Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2001, Síða 44

Læknablaðið - 15.02.2001, Síða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KONUR í LÆKNASTÉTT ótrúlega lík. Konur í læknastétt eru flestar minna á ferðinni en karlarnir og byggja síður upp tengslanet. Þær forgangsraða á annan hátt og hafa verið líklegri til að setja heimili og fjölskyldu framarlega í forgangsröðunina. Líka mikilvægt aö hafa vettvang til aö ræöa saman Hverl er markmið félagsins? „Það er fyrst og fremst að efla konur í stéttinni og auka samvinnu þeirra, halda uppi umræðu um málefni kvenna í stéttinni, læknsfræðileg, félagsleg og atvinnuleg, efla þekkingu og fræðslu um heilsu kvenna og barna og standa vörð um stéttarhagsmuni og fjárhagslega hagsmuni kvenna í stéttinni. Þátttaka í erlendu samstarfi er einnig mikilvæg. Þar hafa félög af þessu tagi meðal annars unnið ötullega að fyrirbyggjandi heilsugæslu og að því að efla fræðslu um sjúkdóma kvenna og barna og aðra álíka þætti sem varða þessi efni. Það eru starfandi hliðstæð félög meðal verkfræðikvenna og annarra stétta að mér skilst og það hefur sýnt sig að þetta eru mjög skemmtilegur hópur kvenna og örvandi félags- skapur." Hefnrðu skýringu á því hvers vegna félög afþessu tagi voru stofnuð svona miklu seinna hér á landi en víðast hvar annars staðar? „Hér á landi hefur konum fjölgað gífurlega í stéttinni á undanförnum árum. Þær konur sem höfðu áhuga á þessum málum áður fyrr hafa flestar verið í Félagi háskólakvenna eða Kvenstúdentafélaginu. Margar af okkur sem höfum verið í sérnámi erlendis erum orðnar vanar kvenkyns fyrirmyndum og kven- kyns yfirlæknum og prófessorum. Svo komum við heim og sjáum hversu fáar konur eru í stjórnunar- og áhrifastöðum í læknastétt og innan læknadeildar HÍ. Það er mikilvægt fyrir okkur í félaginu að kanna betur þessi mál og halda uppi jafnréttisumræðu í læknastétt eins og gert er í flestum öðrum stéttum. I hverri sérgrein fyrir sig eru oft mjög fáar konur allt niður í eina, aðeins í örfáum sérgreinum eru margar konur. Því er enn mikilvægara að tengja saman konur úr hinum ýmsu sérgreinum læknisfræðinnar til að halda uppi neti kvenna í læknastétt." Viröingarstiginn - í hvaö þrepi? Hver eru helstu verkefni ykkar fram til þessa í félag- inu? „Við höfum verið að þjappa okkur saman og móta starfið. Mjög lítið er til af tölfræðilegum upplýsingum um konur í læknastétt og langar okkur að bæta úr því. Við höfum fengið ýmsa fyrirlesara til okkar til að segja okkur frá ýmsum verkefnum sem eru í gangi og á því hefur verið gífurlegur áhugi. Þóranna Jónsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík kynnti verkefnið Auður í krafti kvenna síðastliðið vor. Það var mjög fróðlegt fyrir okkur að fá þær upplýsingar sem þar komu fram, eins og til dæmis muninn á því hvernig konur og karlar reka fyrirtæki. Þorgerður Einarsdóttir félagsfræðingur hélt erindi á stofnfundi vorið 1999, en hún varði doktorsritgerð við Gautaborgarháskóla fyrir fáeinum árum, þar sem hún var að rannsaka lækna sérstaklega. Erindi hennar hét: Karlar eru þar sem virðingin er mest. Um sérgreinaval lœkna. Hún fjallaði um það hvernig læknar raða sjálfum sér í virðingarröð. Konur og karlar raða læknum nákvæm- lega eins í virðingarstigann, en hins vegar virðast konur oftar velja sér sérgreinar sem eru neðar í stiganum. Fyrst héldu menn að konur veldu sér frekar fög þar sem lítið er um vaktir, en svo kom í ljós að svo er ekki. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir læknir hélt fyrirlestur á aðalfundi í nóvember 1999 um Women's health og Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hélt fyrir- lestur á síðasta aðalfundi sem bar heitið Mörg hlutverk. Mjög áhugaverðir báðir þessir fyrirlestrar. Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir kynnti slíðastliðið vor skýrslu sem hún vann að ásamt öðrum um heilsu- far kvenna á Islandi á vegum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, en það efni er nú tiltækt í bæklingi og á vefi ráðuneytisins. Það var mjög fróð- legt að hlusta á þessa kynningu. Samantekt þessa bæklings byijar á eftirfarandi setningu: „Ýmis ytri einkenni benda til þess að viðbrögðum heilbrigðis- þjónustu við umkvörtunum kvenna sé ábótavant." Sett eru fram fjögur meginatriði sem þarf að vinna að. Auk þess leggur nefndin það til að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra samþykki þau meginatriði sem eru í skýrslunni og skipaður verði verkefnisstjóri til að hrinda í framkvæmd tillögum nefndarinnar. Þessu munum við að sjálfsögðu fylgjast með. Nú nýlega, á jólafundinum okkar, heiðruðum við elstu núlifandi konu í læknastétt, Ragnheiði Guð- mundsdóttur augnlækni, en hún hélt fyrirlestur um læknanám fyrir 60 árum. Mjög fræðandi og skemmti- legur fyrirlestur. Við fengum læknana Margréti Guðnadóttur og Unni Pétursdóttur til okkar á jóla- fundinn í fyrra, en þær eiga flestar heimildir í vísinda- ritum íslenskra kvenna í læknastétt. Þær eru báðar vísindakonur, önnur hér á íslandi og hin í Banda- ríkjunum. Það var mjög fróðlegt að heyra þær bera saman hvernig er að vera vísindakona á íslandi og í Bandaríkjunum. Það getur verið erfitt að stunda vísindi og þurfa svo að vera frá um tíma, til dæmis vegna barneigna eða ef konur velja að vera heima um tíma. Það er ekki alltaf auðvelt að koma aftur inn í fagið. Þegar ég tók þátt í vísindaneti kvenna í Svíþjóð þá ræddum við um þörfina fyrir launaða vísinda- mánuði sem var hægt að sækja um á Karolínska og nýttust mjög vel til vísindavinnu og að það vantaði fleiri sérstakar vísindastöður fyrir konur og karla í læknastétt sem vildu vera eingöngu í vísindum. Þessi atriði eru sýnishorn af þeim fjölmörgu sem við höfum tekið fyrir. Þetta er mjög uppbyggilegur og skemmti- 140 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.