Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 85
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 12
Af fordómum og pöddum
Bjarni
Jónasson
Sendið efni í anda
læknaskops í
Broshornið.
Læknablaðinu,
Hlíðasmára 8,
200 Kópavogi
eða í bréfasíma
564 4106
eða á netfang:
bjarni.jonasson@
gb.hgst.is
Getið þess hver
sendir, en það sem
birtist verður undir
dulnefni.
Læknablaðið áskilur
sér rétt til að lagfæra
texta.
Umsjónarmaöur er
heilsugæslulæknir í Garðabæ
og stjómarmaður í Nordisk
Selskap for Medisinsk Humor.
Við rúmstokkinn
Fræðslustofnun lækna blés til fundar á þrettándanum
og hleypti af stokkunum fundaröðinni Við
rúmstokkinn undir stjórn rúmstokksnefndarinnar
með þá Kjartan, Arnór, Ásbjörn, Óskar og Jón
Gunnlaug innanborðs. Kynnt var sjúkratilfelli eftir að
fundarmenn höfðu hitað upp með kaffi eða kakói og
rúnstykkjum. Fjölmenni var á fundinum og voru 76
hausar taldir bæði lækna og læknanema, þó hinir
fyrrnefndu væru í miklum meirihluta. Einhver hafði á
orði að fundir sem þessir gætu ekki brugðist því
nafnið eitt væri svo trekkjandi. Það vekti upp gamlar
og góðar minningar úr Tónabíói, þegar menn
flykktust á rúmstokksmyndirnar dönsku og bláu fyrr
á árum. Gullkom sem heyrðist: „Óalgeng einkenni
algengra sjúkdóma eru algengari en algeng einkenni
óalgengra sjúkdóma." Ó, þú ástkæra, ylhýra ... ! Vel
gert, rúmstokksbræður.
Fordómar
Einn af reyndari heimilislæknum höfuðborgarinnar
hefur vanið komur sínar í Laugardalslaugina á
undanförnum árum. Til þess er tekið hve vel sundið
hefur farið með lækninn. í tvígang hefur hann tekið
þátt í endurlífgun sundlaugargesta. I seinna skiptið
var læknirinn á sundi þar sem dýpi laugarinnar var
um 166 sentimetrar. Þá tók hann eftir því að maður
nokkur lá hreyfingarlaus í vatninu með höfuðið nær
botni en fæturna. Læknirinn synti að manninum og
rétti hann af þannig að höfuð beggja stóðu upp úr
vatninu. Maðurinn andaði ekki og var því ekki um
annað að ræða fyrir lækninn en að blása í hann lífi
með munn-við-munn aðferðinni. Þegar björgunar-
aðgerðimar stóðu sem hæst úti í miðri sundlauginni
syndir eldri kona framhjá, lítur sem snöggvast til
mannanna og segir: „Uss, að sjá til ykkar. Þið ættuð
að skammast ykkar.“
Pöddur skríðandi
Karlmaður kom til læknis og fór að að segja honum
frá lífi sínu. Hann rifjaði meðal annars upp æskuna,
talaði um vinnuna og matarvenjurnar. Læknirinn
skoðaði manninn hátt og lágt og sagði síðan: „Ég finn
ekkert að þér og ég átta mig ekki alveg á því hvers
vegna þú kemur til mín í dag.“
„Sérðu það ekki maður? Ég kem út af þessum
pöddum, sem skríða út um mig allan.“
„Drottinn minn dýri,“ hrópaði læknirinn. „Ég
ætla bara að biðja þig um að halda þér fjarri mér og
fyrir alla muni ekki bursta þær af þér hérna inni.“
Hjartaskoöun
Sjúklingurinn: „Læknir, er nokkuð að hjartanu í
mér?“
Læknirinn: „Ég get sagt með fullri vissu, eftir að
hafa skoðað hjartað í þér gaumgæfilega, að það mun
duga jafn lengi og þú.“
Tekinn blóðþrýstingur
Fjögurra ára snáði var fluttur á bráðamóttökuna
vegna kviðverkja. Áður en læknirinn skoðaði
drenginn kom hjúkrunarfræðingur til hans og sagði:
„Nú ætla ég að taka blóðþrýstinginn, góði minn.“
Því næst kom barnalæknir sem skoðaði drenginn í
þaula. Til allrar lukku reyndist ekkert alvarlegt ama
að drengnum. Læknirinn sagði foreldrunum, sem
voru mjög áhyggjufullir, að drengurinn mætti fara
heim með þeim. Öllum til mikillar furðu neitaði
drengurinn að fara. „Ég fer ekki heim fyrr en konan
skilar aftur blóðþrýstingnum, sem hún tók,“ sagði sá
stutti og benti á hjúkkuna.
Aldrei ánægð
Guðrún var áttræð og einn af tryggustu sjúklingum
læknisins. Hún var síkvartandi þó hún væri laus við
alvarlega sjúkdóma. Hún leit meira að segja svo vel
út að hún gat verið að minnsta kosti 10 árum yngri en
tugirnir átta gáfu til kynna. Dag nokkurn kom hún á
stofu til Gríms læknis og það fór ekki fram hjá honum
hve frískleg gamla konan var.
„Hvað gengur að þér í dag, Guðrún mín,“ spurði
læknirinn.
„Mér hefur liðið svo vel að undanfömu, að ég
kom nú bara til að fá athugað hvað amaði að mér,“
sagði konan.
Ekkert sýni
Eldri maður kvæntist sér yngri konu. Þau áttu þá ósk
heitasta að eignast barn en allar tilraunir til getnaðar
voru árangurslausar. Maðurinn fór til læknis og bað
um að fá að fara í sæðisfrumutalningu.
Læknirinn rétti manninum krukku. „Farðu með
þessa krukku heim og komdu svo á morgun með
sæðisprufu í henni,“ sagði læknirinn.
Maðurinn kom til baka með tóma krukku. „Ég
reyndi eins og ég gat, fyrst með annarri hendi og
síðan með báðum, en allt kom fyrir ekki,“ sagði
karlinn. „Þá bað ég konuna að prófa. Hún reyndi
fyrst með hægri, svo með vinstri og loks með báðum
en ekkert gekk hjá henni heldur. Loks bað ég
nágrannakonuna að reyna, en tilraunir hennar voru
einnig árangurslausar."
„Baðstu nágrannakonuna að reyna,“ spurði
læknirinn undrandi.
„Já, hún er svo ansi kröftug, en ekkert okkar gat
opnað krukkuna."
Læknablaðið 2001/87 181