Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KONUR í LÆKN ASTÉTT Tafla VII. Hlutfall karla og kvenna í stööum lækna á Landspítalanum í desember 2000*. Starfsheiti Konur(%) Karlar (%) Samtals n Aöstoöarlæknir (45) (55) 31 Deildarlæknir (41) (49) 98 Læknir meö sérmenntun (23) (77) 294 Yfirlæknir (5) (95) 66 Forstööulæknir (5) (95) 22 Lækningaforstióri (100) 1 * Upplýsingar frá starfsmannasviöi Landspítala. heimilis- og heilsugæslulækningar (51%), kvensjúk- dómalækningar (49%), geðlækningar (48%), svæf- ingalækningar (38%), barnalækningar (36%), karl- þéttar-lyflækningar (20%), röntgen- og rannsókna- stofulækningar (15%) og skurðlækningar (8%). Ekki liggja fyrir samanteknar upplýsingar um sérgreinaval lækna almennt en í töflu VI má sjá sérgreinaval kvenna í læknastétt á íslandi. Upplýsingarnar eru frá LI frá árinu 2000 og miðast við sérfræðiviður- kenningar veittar á Islandi. Erindi sem erfiöi? Flestir læknar starfa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar litið er til þess hvaða störfum þeir gegna á stærsta vinnustað landsins, Landspítalanum, sést að munur- inn milli kynjanna er mestur í eldri aldurshópunum, í stöðum sérmenntaðra lækna, yfirlækna og forstöðu- lækna en minni í hópi aðstoðar- og deildarlækna eins og sést á töflu VII. Flestir eru í fullu starfi en læknar með sérmenntun eru helst í hlutastarfi. Áskorun til framsýnna stjórnenda Það er ljóst af þeim tölulegu upplýsingum sem hér hafa verið kynntar að svipaðar breytingar eru að verða á kynjahlutföllum í læknastétt hér á íslandi eins og þegar hafa orðið víða í nágrannalöndum okkar. Þar hafa læknafélög og stjórnendur heilbrigðis- stofnana brugðist við breytingum með ýmsum hætti til að tryggja eðlilega þróun heilbrigðisþjónustunnar og nýtingu mannaflans. Það voru lengi viðhorf þjóðfélagsins og kvenna sjálfra sem réðu því að þær fóru fáar í læknanám og enn færri leituðu eða fengu frama í starfi. Hlutverk móður og húsmóður þótti illa samrýmast jafn krefjandi starfi þannig að margar þeirra sem náðu langt kusu að vera einhleypar. Margt hefur breyst síðan þá en staðreyndin er samt sú að á sama skeiði ævinnar þegar flestir hasla sér völl og fóta sig á starfsvettvangi læknisfræðinnar eiga flestar konur börn sín. Starfsþjálfun og sérmenntun er því oft undir álagi mikillar vinnu og fjarvista frá heimili fyrir unga foreldra og veldur aukaálagi á margar konur í læknastétt. Stjórnendur og vinnuveitendur beina nú sjónum sínum í æ ríkara mæli að mikilvægi þess að vinnandi fólk nýti krafta sína og þekkingu í jafnvægi og sátt við hlutverk sitt innan fjölskyldu. Það er í anda þeirrar stefnu og viðhorfsbreytingar að nýlega voru sett lög á Alþingi um aukinn rétt foreldra til fæðingarorlofs. Læknafélag Islands brást vel við á árunum 1990- 1991 eins og kom fram hér að ofan og hafði í huga sérstakar aðgerðir sem nauðsynlegar væru til að tryggja læknum jafnrétti til að nýta menntun sína og samfélaginu öruggt framboð læknisþjónustu. Ekki varð beint framhald á þeirri viðleitni og síðan hefur verið stofnað sérstakt félag kvenna í læknastétt á íslandi innan LÍ (FKLÍ) á árinu 1999. í því eru nú um 80 félagar. Hliðstæð félög hafa verið til í áratugi á hinum Norðurlöndunum og víðar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Því er spáð að þörf verði fyrir enn fleiri lækna í náinni framtíð en nú eru brautskráðir úr læknadeild til að sinna þeim kröfum sem gerðar eru um nútímalega heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa lokið löngu námi og mikilvægt er að þekking þeirra nýtist samfélaginu. Þær öru breytingar sem eru að verða á nýliðun í læknastétt á íslandi hvetja því til endur- skoðunar í þeim anda sem réði viðbrögðum stjórnar LÍ í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Það er trú mín að framsýn stjórn LI muni svara þessu kalli tímans og eiga frumkvæði að stefnumörkun fyrir félagið og einnig að samstarfi um þessi mál við læknadeild og stjórnendur heilbrigðisstofnana. Heimildir 1. Hannesdóttir H. Staða kvenna í læknastétt á íslandi. Læknaneminn 1989; 42: 59-62. 2. Agnarsdóttir G. Ráðstefna um stöðu kvenna í læknastétt haldin 7. mars 1991 á vegum Læknafélags íslands í Borgartúni 6. Læknablaðið/Fréttabréf lækna 1991; 9 (7): 2-4. 3. Einarsdóttir Þ. Lákaryrket i förándring. En studie av den medicinska professionens heterogenisering og könsdifferentiering [monografi nr. 63]. Göteborg: Sociologiska institutionen, Göteborgs universitet; 1997. 4. Einarsdóttir Þ. Leyndardómar læknastéttarinnar - kynbundð val lækna á sérgreinum. Bryddingar. Um samfélagið sem mannanna verk. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla íslands og Háskólaútgáfan; 2000. 144 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.