lásu hana hafi skilið
það með sama hætti og kærði, þ.á m. sjálfur
Hæstiréttur. Það hljóti að teljast innan eðlilegra
marka þegar kærði leggi sama skilning á skýrslu
kæranda og dómarar Hæstaréttar hafi lagt á hana. Á
þessu beri kærandi sjálfur ábyrgð og hann verði að
lifa við það að eftir að hann hafi skilað álitsgerð sé
orðalag hennar háð túlkun þeirra sem lesa án tillits til
hvað höfundur hafi talið sig vera að segja. Tilvísun
kæranda í niðurstöðu Siðanefndar frá 13. des. 1999 sé
hæpinn rökstuðningur. Fyrir liggi nú að einn
nefndarmanna sem tók þátt í meðferð málsins hafi
verið almennt vanhæfur til setu í nefndinni. Valdi það
almennu vanhæfi allrar nefndarinnar til
málsmeðferðar.
Ef fallist yrði á þetta kæruatriði kæranda yrði
ábyrgð af ónákvæmu orðalagi kæranda í eigin
álitsgerð velt yfir á þá sem lesa álitsgerðina með
öðrum skilningi en kærandi vilji að hún sé lesin. Slík
niðurstaða væri óeðlileg.
Kæruatrið A.2.
Kærandi geti þess hvergi í álitsgerð sinni að hann
sé eingöngu að styðjast við afmarkaðan hluta
umræddrar fræðigreinar. Hér fari kærandi með
ósannindi því hann vitni beint í aðra hluta
greinarinnar þar sem dregnar séu saman niðurstöður
um endurvaktar og falskar minningar.
Á grundvelli ummæla í álitsgerð kæranda segi
Hæstiréttur í dóminum og sé þar að vísa til þess sem
kærandi segi: Hann segir, að sérfrœðingarnir hafi ekki
fjallað sérstaklega um þá staðreynd, að minningar
umbreytist og litist með tímanum og eigi það ekki síst
við um minningar, sem tengdar séu neikvœðum
152 Læknablaðið 2001/87