Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 22
12 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAK úr vistinni. Verkamenn sendu stjórninni mótmælaskjal, þar sem þeir lýstu því yfir, að þá vantaði ekki viljann til að vinna, en þeir vildu vinna eitthvað, er til þjóðþrifa horfði. Stjórnin svaraði því til, að hún mundi loka þjóðvinnustöðvunum með valdi, ef á þyrfti að halda. Hinn 23. júní tóku verkamenn Parísar að reisa götuvígi í öllum verkamannahverfum. Þegar þessi tíðindi spurðust fékk Lamartine félaga sína í stjórninni til að leggja niður völd og fá þau í hendur hermálaráðherranum Cavaignac, frönskum herforingja, er lengi hafði gegnt herþjónustu í Afríku. Júníbardagarnir urðu blóðugri og mannskæðari en dæmi voru til í hinni klassísku borg götuvígj- anna. Lýðurinn hafði nokkur vopn, en Cavaignac hafði gert allar ráðstafanir til að sigra uppþotsmenn. Enginn hinna kunnu leiðtoga verkalýðsins hafði tekið forustu í þessari uppreisn. Þeir voru flestir flúnir eða í fangelsi. Lýðurinn var forustulaus, en barðist af mikill liugprýði í þrjá daga gegn ofurefli liðs, sem dregið hafði verið sam- an til Parísar. Þegar bardögunum lauk, lágu um 10 þúsundir manna særðir og fallnir í valnum, en fleiri liðsforingjar féllu í franska hernum en í nokkurri stórorustu Napóleons I. Yfir götuvígjunum blakti þríliti fáninn og rauði fáninn hlið við hlið. Á fánana voru skrifuð einkunnarorðin, sem hljómað liöfðu í febrúar: Skipulagn- úig vinnunnar! Réttur til vinnu! Her stjórnarinnar ruddist inn í verkamannahverfin í nafni siðmenningarinnar og eignarréttarins. Þar blöstu við augum hans vígorð uppreisnarmannanna krotuð á húsveggina: Virðið eignarréttinn! Dauði yjir þjófana! Svo mikla furðu vöktu þessi orð meðal sjónarvotta, er voru fjandsamlegir uppreisnarmönnum, að þeir gátu ekki stillt sig um að segja síðar frá þeim. En borgarastéttin letraði á húsveggi Parísar vae victis — vei hin- um sigruðu! Hefnd hennar var blandin óhemjuskap og ískaldri íhygli. Fangar voru skotnir án þess að taldir væru, þúsundir upp- reisnarinanna voru sendir í útlegð eða dæmdir í þrælkunarvinnu. Verkamenn urðu að tendra Ijós í gluggum sínum til að fagna eigin ósigri og niðurlægingu. Og hinar líknsömu hertogaynjur og yfir- stéttarkonur, sem gengið höfðu til gustukaverka í febrúar, óku nú í skrautlegum vögnum í júnísól um sundurtættar götur fátækrahverf-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.