Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 17
FYRJR HUNDRAÐ ÁRUM 7 lausi lýður fékk þó áorkað því. sem þingflokkum stjórnarandstöð- unnar hafði ekki tekizt i átta ár: að steypa ráðuneyti Guizots. Hinn 23. febrúar fékk Guizot lausn í náð. Fljótt á litið virtust viðburðirnir 22. febrúar ekkert óvenjulegir, aðeins smávægilegar götuóeirðir, enda skrifar lögreglustjóri Par- ísar aðfaranótt 23. febrúar í dagbók sína, að slíkt uppþot sé bezt að láta verða sjálfdautt. En margt hafði þó borið nýrra við. Her- mennirnir, sem áttu að ryðja göturnar, er lágu að löggjafarsam- komunni, höfðu sýnt hópgöngumönnunum samúð, og fótgönguliðið í Marignygötu hafði látið undan síga, er lýðurinn nálgaðist. Það var sýnt, að hernum varð ekki beitl gegn uppþotsmönnum. Þá kvaddi ríkisstjórnin Þjóðvarnarliðið sér til aðstoðar, hinn borgara- lega her júlíbyltingarinnar. En það fór á sömu leið. Þjóðvarnar- liðið fékkst ekki til að berjast gegn lýðnum. Þegar svo var komið1, að herinn, Þjóðvarnarliðið og alþýðan höfðu gert með sér þegj- andi bandalag af óljósri jjólitískri eðlisávísun, þá gat enginn mann- legur máttur bjargað konungdæmi Loðvíks Filipjjusar. Reyndar var það reynt. Flokkur konungs leitaðist við að mynda samsteypustjórn hægrimanna, en er þau tiðindi spurðust, urðu árekstrar milli múgs- ins og konunghollra liðsveita í Capusínagötu. Herinn drap 23 menn, og voru líkin sett upp á vagn og ekið með þau um borgina. Blys voru á lofti, er lýðurinn ók líkum manna sinna um París og hróp- aði: Hejnd! Til vopna,! Nú var ekki lengur hrópað á stjórnarbót. Liji lýðveldið! kvað við á öllum götuhornum. Hið nýja ráðuneyti konungs hvarf af sviðinu eins hljóðlega og það hafði komið. Þá hað konungur foringja Vinstri miðflokksins, Thiers, að mynda stjórn, og gerði hann það með jrví skilyrði, að Jsing yrði rofið og jjjóðsamkoma kvödd saman með frjálsari kosn- ingarétti. En Jjetta ráðuneyti kom einnig of seint í heiminn. Bylt- ingamenn götunnar höfðu nú fengið sína foringja, róttæka blaða- menn við Réforme og leiðtoga lýðræðisklúbbanna. Um 1500 götu- vígi höfðu verið reist víðs vegar um borgina, og sums staðar var rauði fáninn, merki hinnar félagslegu byltingar, dreginn við hún. Uppreisnarmenn rændu vopnasmiðjur og herhúðir, ávörp voru prentuð, þar sem skorað var á lýðinn að hefja allsherjar sókn. Um sólris hinn 24. febrúar voru allir miðhlutar Parísar í höndum upp-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.