Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 77

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁLYKTUN STJÓRNAR LÍ Ályktun stjórnar LÍ frá 29. desember 2000 Á fundi sínum þann 29. desember síðastliðinn samþykkti stjórn Læknafélags íslands eftirfarandi ályktun. Ályktunin var send heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, forseta læknadeildar, læknaráði, lækningaforstjóra og forstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss. „Pann 8. febrúar s.l. sendu stjórnir Læknafélags Islands og Læknafélags Reykjavíkur frá sér yfirlýsingu um málefni Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur. I henni segir m.a.: „Koma þarf í veg fyrir faglega stöðnun og einokun á sameinuðu hátæknisjúkrahúsi meðal annars með tímabundnum ráðningum æðstu stjórnenda sjúkradeilda. Nýta þarf þetta tækifæri til að fella hið nýja sjúkrahús að nútímalegum hugmyndum um hinn akedemíska þátt í rekstri þess með því að efla tengslin við Háskóla Islands, þannig að það þjóni landsmönnum sem kennslu- og rannsóknastofnun jafnt sem sjúkrahús í fremstu röð. ...Stjórnir Læknafélags Islands og Læknafélags Reykjavíkur hvetja stjórnvöld til að grípa ekki til neinna þeirra aðgerða í máli þessu, sem líklegar eru til að valda afturför eða ólgu og sundurþykkju meða þeirra, sem málið varðar mest.“ Landspítalinn - háskólasjúkrahús er eina heil- brigðisstofnunin af sínu tagi hér á landi. Innan veggja þessarar stofnunar er að finna þekkingu til greiningar og meðferðar sjúkdóma og til kennslu heilbrigðisstétta eins og best gerist meðal þjóða á Vesturlöndum. Landspítalinn - háskólasjúkrahús ætti því með réttu að teljast háborg heilbrigðis- þjónustunnar á íslandi. Ein af forsendum þess, að svo geti orðið, er að þar ríki akademískt frelsi til hugsunar og tjáningar um þróun heilbrigðis- þjónustu hér á landi. Það frelsi varðar jafnt umræður um heilsugæslu utan sjúkrahúsa og sjúkrahúsþjónustu svo og brotalamir, sem á þessari þjónustu kunna að vera. Allir starfsmenn sjúkrahússins ættu að njóta frelsis að þessu leyti. Það er skoðun stjórnar Læknafélags íslands að lúti starfsmennirnir óttanum um óvild sjúkrahús- stjórnarinnar, beri þeir fram óþægilega framtíðar- sýn frá hennar sjónarhóli, muni það leggja dauða hönd framtaks- og sinnuleysis á málefni Land- spítala - háskólasjúkrahúss sem og annarra heil- brigðisstofnana í landi okkar. Stjórn Læknafélags Islands hvetur alla hlut- aðeigandi til að virða þessi sjónarmið lands- mönnum öllum til hagsbóta og velfarnaðar.“ Atacand Plus AstraZeneca, 960203 TÖFLUR: C90 DA60 R B (Sérlyfjaskrárlexti) Hver tafla inniheldur Candesartanum, INN, cílexetíl 16 mg og Hydrochlorothiazidum INN 12,5 mg. Ábendingar: Hár blóðþrýstingur, þegar meðferð með einu lyfi hefur ekki reynst nægjanleg. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir: Ráðlagður skammtur er 1 tafla á dag. Blóðþrýstingslækkandi áhrif nást að mestu innan 4 vikna frá uþþhafi meðferðar. Lyfið á að taka inn einu sinni á dag með eða án matar. Aldraðir: Ekki er nauðsynlegt að breyta skðmmtun lyfsins hjá ðldruðum. Bðrn: Ekki hefur verið sýnt fram á ðryggi og verkun lyfsins hjá börnum. Skert nýmastarfsemi: Ekki þarf að breyta skðmmtum lyfsins hjá sjúklingum með skerta nýmastarfsemi, sem hafa kreatíninklerans ( 30 ml/mín./1,73 m2 líkamsyfirborðs. Skert lifrarstarfsemi: Ekki þarf að breyta skðmmtum hjá sjúklingum með væga eða meðalskerta lifrarstarfsemi. Sjúklingar með mjög skerta lifrarstarfsemi og/eða gallteppu eiga ekki að nota lyfið. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins eða fyrir súlfónamíðlyfjum (hýdróklórtíazíð er súlfónamiðafleiða). Meðganga og brjóstagjóf (sjá sórkafla). Alvarlega skert nýmastarfsemi (kreatínínklerans < 30 ml/mín./1,73 m2 líkamsyfirborðs). Alvailega skert lifrarstarfsemi og/eða gallteppa. Pvagsýrugigt. