Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 29

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 29
Sertral (sertralín) Öruggt og árangursríkt lyf við þunglyndi, þráhyggju- og áráttusýki Hver tafla inniheldur: Sertralín hýdróklóríð. samsvarandi sertralín 50 mg. Töflurnar innihalda laktósu. Ábendingar: Þunglyndi. Þráhyggju- og áráttusýki (obsessive-compulsive disorder). Felmturskóst (ofsahræðsla (panic disorder)), með eða án víðáttufælni (agoraphobia). Skammtar og lyfjagjöf: Skammtastærðir handa fullorðnum: Vifl þunglyndi og þráhyggju- og áráttusýki: Upphafsskammtur er 50 mg á dag. tekið í einum skammti. Ef þörf krefur, má auka þennan skammt um 50 mg á dag, í þrepum á nokkrum vikum, í allt að 200 mg á dag. Sé þórf á langtimanotkun lyfsins er venjulegur viðhaldsskammtur 50 mg á dag. Við felmtursköstum (ofsahraðslu) mefl efla án vífláttufælni: Upphafsskammtur er 25 mg á dag. Skammtur er aukinn í 50 mg á dag eftir eina viku. Ef þörf krefur má auka þennan skammt um 50 mg á dag, í þrepum á nokkrum vikum. Hámarksskammtur sem mælt er með er 200 mg á dag. Skammtastærðir handa öldruðum eru þær sömu og að framan er getið. Árangur meðferðar getur komið fram innan 7 daga, en oftast þarf 2-4 vikna meðferð áður en full verkun næst Sertralín er að mestu leyti umbrotið í lifur. Minni eða færri skammta skal gefa af lyfinu ef sjúklingur er með minnkaða lifrarstarfsemi. Lyfið er tekið einu sinni á dag, annað hvort að morgni eða að kvöldi. Töflurnar má taka ýmist með eða án matar. Skammtastærflir handa bömum: Lyfið er ekki ætlað börnum Frábendingar: Samtímis notkun MAO-hemils. Sérstök varnaflarorfl ob vaniðarreglur vifl notkun: Ekki skal gefa sjúklingum sertralín, sem notað hafa MAO-hemlandi lyf, fyrr en 2 vikum eftir að slikri meðferð hefur verið hætt Á sama hátt skal ekki gefa MAO-hemlandi lyf fyrr en 2 vikum eftir að sertralín meðferð hefur verið hætt Eins og hjá öðrum þunglyndislyfjum hefur verið skráð örvun á maníu og hypómaníu hjá nokkrum sjúklingum. Flogaveiki getur hugsanlega versnað við notkun lyfsins og því skal gæta varúðar við gjöf sertalíns hjá sjúklingum með flogaveiki. Meðferð með sertralíni skal hætt ef sjúklingar fá krampaköst Sertralín er að mestu leyö umbrotið í lifur. Hjá sjúklingum með takmarkaða lifrarstarfsemi minnkar útskilnaðarhraði lyfsins, minni eða færri skammta skal þá gefa af lyfinu. Vegna aukinnar hættu á sjálfsvfgstilraunum samfara þunglyndi skal hafa náið eftirlit með sjúklingum í upphafi meðferðar. Gæta ber varúðar við notkun lyfsins hjá sjúklingum, sem eru með sykursýki og meðhöndlaðir með insúlíni eða sykursýkilyfjum af súlfónýlúreaflokki. Milliverkanir vifl önnur lyf og aflrar milliverkanir: Samtímis gjóf MAO-hemlandi lyfja getur valdið skyndilegum háþrýstingi og oförvunarástandi. Gæta ber varúðar við samtímis fljöf sertralíns og annarra lyfja sem verka á miðtaugkerfið. Neysla áfengis er ekki ráðlögð meðan á sertralín meðferð stendur. Samtímis notkun litíums getur aukið tíðni aukaverkana sertralíns, einkum ógleði, skjálfta og kvíða. Þar til frekarl upplýsingar liggja fyrir ætti ekki að nota serótónín virk lyf eins og tryptófan, súmatriptan eða fenflúramín samtímis sertralíni, vegna hugsanlegrar hættu á milliverkunum. Þar sem sertralín er bundið plasmapróteinum, skal hafa í huga möguleikann á að sertralín milliverki við önnur próteinbundin lyf (td. warfarin og digitoxín). Samtímis gjöf sertratíns og címetidíns getur valdið aukningu í blóðstyrk sertralíns. Meflganga og brjóstagjöf: Dýratilraunir benda ekki til að lyfið hafi áhrif á frjósemi eða hafi fósturskemmandi áhrif, en mjög háir skammtar hafa leitt tll aukinnar dánartiðni nýfæddra dýra. Engar tilraunir hafa verlð gerðar á barnshafandi konum. Ber því að forðast notkun lyfsins á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk, þess vegna ættu konur með bam á brjósti ekki að nota lyfið. