Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 19
KYRIK HUNDRAÐ ÁRUM 9 sagnfræðingurinn Lamartine, einn mælskasti og orðsnjallasti mað- ur Frakklands, en lítt fallinn til stjórnarforustu nema þegar allt lék í lyndi og eindrægnin ríkti ein. Og það skorti sannarlega ekki á eindrægni flokkanna þetta 24. febrúarkvöld, er París var ljósum skreytt eftir sigur lýðveldisins, og allar stéttir féllust í faðma. Bráða- birgðastjórnin bafði verið mynduð á grundvelli þess samkomulags, að lýðveldi yrði stofnað, er gengist fyrir félagslegum umbótum. Allar stéttir kepptust við að votta hver annarri hollustu sína. Roth- schild, hinn mikli auðkýfingur, skrifaði sig á söfnunarlista til styrkt- ar þeim, er særzt höfðu i bardögunum, og hertogaynjur Parísar stofnuðu félög til líknar fátækuin og vesölum. Herinönnum Loðvíks Filippusar var boðið að sverjast í fóstbræðralag við sigurvegarana úr lýðstéttinni. Klerkar kirkjunnar stökktu vígðu vatni á tré frels- isins, sem gróðursett voru víðs vegar um borgina. Þetta var stytzta og óblóðugusta bylting í sögu Frakklands. Þessari byltingu var lokið að kvöldi hins 24. febrúar. 4. En þegar slökkt hafði verið á hátíðablysum byltingarinnar, færð- ist grár veruleikinn aftur yfir land og lýð. Hin einhuga franska lýðveldisþjóð vaknaði að morgni hins 25. febrúar og sá, að hún skiptist í stéttir með andstæða hagsmuni. Og nú hófst nýr þáttur í leiknum. Þann dag gengu 80.000 verkamanna til ráðhússins undir rauðum fána, er vakti ógn og skelfingu meðal eignastéttanna. Lam- artine fékk friðað þá og fengið þá til að halda þrílita fánanum, en setja rauðan skúf á stöngina. Við sama tækifæri neyddi Louis Blanc Lamartine til að lýsa því yfir, að lýðveldið skyldi bæta réttinum til vinnu við þau mannréttindi, er lýðveldið mundi tryggja þegnum sínum. Með því móti gáfust bráðabirgðastjórninni nokkur setu- grið. En þremur dögum síðar fylkti verkalýðurinn enn liði til ráð- hússins og krafðist þess, að ný stjórnardeild yrði sett á stofn: ráðu- neyti jramjara og vinnu. Stjórnin varð við þessari kröfu á þann hátt, að skipuð var nefnd til að rannsaka hag verkalýðsins. Hafði nefnd þessi aðsetur í Luxembourghöll og voru sósíalistar bráða- birgðastjórnarinnar, Louis Blanc og Albert, formenn hennar. Nefnd

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.