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Nýmaslagæðaþrengsli (renal artery stenosis): rACE hemlar, sem verka á renín-angíótensín-aldósterón kerfið, geta aukið þvagefni f blóði og kreatínín f sermi hjá sjúklingum með slagæðaþrengsli til beggja nýma eða f nýmaslagæð ef aðeins eitt nýra er til staðar. Búast má við svipuðum áhrifum af vóldum angíótensín II viðtakablokka. Skert blóðrúmmál: Lyf sem hafa áhrif á renin angíótensfn-aldósterón kerfið geta valdið einkennum vegna lágþrýstings ef sjúklingurinn hefur skert blóðrúmmál eða natríumskort f blóði. Slíkt skal lagfæra áður en byrjað er að nota lyfið. Skert nýrnastarfsemi / nýrnaígræðsla: Þegar lyfið er gefið sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi er mælt með því að fylgst só reglulega með gildum kaliums, kreatíníns og þvagsýru. Engin reynsla liggur fyrir af notkun lyfsins hjá sjúklingum sem nýverið hafa gengist undir nýrnaígræðslu. Ósæðar- og míturlokuþrengsli eða hjartavöðvakvilli með útstreymishindrun (obstructive hypertrophic cardiomyopathy): Gæta skal sérstakrar varúðar hjá sjúklingum með blóðrennslistruflanir vegna ósæðar- eða míturtokuþrengsla eða hjartavöðvakvilla með útstreymishindrun. Truflanir á saltbúskap: Við notkun þvagræsilyfja á að fylgjast með sermisgildum salta. Hýdróklórtíazfð getur valdið röskun á vðkva- eða saltjafnvægi, hækkun á kalsíum, lækkun á kalíum, natríum, magnesfum og sýrustigstruflun (hypochloraemic alkalosis). Kalíumlækkun f kjölfar hýdróklórtíazíðs virðist minni þegar það er notað með candesartan cílexetíli. Með hliðsjón af reynslu af notkun annarra lyfja sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterón kerfið, getur samtímis notkun Atacand® Plus og kalíumsparandi þvagræsilyfja, kalíumuppbótar eða saltuppbótar eða annarra lyfja sem geta aukið kalíumgildi í sermi, leitt til aukningar á kalíummagni í sermi. Áhrif á efnaskipti og innkirtla: Meðferð með tíazíð þvagræsilyfjum getur skert sykurþol. Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum sykursýkilyfja, þ.m.t. insúlíns. Sykursýki getur komið í Ijós vegna meðferðar með tíazíði. Hækkuð gildi kólesteróls og þríglýseríða hafa verið tengd þvagræsilyfjum af flokki tíazfða, en 12,5 mg skammtur svo sem í Atacand® Plus hefur lítil áhrif. Þvagræsilyf af flokki tíazíða auka þéttni þvagsýru í sermi og geta valdið þvagsýrugigtarkasti. Almennt: Sumir sjúklingar eru háðir virkni renín-angíótensín-aldósterón kerfisins (t.d. sjúklingar með alvarlega hjartabilun eða nýmasjúkdóm). Meðferð með lyfjum, sem hafa áhrif á þetta kerfi, geta valdið bráðri blóðþrýstingslækkun, blóðnituraukningu, þvagþurrð eða jafnvel bráðri nýmabilun. Ekki er hægt að útiloka svipuð áhrif af völdum angíótensín II viðtakablokka. Of mikil lækkun á blóðþrýstingi getur leitt til kransæðastíflu eða heilablóðfalls hjá sjúklingum með hjartakvilla af völdum blóðþurrðar (ischaemic heart disease) eða æðasjúkdóms í heila (atherosclerotic cerebrovascular disease). Milliverkanlr við önnur lyf og aörar milliverkanlr: Blóðþrýstingslækkandi áhrif Atacand® Plus geta aukist ef önnur blóðþrýstingslækkandi lyf eru notuð samtfmis. Gera má ráð fyrir að kalíumminnkandi verkun hýdróklórtíazíðs geti aukist af völdum annarra lyfja sem tengjast kalíumtapi og blóðkalíumlækkun (t.d. önnur þvagræsilyf sem valda kalíumtapi, hægðalyf, amfóterisfn, karbenoxólón og salísýlsýruafleiður). Blóðkalíumlækkun og blóðmagnesíumlækkun af völdum þvagræsingar eykur hættu á eiturverkunum á hjarta af völdum digitalis glýkósíða og lyfja við hjartsláttartnjflunum. Þegar Atacand® Plus er gefið með slíkum lyfjum er mælt með því að fylgst sé reglulega með kalíumgildum í sermi. Greint hefur verið frá hækkun á litíumþéttni í sermi og auknum eiturverkunum litíums, sem hvort tveggja gengur til baka, við samtímis notkun litíums og ACE-hemla eða hýdróklórtíazíðs. Því er ráðlagt að fylgst sé náið með litíumgildum í sermi við samtímis notkun lyfjanna. Ðólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) minnka þvagræsandi, natríumlosandi og blóðþrýstingslækkandi verkun hýdróklórtíazíðs. Kólestípól og kólestýramin minnka