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Lyfið getur haft áhrif á viðbragðsflýti og ber að hafa það í huga við akstur og stjómun véla. Sjúklingar sem aka bifreiðum eða stjóma öðrum vélknúnum tækjum skal ekki gefið sertralín samtimis bensódíazepínafbrigðum eða öðrum róandi lyfjum. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkun lyfsins er ógleði, u.þ.b. 20%. Algengar (>1%): Almennar: Aukin svitamyndun, svimi, syfja, höfuðverkur. óróleiki, þyngdartap, lystarleysi (anorexia). Taugakerii: Vóðvaskjálfti. truflun á sáðláti. Meltingariæri: Ögleði, munnþurrkur, niðurgangur, meltingaróþægindi. Sjaldgælar (0,1-1%): Geflrænar: Kvíði. Mjög sjaldgæfar (< 0,1): Efnaskipti: Lækkun natriums í sermi (hyponatremi). Taugakerfi: Rugl, kynlífsóþægindi hjá konum, náladofi, dofi. ofsjónir, árásarhneigð, æsingur, óróleiki. Ofskömmtun: Einkenni eins og lýst er varðandi aukaverkanir. Meðhöndlun: Einkennameðferð. Lyfhrif: Sertralín hindrar upptöku serótóníns (5-HT) á sértækan hátt í taugum, sem leiðir til aukningar á áhrifum 5-HT. Lyfið hefur aðeins mjög væg áhrif á endurupptóku í taugar af noradrenalíni og dópamíni. í lækningalegum skömmtum hemur sertralín endurupptöku serótóníns íblóðflögum. Sertralín hefur engin örvandi, róandi eða andkólínvirk áhrif og hefur ekkl eitrunaráhrif á hjarta í dýratilraunum. í rannsóknum á sjálfboðaliðum hafði sertralín hvorki róandi áhrif né áhrif á hughreyfilegt atferli. [ samræmi við hina sértæku hömlun á 5-HT upptöku eykur sertralín ekki katekólamínvirkni. Sertralín hefur ekki sækni í múskarín (kólínvirka), serótónínvirka, dópamfnvirka. adrenvirka, histamínvirka, GABA eða benzódíazepín viðtaka. Ólíkt þríhringlaga geðdeyfðarfyfjum. hefur þyngdaraukning ekki sést eftir meðferð með lyfinu. Ekki hefur komið í Ijós, að sjúklingar verði líkamlega aða andlega háðir lyfinu. Lyfjahvört: Sertralín hefur skammtaháð lyfjahvörf á skammtabilinu 50 - 200 mg á dag. Eftir 50 - 200 mg á dag í 14 daga sést hámarksblóðþéttni hjá mönnum 4,5 - 8.4 klsl eftir gjöf. Stöðugri blóðþéttni er náð eftir daglega gjóf sertralíns í eina viku. Lyfið er nánast allt próteinbundið (um 98%). Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að lyfið hefur mjög stórt dreifingarrúmmál. Sertralín umbrotnar mikið í fyrstu umferð í lifur. Sertralín og aðalumbrotsefni þess, N-desmetýlsertralín (sem viröist að mestu óvirkt) umbratna að mestu leyti í líkamanum og umbrotsefnin skiljast út með saur og þvagi. Aðeins lítið magn af sertralíni skilst óbreytt út með þvagi. Helmingunartími í útskilnaðarfasa er u.þ.b. 26 klst. Lyfjahvörf lyfsins eru eins hjá eldri og yngri sjúklingum. Inntaka sertralíns með mat hefur ekki marktæk áhrif á aðgengi lyfsins. Ótlit: Hvítar, filmuhúðaðar töflur, ílangar, kúptar (stærð: 10 x 5 mm), með deilistriki. Pakkningar og verð (Lyfjaverðskrá 1. nóvember) Sertral 50 mg, 28 stk 3.377 kr Sertral 50 mg, 98 stk. 10.704 kr o Omega Farma www.omega.is SHIWAN EHF. - MÁLVERK EFTIR BILSON

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.