Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 14
4 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR máttu ganga í Þjóðvarnarliðið, en urðu sjálfir að leggja sér til einkennisbúningana og kusu sjálfir liðsforingja í liinar lægri tign- arstöður. Loðvík Filippus var yfirforingi þessa borgaralega hers, sem hann taldi óskeikulasta mælikvarða á vinsældir sínar og lýð- hylli. Eftir 1840 kaus konungur þann kostinn að lialda aldrei liðs- könnun með Þjóðvarnarliðinu, því að honum leizt ekki orðið á skap manna sinna. Loðvík Filippus mátti fljótt sanna það, að hin pólitíska eindrægni, er markaði valdatöku hans, var eingöngu á yfirborðinu og fékk vart hulið þverhrestina í þjóðfélagi Frakklands. Flokkur sá, sem hafði komið honum til valda, Orléanistaflokkurinn, klofnaði í tvennt, Hœgri miðjlokk undir forustu Guizots, og Vinstri miðjlokk, er hlýddi leiðsögn Thiers. Báðir þessir menn voru nafntogaðir sagn- fræðingar og fulltrúar franskrar háborgarastéttar, hvor á sína vísu, þótt þeir ættu ekki lund saman og væru hvor öðrum mótsnúnir. En báðir voru þeir jafnsannfærðir um það, að saga Frakklands hefði öll stefnt í þá átt að búa í haginn fyrir völd hinnar menntuðu stór- horgarastéttar, en lágstéttirnar skyldu aðeins vera þöglir statistar á sviðinu. A hvora hönd þessara tveggja stuðningsflokka hins borg- aralega konungsveldis Loðvíks Filippusar voru konungssinnar hinn- ar réttbornu Bourbonaættar og hinn gamli frjálslyndi flokkur Bour- bonatímabilsins 1815—1830, er þorði þó ekki að kenna sig við lýðveldið, en kallaðist Vinstrisiiinaður konuiigsjlokkur. Lýðveldisjlokkuritiii franski, sá er staðið hafði að júlíbylting- unni, klofnaði einnig í tvennt, hægri og vinstri flokk. Hœgri jlokk- urinn var lýðveldisflokkur, er var andvígur þjóðfélagslegum breyt- ingum og stefndi að óbreyttu lýðveldisstjórnarfari. Málgagn þessa flokks var franska stórblaðið „National“, fáni hans var þríliti fán- inn, fáni byltingarinnar 1789, Napóleons I. og Loðviks Filippusar. Vinstri lýðveldisjlokkurinn áleit lýðveldið eingöngu tæki til að koma á róttækum félagslegum breytingum. Hann kallaði sig því einnig „Jijóðfélagslega jlokkinn“, en var annars mjög sundurleitur að allri gerð og skoðunum. Málgagn þessa flokks var blaðið „Réforme“, og fáni hans var rauði fáninn, fáni hinnar félagslegu byltingar. Flokkur þessi stjórnaði leynifélögunum, er jafnan voru fús til að stofna til götubardaga og byltinga. Uppreisnir þessara leynifélaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.