frásog hýdróklórtíazíðs. Fæðuneysla hefur ekki áhrif á aðgengi lyfsins. Meöganga og brjóstagjöf: Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá konum á meðgöngu en f dýrarannsóknum á candesartan cflexetíli hafa sést nýrnaskemmdir seint á fósturstigi og hjá nýburum. Verkunin er talin verða fyrir tilstilli lyfjafræðilegra áhrifa á renín-angíótensfn-aldósterón kerfið. Nýrnagegnflæði hjá fóstrum manna, sem er háð þroska renín-angíótensfn-aldósterón kerfisins, hefst á öðrum þriðjungi meðgöngu. Áhættan fyrir fóstur eykst þvf, ef lyfið er gefið á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu. Hýdróklórtfazfð getur minnkað plasmarúmmál sem og blóðflæði um leg og fylgju. Það getur einnig valdið blóðflagnafæð hjá nýburum. Byggt á ofannefndum upplýsingum, skal ekki nota lyfið á meðgöngu. Ef kona verður þunguð meðan á meðferð stendur, skal hætta töku lyfsins. Ekki er vitað hvort candesartan skilst út f brjóstamjólk. Hýdróklórtfazfð skilst út I brjóstamjólk. Vegna hugsanlegrar hættu á aukaverkunum á brjóstmylking, skal hætta brjóstagjöf ef taka lyfsins er talin óhjákvæmileg. Áhrlf á hæfni til aksturs og notkunar véla: Áhrif lyfsins á hæfni manna til aksturs bifreiða og til stjómunar vinnuvéla hafa ekki verið rannsökuð, en með hliðsjón af lyfhrifum þess er ólíklegt að það hafi nokkur áhrif á þessa hæfni. Við akstur bifreiða og stjórnun vinnuvóla skal hafa í huga að sjúklingur, sem meðhöndlaður er við háþrýstingi, getur stöku sinnum fundið fyrir sundli eða þreytu. Aukaverkanir: í rannsóknum voru aukaverkanir vægar, gengu fljótt yfir og voru sambærilegar við lyfleysu. Ekkert samband var á milli aukaverkana annars vegar og aldur eða kyns hins vegar. Algengar (>1%): Almennar: Höfuðverkur, bakverkir, svimi. Öndunarvegur: Sýkingar í öndunarvegi. Sjaldgæfar (0,1%-1%): Hjarta- og æðakerfi: Fyrsta stigs AV-blokk. Meltingarvegur: Uppköst. Einstaka sinnum veldur meðferð með lyfinu ofsabjúg. Rannsóknaniðurstöður: Lyfið getur aukið þvagsýru, blóðsykur og ALAT (S-GPT) í sermi og einstaka sinnum verður minnkun á blóðrauða og aukning á ASAT (S-GOT) í sermi. Hýdróklórtíazíð veldur örsjaldan gulu (intrahepatic cholestatic jaundice), brisbólgu, hvitfrumnafæð (leukopenia), hlutleysiskymingafæð (neutropenia)/kymingahrap (agranulocytosis), blóðflagnafæð, vanmyndunarblóðleysi (aplastic anaemia), blóölýsublóðleysi (hemolytic anaemia), auknu Ijósnæmi, æðabólgu með drepi (necrotising angitis), drepi i húðþekju (toxic epidermal necrolysis), bráðaofnæmi, andnauð (þar á meðal lungnabólga og lungnabjúgur), skertri nýrnastarfsemi og millivefjanýrnabólgu (interstitial nephritis). Ofskömmtun: Einkenni: Með hliðsjón af verkunarhætti lyfsins má gera ráð fyrir að helstu einkenni ofskömmtunar séu lágþrýstingur og sundl. Ofskömmtun með hýdróklórtíazíði lýsir sór einkum með bráðu vökva- og saltatapi. Einnig geta sést sundl, lágþrýstingur, þorsti, hraðtaktur, hjartsláttartruflanir frá sleglum, slæving/skert meðvitund og vöðvakrampi. Meðferð: Engar sértækar upplýsingar liggja fyrir um meðferð við ofskömmtun með Atacand® Plus. Eftirfarandi er þó ráðlagt við ofskómmtun. Þegar það á við er mælt með að uppköst sóu framkölluð og magaskolun beitt. Ef fyrir kemur lágþrýstingur með einkennum skal veita meðhöndlun við þeim og fylgjast með mikilvægustu líkamsstarfsemi. Sjúklingur skal liggja á bakinu með hærra undir fótum. Ef það nægir ekld, skal auka plasmarúmmál með innrennslislyfi, t.d. saltvatnslausn. Kanna skal salt- og sýrujafnvægi og leiðrétta það, geríst þess þörf. Adrenvirk lyf má gefa ef ofannefnt reynist ófullnægjandi. Ekki er hægt að fjariægja candesartan með blódskilun. Ekki er vitað I hve miklum mæli er unnt að fjariægja hýdróklórtíazíð með blóðskilun. Pakkningar: 28 stk. (þynnupakkað): 3.640 kr. 98 stk. (þynnupakkað): 10.460 kr. Umboö á íslandi: Pharmaco hf. AstraZeneca, Hðrgatúni 2, 210 Garðabæ, Simi:535 7152 Fax: 565 7366 Læknablaðið 2001/87 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.