Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 8

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 8
FRÁ RITSTJÓRN vandamál, eins og hjá ýmsum öðrum sérgreinum innan læknisfræðinnar. Þannig eru mun færri sem sækja um lausar stöður heilsugæslulækna en áður var og sumar stöður tekst vart að manna. Afar erfitt er að fá lækna til afleysinga sem gerir það að verkum að undirmönnunin verður mun sýnilegri. Nokkur hópur heimilislækna hefur á síðustu árum ákveðið að hverfa til annarra starfa. Þessir heimilislæknar hafa ákveðið að læra nýja sérgrein, til dæmis geðlæknis- fræði eða endurhæfingu og telja hag sínum betur borgið þannig. Þetta er auðvitað verulegt áhyggjuefni en lýsir þó nokkuð vel stöðu mála innan heilsu- gæslunnar. Hvað er til ráða? Það er Ijóst að málið snýr fyrst og fremst að heilbrigðisyfirvöldum. Fjölga þarf heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu þannig að hver læknir sinni um það bil 1.500 manns. Jafnframt þarf að stokka algerlega upp kjör heimilislækna þannig að þau verði sambærileg við kjör annarra sérfræðilækna. Það væri unnt að gera með því að gefa heimilislæknum, eins og öðrum sérfræðingum, mögu- leika á að starfrækja eigin stofu. Heimilislæknar sem væru í vinnu á heilsugæslustöðvum gætu þannig unnið, eins og aðrir sérfræðingar, einhvern hluta vikunnar á eigin stofu, eða samið um aðstöðu á heilsugæslustöðinni þar sem þeir vinna, kjósi þeir svo. Laun þeirra yrðu þannig samsett á sambærilegan hátt og laun annarra sérfræðilækna, það er föst laun og svo laun vegna stofureksturs frá TR. Á þann hátt myndi tvennt vinnast, annars vegar bætt kjör fyrir heimilislækna og þannig yrði starfið eftirsóknar- verðara og hins vegar meiri afköst. Sú hugmynda- fræðilega vinna um framtíðarsýn og fleira sem Heilsugæslan í Reykjavík hefur farið út í er að ýmsu leyti jákvæð. Hún getur vafalaust skerpt á þeim atriðum og þeirri sýn sem menn hafa á heilsu- gæslunni í náinni framtíð. Ekki verður hins vegar séð hvernig aðgengi og biðtímar styttist við þessa vinnu og ljóst að fleira þarf að koma til. Huga þarf að breytingum á reglum um fjöldatakmarkanir í lækna- deild. Fyrir 10-15 árum voru útskriftarhópar í lækna- deild 50-64 manns. í dag ætti því að vera unnt að útskrifa 50 læknakandídata á hverju ári. Ekki dugir fyrir heilbrigðisyfirvöld að skella skollaeyrum við þessu. Ef það er raunverulegur vilji yfirvalda að hafa heilsugæslu sem stendur undir nafni er nauðsynlegt að bretta upp ermarnar og ljúka uppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu. Jafnframt þessu þarf að sjálfsögðu að tryggja landsbyggðinni örugga og stöðuga heilsu- gæslu til framtíðar. Hugsjónin um heildræna, sam- fellda þjónustu sérmenntaðra lækna í heimilis- læknisfræðum er gott veganesti að hafa á þeirri leið sem framundan er. Hætt er við að hugsjónin ein verði þó í versta falli berjanesti eitt fyrir heilsugæsluna ef heilbrigðisyfirvöld sýna ekki í verki þann vilja og þann metnað sem birtist í lögum og reglugerðum sem lúta að heilsugæslunni. OXIS® TURBUHALER® Draco, (960107) INNÚÐADUFT; R 03 A C 13 Hver mældur skammtur inniheldur: Formoterolum INN, fúmarat tvíhýdrat 6 mfkróg, sem samsvarar 4,5 míkróg/úðaskammt eða 12 míkróg sem samsvarar 9 míkróg/úðaskammt, Lactosum, einhýdrat. Eiginleik- ar: Verkunarháttur: Formóteról er öflugur sértækur beta2-örvi sem veldur slökun á sléttum vöðvum í berkjum. Formóteról hefur þess vegna berkjuvflckandi áhrif hjá sjúklingum með tímabundna þrengingu í öndunarvegum. Berkjuvíkkun hefst fljótt, innan 1-3 mín. eftir innúðun og verkunarlengd er að meðaltali 12 klst. eftir einn skammt. Lyfjahvörf: Frásog: Innúðað formóteról frásogast hratt. Hámarksþéttni í plasma næst um 15 mín. eftir innúðun.