Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 16
6 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fleti í leyndum híbýlum, þá er hann hin skuggalega hetja, sem mikið hlutverk fellur í skaut í harmleik nútímans, þótt um stundarsakir sé, og híður aðeins eftir kallorðinu til að ganga fram á sviðið.“ 3. Hinn 27. janúar 1848 sagði Alexis de Tocqueville, frægur fransk- ur sagnfræðingur og fulltrúi á þingi, þessi orð, er liann beindi til Guizots forsætisráðherra og stjórnarliðsins: ..Getið þér á þessari stundu gert yður nokkrar vonir um morgundaginn? Hafið þér nokkra hugmynd um, hvað verða muni að ári liðnu, eða að mánuði liðnum, eða jafnvel hvað næsti dagur muni bera í skauti sér?“ Slíkar spurningar röskuðu ekki ró Guizots og manna hans í ríkis- stjórn. Þeir sátu sem fastast í ráðherrastólunum með öruggan þing- meirihluta að baki sér. Á þinglegum grundvelli var ekki liægt að fella stjórnina, svo vel hafði hún hreiðrað um sig í hinum fámenna kjósendahópi. Það var því ekki annars kostur en að láta leikinn berast út fyrir véhönd þingsins. Og það var gert. Flokkur vinstrisinnaðra konungsmanna hafði 1847 tekið upp þann sið að halda pólitískar veizlur, þar sem minni voru drukkin og ræður haldnar fyrir rýmkun kosningaréttarins. í ársbyrjun 1848 hafði verið ákveðið að halda eina slíka veizlu í París, en innan- ríkisráðherrann hafði bannað veizluna. Fulltrúar andstöðuflokk- anna á þingi höfðu mótmælt þessu, og veizlunefndin skoraði á verkamenn og stúdenta að taka á móti þingfulltrúunum, en þá bann- aði stjórnin allar hópgöngur í París. Báðir lýðveldisflokkarnir hreyfðu mótmælum gegn þessu, en aflýstu veizlunni. Allt virtist því ætla að falla í ljúfa löð, er hinir opinberu andstöðuflokkar kvöddu menn til að hlýða banninu. Hinn 22. febrúar hafði veizlan átt að standa. Kuldi var um daginn og ísing, en kl. 10 um morguninn höfðu verkamenn farið að tínast saman á Madeleinetorgi. Köll og hróp kváðu við: Niður með Guizol! Niður með konunginn! Lifi stjórnarbótin! Þessi lýður var með öllu leiðtogalaus. Þar sást eng- inn foringi úr þingflokkum stjórnarandstöðunnar, og foringjar lýð- veldissinna, Louis Blanc og Ledru-Rolliri, er voru í ritstjórn blaðs- ins Réforme, voru þar ekki heldur staddir. Þeir höfðu þegar óttazl afleiðingar lýðkvaðningar sinnar. En þessi óvopnaði og foringja-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.