Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNINGAR
Samanburður á meðferð og horfum sjúklinga
með bráða kransæðastíflu á Landspítalanum
og Sjúkrahúsi Reykjavíkur árið 1996
Ágrip
Jón M.
Kristjánsson',
Karl Andersen2
Inngangur: Meðferð sjúklinga eftir bráða kransæða-
stíflu fer að nokkru eftir tækjabúnaði sjúkrahússins
sem sjúklingar leggjast inn á við greiningu. Á íslandi
eru kransæðavíkkanir og -hjáveituaðgerðir aðeins
framkvæmdar á Landspítala Hringbraut. Við bárum
saman meðferð og horfur sjúklinga með brátt
hjartadrep árið 1996 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
(SHR) annars vegar og Landspítalanum (LSP) hins
vegar.
Efniviðir og aðferðir: Upplýsingum var safnað
afturskyggnt um alla sjúklinga sem fengu grein-
inguna brátt hjartadrep á Landspítalanum og Sjúkra-
húsi Reykjavíkur árið 1996. Dánartíðni, fjöldi endur-
innlagna vegna hjartasjúkdóma og notkun krans-
æðavíkkana eða -hjáveituaðgerða á fyrsta ári eftir
innlögn voru borin saman milli sjúkrahúsanna.
Niðurstöður: Eins árs dánarhlutfall á Land-
spítalanum var 17,7% en 20,8% meðal sjúklinga á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,55). Sjúklingar á
Landspítalanum útskrifuðust í 82% tilvika á
asetýlsalisýlsýru og í 68% tilvika á B-hamla á móti
71% og 57% tiivika á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
(p=0,021 og p=0,028). Hins vegar útskrifuðust
sjúklingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í 29% tilvika á
kalsíumhamla og í 76% tilvika á nítrötum borið
saman við 16% og 51% á Landspítalanum (p=0,004
og p<0,001). Ekki reyndist munur á notkun
segaleysilyfja, angíótensín breyti (converting) ensím-
hamla, digoxíns, þvagræsilyfja eða lyfja við hjart-
sláttartruflunum. Sjúklingar á Landspítalanum fóru í
32% tilvika í kransæðavíkkun innan árs á móti 13%
tilvika á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p<0,001). Sjúk-
lingar á Landspítalanum fóru í 10% tilvika í
kransæðahjáveituaðgerð innan árs á móti 11% á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,75). Meðalbiðtími
sjúklinga Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir kransæða-
víkkun reyndist um 10 dögum lengri en á Land-
spítalanum (p=0,001).
Umræða: Ekki reyndist tölfræðilega marktækur
munur á eins árs dánartíðni sjúklinga á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og Landspítalanum 1996 þrátt fyrir mun
meiri notkun kransæðavíkkana, asetýlsalisýlsýru og
B-hamla. Hins vegar gæti meiri notkun nítratlyfja og
kalsíumhamla sjúklinga við útskrift af Sjúkrahúsi
Reykjavíkur bent til að þeir hefðu meiri einkenni
kransæðasjúkdóms við útskrift. Við teljum óeðlilegt
'Læknadeild Háskóla íslands,
2hjartadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Karl Andersen
hjartadeild Landspítala
Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími:
525 1000; bréfasími: 525 1552;
netfang:
andersen@landspitali.is
Lykilorð: kransœðarstífla,
meðferð, horfur.
ENGLISH SUMMARY
Kristjánsson JM, Andersen K
Comparison of treatment and prognosis after
acute myocardial infarction in two university
hospitals in Reykjavik, lceland 1996
Læknablaðið 2001; 87:127-30
Introduction: The treatment of patients after acute
myocardial infarction (AMI) is in part related to the
available technology at the hospital of admission. In
lceland percutaneous transluminal coronary angioplasty
(PTCA) and coronary artery bypass grafting (CABG) was
only performed at Landspítalinn at the time of the
research. We compared the treatment and prognosis of
patients after AMI in 1996 at the two university hospitals in
Reykjavík, lceland, Landspítalinn (LSP) and Sjúkrahús
Reykjavíkur (SHR).
Material and methods: We retrospectivly collected
informations on all patients admitted with AMI at LSP and
SHR in 1996 and compared mortality, morbidity and
interventional procedures at one year after admission.
Results: The one-year mortality was 17.7% among
patients admitted to LSP compared with 20.8% among
patients admitted to SHR (p=0.55). Upon discharge from
LSP 82% of patients received aspirin and 68% received a
8-blocker versus 71 % and 57% of patients discharged
from SHR (p=0.021 and p=0.028 respectively). Conversely
29% of patients were disharged with a calsium-antagonist
and 76% with a nitrate from SHR compared with 16% and
51 % at LSP (p=0.004 and p<0.001 respectively). There
was no diffirence in the use of thrombolytics, angiotensin
converting enzyme inhibitors, digoxin, diuretics or
antiarrhythmics. Within one year 32% of patients admitted
to LSP had undergone PTCA but only 13% of patients
admitted to SHR (p<0.001). Further, 10% of patients had
undergone CABG within one year at LSP compared with
11 % at SHR (p=0.75). On average patients at LSP had a
10 days shorter waiting period from admission to PTCA
(p=0.001).
Discussion: Despite greater use of PTCA, aspirin and 6-
antagonist at LSP compared with SHR there was no
significant diffirence in one-year mortality between the
hospitals. The greater use of calcium-antagonists and
nitrates at discharge among patients discharged from SHR
might indicate that they were more symptomatic than
patients discharged from LSP. We find the great difference
in treatment of patients after AMI according to hospital of
admission unacceptable. This problem could possibly be
solved by implying clinical guidelines.
Key words: acute myocardial infarction, therapy, prognosis.
Correspondence: Karl Andersen. E-mail:
andersen@landspitali.is
Læknablaðið 2001/87 127