Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 45

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KONUR í LÆKN ASTÉTT legur hópur kvenna í félaginu, og það sem við erum að fást við á tvímælalaust eftir að skila sér á jákvæðan hátt fyrir læknastéttina í heild.“ Hvers vegna kvennafélag? Eru margir að velta því fyrir sér hvers vegna konur séu með sérfélag? „Já, í byrjun voru raddir á lofti um það að þetta væri tímaskekkja, en ég held frekar að það hafi verið töf á stofnun félags kvenna í læknastétt. Þau félög sem stofnuð voru í Skandinavíu og Bandaríkjunum á árunum 1900-1920 eru mjög virk og ómetanleg ennþá. Þegar ég var í Svíþjóð fór ég á nokkra fundi hjá félagi kvenna í læknastétt sem voru mjög gefandi. Þar voru og eru enn haldin ýmis sérhönnuð námskeið fyrir konur í læknastétt, bæði almenn og fyrir konur í leiðandi stöðum. Umræðan um jafnréttismál er nokkuð lengra komin en hér og þykir sjálfsagðari. Þar í landi er handleiðsla í og eftir sérnám aðferð sem er notuð í vaxandi mæli, ekki aðeins fyrir konur heldur einnig karla.“ Nú fer sérfrœðinám íslenskra lœkna að lang- mestum hluta fram erlendis. Finnst þér að skynsam- legt væri að bjóða upp á handleiðslu þegar lœknar koma til baka? „Það væri skynsamlegt að bjóða upp á einhvers konar handleiðslu fyrir þá sem það kjósa. Það mætti líka hugsa sér að hafa stutt námskeið á hálfs árs til eins árs fresti sem miðuðu að því að setja fólk hraðar inn í hlutina aftur. Það breytist margt hér heima á þeim tíma sem fólk er erlendis í sérnámi.“ Veistu hvers vegna handleiðslan sem ykkur var boðið upp á við Karólínska var aðeins œtluð konum? „Já, eins og ég sagði áður þá var þetta framhalds- verkefni sem spratt upp úr vísindaneti kvenna. Meginniðurstaðan úr þessu tilraunaverkefni var þörfin fyrir net kvenna og þörfin fyrir handleiðslu eftir sérnám. Það kom vel í ljós að það þurfa að vera mun skýrari leikreglur í sambandi við stöðu- og styrkjaveitingar. Ég held að það sama eigi við hér á landi. Margar ungu kvennanna í stéttinni hafa verið að tala um að fá einhvers konar alhliða „framsækni- námskeið“ með áherslu á stjórnun. Okkur leist mjög vel á það og byrjar fyrsta námskeiðið nú í febrúar. Konum er að fjölga í stjómunarstöðum í læknastétt, að vísu mjög hægt, og yngri konum í stéttinni fjölgar ört. Það þarf að undirbúa jarðveginn fyrir þær svo þær njóti sín í starfi í framtíðinni og fái stöður við hæfi. Það þarf einnig að auka sveigjanleika í starfinu, talsvert er um að ungar konur á kandídatsári séu með ung böm, og þá þarf að taka meira tillit til þess en gert er. Bæði í sambandi við stöðugildi og vaktir. Það þarf til dæmis að vera möguleiki á skertum stöðum, því mörgum konum finnst álagið of mikið og vinnu- tíminn of langur. Það er mikilvægt að halda uppi gagnkvæmri virðingu kynjanna innan stéttarinnar og líta á það á jákvæðan hátt að við erum ólík. Hvert Ólöf Sigurðardóttir sem litið er bæði hér innanlands og í nágrannalöndunum er stöðugt verið að vinna að jafnréttismálum. Mér finnst nauðsynlegt að í læknastétt á Islandi verði þessari umræðu einnig haldið heitri, báðum kynjum til góða og stéttinni til sóma.“ Lárétt skiplag og hópastarf Hvað er framundan hjá félaginu? „Við höldum áfram að þróa það smám saman, en það þarf að ætla sér tíma til að byggja félagið upp. Við erum með frekar lárétt skipulag og bjóðum aðallega upp á starf í vinnuhópum. Þar myndast betri tengsl en í stóru félagi og skemmtileg dreifing verður í aldri og sérgreinum kvennanna. Námskeiðið sem er að fara af stað núna í febrúar var unnið af einum vinnuhópnum. Einn vinnuhópurinn er að kanna stöðu kvenna í læknastétt og er það vinna sem tengist grein þeirri sem birtist eftir Guðrúnu Agnarsdóttur í þessu blaði. Það eru einnig fyrirlestrar og fleira framundan á vorönninni hjá okkur. Við erum með aðsetur í húsnæði Læknafélaganna í Hlíðasmára og munum á næstunni fara að koma okkur fyrir þar.“ Konur hafa gefið sér tíma til að koma á fundi hjá ykkur? „Já, það er merkilegt hve mætingin hefur verið góð. Auðvitað hafa konur mikið að gera og á fundum hjá Læknafélagi Reykjavíkur er algengt að fáar konur mæti. Þess vegna komu þessar gífurlegu undirtektir strax í upphafi okkur á óvart. Það er okkur hvatning til að halda áfram að koma félaginu á laggirnar og auka starfsemi þess.“ aób Læknablaðið 2001/87 141

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.