Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚRSKURÐUR SIÐANEFNDAR Hver og einn geti tekið saman faglega og fræðilega greinargerð um hvaða fagsvið sem er, jafnvel þó hann sé ekki sérfræðingur í því. Faglegar og fræðilegar greinargerðir krefjist vísindalegra vinnubragða. Kærði sé sérfræðingur í slíkum vinnubrögðum og þaulvanur í heimildaöflun og heimildanotkun. Kæruatriði 2 í viðbótarkæru. Læknar sem aðstoða sjúklinga við að koma á framfæri kvörtunum og kærum til LI verði ekki krafðir um sérstök próf fram yfir almenn læknis- réttindi enda sé þessi skylda lögð á herðar allra lækna skv. 29. gr., 3. mgr. Codex Ethicus. (Telji læknir, að ástæða sé til íhlutunar vegna brots á siðareglum þessum eða vanhæfi læknis í starfi, skal hann snúa sér til landlæknis og stjórnar viðkomandi svæðafélags Lí). Kæruatriði 3 í viðbótarkæru. Kærði kveðst sannanlega ekki hafa verið að vekja á sér athygli enda hafi lögmaður X ekki gefið upp nafn hans að svo stöddu. Kærði kveðst hafa gert stúlkunni og lögmanni hennar nákvæma grein fyrir menntun sinni, þekkingu og hæfi. Hann hafi ekki beðið neinn um að hampa þeim upplýsingum. Ekki verði annað séð en að staðhæfing lögmannsins um „færan sérfræðing" eigi ágætlega við kærða. Verði því ekki séð hvernig 19. gr. hafi verið brotin. Lögmaður- inn hafi ekki haft samráð við sig um það hvernig hún hagaði kynningu á sérfræðivinnunni að baki greinar- gerðar kærða. Málskostnaðarkrafa kærða er á því byggð að samkvæmt siðareglum LI beri að fylgja almennum málsmeðferðarreglum varðandi málsmeðferð fyrir Siðanefnd. Kærði hafi neyðst til þess að skjóta úrskurði Siðanefndar um eigið hæfi til Gerðardóms til að tryggja að varnarmöguleikar hans væru ekki óeðli- lega skertir. Kærði hafi því séð sig tilneyddan til að leita aðstoðar lögmanns til að gæta réttar síns í þessu máli, enda geri 34. gr. viðauka við lög LÍ ráð fyrir því að aðilar máls geti leitað aðstoðar lögfræðings. Sú aðstoð hafi bakað kærða fjárútlát sem eðlilegt sé að hann geri kröfu um að kærandi greiði. Hér beri sérstaklega að hafa í huga að kærði sé kærður fyrir aðstoð við sjúkling og í kærum þessum sé að mati kærða gengið svo langt að kærandi fari með ósannindi í rökstuðningi fyrir þessum kærum. Kærurnar séu tilefnislausar. Kærandi hafi sjálfur kallað yfir sig umfjöllun kærða með þátttöku í fjölmiðlaumfjöllun áður en kærði hafi þar látið að sér kveða. Sömuleiðis liggi fyrir að sum þau ummæli sem kært er fyrir séu í fullu samræmi við skilning hæstaréttardómara á álitsgerð þeirri sem kærandi gerði fyrir verjanda föður X. Að öllu þessu virtu sé eðlilegt að kærandi verði úrskurðaður til að greiða málskostnað verði niður- staða Siðanefndar sú að fallist sé á sýknukröfu kærða, sbr. einkum 130. og 131. gr. laga um meðferð einka- mála. Niöurstaða Félagar í Læknafélagi íslands eru bundnir af siða- reglum félagsins. Ekki skiptir máli í því sambandi þótt reglur þessar kunni í ýmsum atriðum að vera strangari en almennar lagareglur segja til um, enda mun það almennt vera svo að í siðareglum hinna einstöku félaga eru, eðli máls samkvæmt, settar á ákveðnum sviðum mun ýtarlegri reglur en finnast í almennri löggjöf. Siðareglur LÍ virðast fyrst og fremst vera settar með hagsmuni sjúklinga í huga enda þótt þar séu einnig ákvæði um samskipti lækna. Reglur þessar verða hvorki túlkaðar þannig að þeim sé ætlað að koma í veg fyrir skoðanaskipti um læknisfræðileg álitaefni né að Iæknum sé óheimilt að fjalla um önnur Iæknisfræðileg álitamál en þeir eru sjálfir sérfræðingar í. Kærandi gerði álitsgerð til framlagningar fyrir Hæstarétt í máli sem hafði þá þegar hlotið mikla um- fjöllun í fjölmiðlum. I álitsgerðinni gagnrýndi kærandi vinnu annarra sérfræðinga, þ.e. sálfræðings, taugasál- fræðings og geðlæknis. Verður kærandi að una því að aðrir fjalli um og gagnrýni hans verk. Verður nú tekin afstaða til hinna einstöku kæruatriða. A. Bein ræða Boga. 1. í dómi Hæstaréttar í máli nr. 286/1999 segir m.a. svo: „t álitsgerð Högna Óskarssonar geðlœknis frá 7. október 1999 kemur meðal annars fram sú skoðun, að kœrandi sé ekki haldin heilkenninu áfallastreitu, eins og fram hafi komið í fyrri sérfræðigögnum. “ í inn- gangi álitsgerðar sinnar segir kærandi að hann hafi verið beðinn um að gefa sérfræðiálit á því hvort kær- andi „sé haldin heilkenninu áfallastreita eins og stað- hæft er í skýrslu Jóns Fr. Sigurðssonar sálfræðings." Við málflutning fyrir Siðanefnd hélt kærandi því fram að það sé misritun í álitsgerð hans þar sem segir að Jón Fr. Sigurðsson sálfræðingur hafi staðhæft að stúlkan sé haldin áfallastreitu. I viðtalinu er kærði að fjalla um álitsgerð kæranda og niðurstöðu álitsgerðarinnar sem er: „að ... er ekki haldin heilkenninu áfallastreita“. Þá niðurstöðu mun kærandi hafa byggt á þeim sérfræðigögnum sem lágu fyrir héraðsdómi þá er framangreint mál var til meðferðar þar. Slík niðurstaða getur talist sjúkdómsgreining, sbr. New Gould Dictionary frá 1951 en þar segir um merkingu orðsins diagnosis: 1) Listin eða sá gjörningur að ákveða eðli sjúkdóms (The art or the act of determining the nature of a disease). 2) Niður- staðan sem komist hefur verið að (The decision reached). Alitamálið hlýtur að vera hvort kærði hafi brotið tilvitnaðar siðareglur LÍ með því að segja „...og þessi fullyrðing Högna að stúlkan sé ekki haldin heil- kenninu áfallastreita er greinilega rangfæring, það eru engin gögn til í málinu sem leyfðu honum að komast að svo víðtækri ályktun“. Læknablaðið 2001/87 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.