Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 15
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 15 Thomas Möller segir að allir þekki þá góðu tilfinningu sem fylgir því að upp­ götva nýja tækni sem virkar strax. Hann nefnir sem dæmi far símann, tölvupóstinn, mynda ­ vél í símanum, google­leitarvél­ ina eða excel­reikninn. „Þetta virkaði strax og nýttist um leið. Þannig virkaði strax að greiða reikninga í netbanka og bensínkaup í sjálfsala og svo er hægt að kaupa leikhúsmiða og tónlist á netinu. Þá virkaði strax að fá kvikmyndir leigðar í gegnum netið.“ Thomas bendir á að um 95% ferðamanna kaupi flugmiða og leigi bílaleigubíla í gegnum netið eftir að leitarvélar hafa fundið ódýrasta kostinn. „Rástímar í golfi eru nú bókaðir á netinu, samskipti eflast með Facebook, tengslanetið batnar með Linked­ in og ókeypis símtöl eru orðin sjálfsögð með Skype. Þannig á tæknin að hjálpa okk­ ur og við sjáum strax hvað virkar. Milljónir manna um allan heim hlusta á hljóðbækur í símanum og lesa rafbækur á skjánum og sjónvarps­ og útvarpsefni fer í auknum mæli í gegnum netið og dagblöðin eru í auknum mæli orðin netmiðlar. Rafknúnir bílar munu í auknum mæli sjást á götum, enda virka þeir strax. Það sem er tímanna tákn í dag er þessi nýja tækni sem stöðugt kemur á óvart og nýtist strax.“ tHomas mölleR – framkvæmdastjóri Rýmis STJÓRNUN Ásmundur Helgason segir að hugtakið „mörk un“ (e. branding) sé mikið í umræðunni, t.d. á vörumerkinu Ísland. Hann segir að sterkt vörumerki með skýra mörkun geri ýmislegt fyrir þá sem eiga það. „Það verður auðveldara að bera kennsl á framleiðandann og uppruna vörumerkisins. Þetta skapar samkeppnisfor­ skot með ýmsum hætti. Ef vörumerkið er sterkt er kannski svigrúm fyrir hærra verð – eftir því sem vörumerkið er „sterk­ ara“ er kannski auðveldara að koma skýrum skilaboðum til skila um ákveðin gæði. Eitt hlutverk sterks vöru merkis er að koma upp einhvers konar aðgangshindrunum inn á markaðinn sem það starfar á. Það eru því greinilega margir kostir við sterk vörumerki. Ef maður veltir fyrir sér hlutum sem Íslendingar kaupa núna að hausti þá er til dæmis ekki mikil aðgreining milli vöru merkja í vetrardekkjum – það eru meira en tuttugu ólík vörumerki að keppa á dekkjamarkaðinum – stílabókum eða skólatöskum. Það eru tækifæri fyrir seljend­ ur á þessum mörkuðum að skapa vörumerki sínu sterka aðgreiningu og sterka mörkun á sinni vöru, samkeppnisfor­ skot, tryggð viðskiptavina og jafnvel hærra verð.“ Sterkt vörumerki skapar samkeppnisforskot ÁsmunduR Helgason – markaðsfræð ingur hjá dynamo AUGLÝSINGAR Hvað eiga Lamar Muse, Howard Putnam, Herb Kelleher og Gary Kelly sameiginlegt? Þeir kump ánar hafa allir verið í for ­ sæti bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að félagið hefur verið rekið með hagnaði í fjörutíu ár samfellt. Það er ekk ert smáafrek í bandarískum flugiðnaði sem hefur á köflum mátt búa við rekstrarerfiðleika og gjaldþrot. Herb er óneitanlega aðalmað ­ urinn en hann tók þátt í að stofna fyrirtækið, hvers viðskipta­ hug mynd var hripuð niður á servíettu á matsölustað. Tímabil töflureikna og hnausþykkra Power Point­glærupakka var ekki runnið upp. Og þeir stofn­ endurnir höfðu einfaldan smekk: Fljúga með farþega beint á milli staða (point­to­point), bjóða takmarkaða þjónustu og nota eina gerð flugvéla. Flugvélar fyrirtækisins eru gríðarlega vel nýttar og í upphafi níunda ára ­ tug arins setti fyrirtækið fram, í frjáls legri þýðingu, slagorðið „Tíu mínútna tangó“. Ofurá hersla var lögð á að koma far þegum frá borði, fylla vélarn ar aftur og ýta frá stæði á ör skömm um tíma. Forveri Herbs í starfi, Howard Putnam, setti fram í nokkrum liðum grundvallaratriði í rekstri fyrirtækisins. Á þeim rúmu þrjátíu árum sem síðan eru liðin hafa fáar vinnureglnanna breyst að ráði. Eitt af því sem breyttist var að vikið var frá reglunni um að gera ekki samstarfssamn­ inga við önnur flugfélög þegar Southwest gerði samning við Icelandair árið 1996. Herb sjálfur var uppfinninga ­ sam ur í starfi og byggði upp og hlúði að góðum fyrirtækjabrag. Starfsfólkið var honum hugleikið og eitt sinn þegar stórbokkar í viðskiptafræðum spurðu hvað kæmi fyrst í rekstrinum – hlut­ hafar, viðskiptavinir eða starfs­ fólk – svaraði Herb því til að það væri starfsfólk og ef hlúð væri að því kæmi hitt af sjálfu sér. Sú saga er sögð af Herb að hann hafi eitt sinn vísað farþega úr vél fyrirtækisins með þeim orðum að starfsfólkið ætti ekki skilið að hafa svo leiðinlegan farþega um borð.“ loftuR ólafsson – sjóðstjóri hjá sameinaða lífeyrissjóðnum ERLENDI FORSTJÓRINN Fljúgum hærra Þetta virkar! „Það verður auð - veld ara að bera kennsl á fram leið - andann og upp runa vöru merkisins. Þetta skapar sam - keppnis for skot með ýmsum hætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.