í rannsóknum hefur komið fram að meðalmagn af formóteróli sem berst til lungna eftir innúðun með Turbuhaler-tæki er um 21-37% af mældum skammti. Heildaraðgengi (sý- stemískt) fyrir það magn sem berst til lungna er um 46%. Dreifing og umbrot: Plasmapróteinbinding er um 50%. Formóteról er umbrotið með beinni glúkúróníðtengingu og O-afmetýleringu. Ensímið sem veld- ur O-afmetýleringu hefur ekki vcrið greint. Heildarplasmaklerans og dreifingarrúmmál hafa ekki verið á- kvörðuð. Útskilnaður: Formóteról skilst að mestu leiti út sem umbrotsefni. Eftir innúðun, útskilst 6-10% af gefnum skammti í þvagi á óbreyttu formi. Um 20% af skammti gefnum í æð skilst út í þvagi á óbreyttu formi. Lokahelmingunartími eftir innúðun er áætlaður 8 klst. Abendingar: Einkenni um berkjuþrengingu hjá sjúklingum með astma. Oxis Turbuhaler má gefa til að lina berkjuþrengingu þegar meðferð með barksterum hefur ekki reynst árangursrík. Frábendingar: Ofnæmi fyrir formóteróli. Meðganga og brjóstagjöf: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá konum á meðgöngutíma. í dýrarannsóknum á for- móteróli hefur það valdið fylgjulosi sem og dregið úr lífslíkum nýbura og fæðingarþyngd. Þessi áhrif komu fram við talsvert hærri þéttni lyfsins en fást við klíníska notkun Oxis Turbuhaler. Þar til frekari upplýsing- ar liggja fyrir skal einungis nota Oxis Turbuhaler á meðgöngutíma að vel íhuguðu máli. Ekki er vitað hvort formóteról berst í brjóstamjólk kvenna. Oxis Tubuhaler skal því ekki gefa konum með bam á bijósti. For- móteról hefur fundist í litlu mæli í mjólk rotta. Varúð: Astmasjúklingar, sem þurfa meðferð með beta2- örva, ættu einnig að fá hæfilega bólgueyðandi meðferð með barksterum. Sjúklingum skal ráðlagt að taka á- fram bólgueyðandi lyf eftir að meðferð með Oxis Turbuhaler er hafin, jafnvel þó að dragi úr einkennum. Ef einkennin hverfa ekki, eða ef auka þarf skammta af beta2-örvum, bendir það til þess að sjúkdómurinn sé að versna og að endurmeta skuli astmameðferðina. Hvorki skal hefja meðferð né auka skammta við versnun sjúkdóms.Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skjaldvakaóhóf (thyrotoxicosis) eða alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma eins og blóðþurrðar hjartasjúkdóma (ischemic heart diseases), hraðsláttarglöp (tachyarrhythmias) og alvarlega hjartabilun. í byrjun er mælt með tíðari blóðsykursmælingum hjá sykur- sjúkum vegna hættu á blóðsykurshækkun af völdum beta2-örva. Alvarleg kalíumþurrð getur orðið við beta2-örva meðferð. Sérstakrar varúðar skal gæta hjá sjúklingum með bráðan alvarlegan astma, þar sem sú hætta sem er til staöar getur aukist við súrefnisskort (hypoxia). Kalíumþurrð getur aukist við samtímis mcðfcrð með xantínafleiðum, sterum og þvagræsilyfjum. Þess vegna skal fylgjast með kalíumgildum í sermi. Oxis Turbuhaler inniheldur 450 pg af mjókursykri í hverjum skammti. Þetta magn hefur venjulega ekki í för með sér hættu fyrir sjúklinga með mjólkursykuróþol. Engin gögn eru fyrirliggjandi um notkun Oxis Turbuhaler hjá bömum. Áhrif skertrar lifrar- eða nýmastarfsemi á lyfjahvörf formóteróls og lyfja- hvörf hjá öldruðum eru óþekkt. Þar sem brotthvarf formóteróls byggist aðallega á umbrotum má búast við hærri gildum hjá sjúklingum með alvarlega skorpulifur. Aukavcrkanir: Algengar (>!