Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 69

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÉRFRÆÐINÁM í SVÍÞJÓÐ / sérfrœðináminu er mikil áhersla lögð á þáltlöku lœkna í rannsóknum og flestum reynist auðvelt að tvinna saman rannsóknarstörf og klínískt nám. Mikil gróska er í rannsóknum í lœknisfrœði og Svíar eru framarlega bœði innan klínískra rannsókna og grunnrannsókna. Mynd: Háskólasjúkrahúsið í Lundi. íslenskar krónur við dagvinnulaunin. Oft er þó greitt fyrir vaktir í formi fría, að minnsta kosti að hluta (sjá betur síðar). Greiðslur fyrir vaktir eru því ekki jafn stór hluti af heildarlaununum eins og á íslandi. I þessu sambandi er rétt að árétta að samanburður á launum á milli landa er óviss mælikvarði á afkomu. Sumarfrí er yfirleitt fimm vikur en að auki eru vaktavinnufrí sem eru þá hluti af greiðslu fyrir vaktir. Víða er þess krafist að læknar taki helming til tvo þriðju fyrir vaktir út í fríum en afganginn í peningum. Á sumum deildum er þó hægt að taka allt út í peningum. Vaktavinnufrí eru betri en hér á landi. Sé gert ráð fyrir að um það bil tveir þriðju hlutar af greiðslu fyrir vaktir séu teknir út í fríi og vaktir séu fjórar til fimm á mánuði þýðir þetta einnar viku frí á fimm til sex vikna fresti. Þetta frí er til dæmis hægt að nota til vísindarannsókna en oft er hægt að semja við yfirmenn um að safna upp vaktavinnufríum og vinna annars staðar um tíma. Skattar hafa síðustu ár lækkað umtalsvert í Sví- þjóð og eru nú í kringum 30% af fyrstu 200.000 SKR en 55% eftir það. Hjón eru ekki samsköttuð, heldur hver og einn sér. Ef byrjað er að vinna þegar liðið er á árið er hægt að sækja um skattajöfnun (eyðublað hjá skattemyndigheten). Er þá reiknað út hversu mikinn skatt viðkomandi á að borga miðað við laun Tafla III. Gagnleg netföng í Svíþjóð. Skattayfirvöld: www.rsv.se Tollur: www.tullverket.se Tryggingastofnun/sjúkrasamlag: www.fk.se Fasteignir: www.hemnet.se Fasteignir: www.bovision.se Bllasala á netinu: www.bytbil.com Bifreiðaskoðun: www.bilprovningen.se Upplýsingasíöa: www.sweden.com Upplýsingasíða: www.evreka.com Upplýsingaslða: www.gulasidorna.se og þannig jafnað út fyrir þá mánuði sem viðkomandi vinnur ekki. Eyðublaðinu er síðan skilað á launadeild spítalans. Vinnuvika sérfræðinga er 43-48 klukkustundir á viku en læknar í sérnámi (underlakare) eiga yfirleitt að vinna 40-45 stundir á viku. Yfirleitt er ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Unnið er frá mánudegi til föstudags en sums staðar er hætt fyrr á föstudögum til þess að bæta upp fyrir vinnutíma sem er lengri en átta klukkustundir fyrr í vikunni. Á flestum stöðum er frí að minnsta kosti síðari hluta dags eftir vakt en vaktir eru yfirleitt mjög annasamar. Vinnutími er oftast frá kl. 07:30 til 17 með hálfri til einni klukkustund í mat sem ekki telst til vinnutímans. Laun heilsugæslulækna eru yfirleitt sambærileg launum sjúkrahúslækna. Ekki er greitt sérstaklega fyrir afköst eins og í Noregi. Sumarfrí eru einnig sambærileg en víða er greitt að fullu fyrir vaktir í peningum og vaktavinnufrí því styttri. Trygginga-, félags- og skólakerfi Svíar búa við mjög öflugt trygginga- og félagskerfi, sennilega það besta á Norðurlöndum. Almenna tryggingakerfið veitir fslendingum í Svíþjóð sömu réttindi og skyldur og Svíum á grundvelli gagn- kvæmra milliríkjasamninga. Barnabætur hafa lækkað á síðasta ári og eru nú um 7.300 íslenskar krónur á mánuði fyrir hvert barn og eru greiddar út mánaðarlega. Eftir að komið er út verður að snúa sér sem fyrst til sjúkrasamlagsins skrá sig þar og sækja um bamabætur. Fæðingarorlof og aðrar félagslegar bætur er einnig hægt að sækja um hjá sjúkrasamlaginu. Rétt er að ítreka það að best er að skrá sig hjá sjúkrasamlaginu sem fyrst eftir að komið er út því annars er hætt við að bætur tapist eða rými. Feður eiga rétt á tveggja vikna fríi á fullum launum við fæðingu barna sinna. Leiti maki að vinnu getur hann leitað til atvinnu- miðlunar í viðkomandi bæjarfélagi (arbetsförmed- lingen) og skráð sig þar. Rétt er að kynna sér vel hvaða vottorð/gögn þarf að taka með sér áður en haldið er utan og þá sérstaklega með tilliti til gildandi milliríkjasamninga milli íslands og Svíþjóðar. í dag er hægt að fá fluttan rétt á atvinnuleysisbótum á milli Svíþjóðar og fslands en eingöngu ef viðkomandi gengur í sænskt fagfélag innan fjögurra vikna frá því hann flytur til Svíþjóðar og yfirfærir síðan réttindi sín. Þannig er skynsamlegt fyrir maka að verða sér úti um vottorð frá fagfélögum á íslandi og staðfestingu á tekjum síðastliðins árs áður en haldið er út. Yfirleitt er meira framboð á barnaheimilis- plássum en á íslandi en það er þó mismunandi eftir stöðum. Greiðslur fyrir barnaheimilispláss eru oftast tekjubundnar og eru víða 5-7% af heildarlaunum. Best er að sækja um dagvistarpláss í tíma. Yfirleitt er nokkur bið í háskólabæjum. Valið stendur aðallega á milli tveggja kosta; barnaheimilis og dagmæðra. Dag- Læknablaðið 2001/87 165

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.