%): Miðtaugakerfi: Höfuðverkur. Hjarta- og æðakerfi: Hjartsláttarónot. Beinagrindarvöðvar: Skjálfti. Sjaldgœfar (0,1-1%): Miðtaugakerfi: Æsingur, eirðarleysi, svefntmflanir. Beinagrindarvöðvar: Vöðvakrampar. Hjarta- og œðakerfi: Hraðsláttur. Mjög sjaldgæfar (<0,1 %): Húð: Útbrot, ofsakláði. Öndunarvegir: Berkjusamdrátt- ur. Efnaskipti: Kalíúmþurrð/blóðkalíumhækkun. Skjálfti og hjartsláttarónot geta komið fram en em venju- lega væg og minnka við áframhaldandi notkun. Eins og við á um alla meðferð með innúðalyfjum, getur þverstæður (paradoxial) berkjusamdráttur komið fram í einstaka tilvikum. Milliverkanir: Engar sértækar rannsóknir á milliverkun hafa verið gerðar á Oxis Turbuhaler. Samtímis meðferð með öðmm adrenvirkum lyQum getur aukið óæskileg áhrif Oxis Turbuhaler. Samtímis meðferð með xantínafieiðum, stemm eða þvagræsilyfjum geta aukið hættuna á kalíumþurrð við notkun beta2-örva. Kalíumþurrð getur aukið hættu á hjartsláttartruflunum hjá sjúklingum á meðferð með digitalis. Kínidín, dísópýramíð, prókaínamíð, fentíazín, andhistamín (terfenadín) og þríhringlaga geðdeyfðarlyf geta lengt QT-biIið og aukið hættu á sleglahjartsláttartmflunum. Beta-blokkarar geta dregið úr eða komið í veg fyrir verkun Oxis Turbuhaler. Oxis Turbuhaler skal þess vegna ekki gefa samtímis beta-blokkumm (þ.m.t. augndropar) nema brýna nauðsyn beri til. Ofskömmtun: Engin reynsla er á meðferð ofskömmtunar. Að líkindum leiðir ofskömmtun til áhrifa sem em einkennandi fyrir beta2-örva: Skjálfti, höfuðverkur, hjart- sláttarónot og hraðsláttur. Lágþrýstingur, efnaskiptablóðsýring (metabolic acidosis), kalíumþurrð og blóð- sykurshækkun geta einnig komið fyrir. Veita skal stuðningsmeðferð og meðferð gegn einkennum. Skammtastœrðir handa fullorðnum: Venjulegir skammtar: 4,5-9 pg einu sinni til tvisvar á dag. Skammt- inn má gefa að morgni og/eða að kvöldi. Skammt að kvöldi má gefa til þess að koma í veg fyrir að sjúk- lingur vakni vegna einkenna næturastma. Sumir sjúklingar geta þurft 18 pg einu sinni eða tvisvar á dag. Forðast skal stærri skammta en 18 pg. í klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að verkunarlengd lyfsins er um 12 klst. Ávallt skal leitast við að gefa Iágmarks skammt sem verkar. Skammtastcerðir handa börnum: Engin gögn eru fyrirliggjandi um notkun Oxis Turbuhaler hjá bömum. Athugið: Oxis Turbuhal- er er tæki sem er drifið með innöndun. Það þýðir að þegar sjúklingur andar að sér í gegnum munnstykki tækisins berst lyfið með innöndunarloftinu til loftvega. Mikilvægt er að leiðbeina sjúklingum um að anda kröftuglega og djúpt að sér í gegnum munnstykkið til þess að tryggja hámarksskammt. Þar sem lítið magn af lyfmu er gefið í hveijum skammti, er mögulegt að sjúklingur finni hvorki bragð né verði á annan hátt var við lyfið við gjöf. Upplýsingar um lyfið fylgja hverri pakkningu þess. Geymsla: Lyfið skal geyma í um- búðunum vandlega lokuðum. Pakkningar og verð: Innúðaduft 4,5 míkróg/úðaskammt: 60 úðaskammtar í Turbuhaler-úðatæki. Kr. 3.751. Innúðaduft 9 míkróg/úðaskammt: 60 úðaskammtar í Turbuhaler-úðatæki. Kr. 4.527. Umboð á íslandi: Pharmaco hf. AstraZeneca Hörgatúni 2, 210 Garðabær Sími: 535-7151 Fax: 565-7366 104 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.