Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 23
FYRIR IIUNDRAÐ ÁRUM 13 anna til að fá sér þægilegan taugahroll í þjáningum hins sigraða lýðs. 5. Hið „félagslega lýðveldi“ — la république sociale — var að velli lagt á þeirri stundu, er hinn borgaralegi lýðveldisflokkur fól Cavai- gnac framkvæmdarvaldið í hendur. Kröfurnar um félagslegt lýð- veldi voru að vísu ekki alltaf ljósar, og verkalýðurinn, sem bar þær fram, gerði sér ekki alltaf fulla grein fyrir því, hvað þær fólu í sér. Þrátt fyrir þetta voru þessar kröfur tundurskeyti, sem beint var að allri þjóðfélagsskipan borgarastéttarinnar, og borgarastéttin skildi þetta af næmri pólitískri eðlishvöt. Skipulagning vinnunnar gekk í berhögg við frjálsa samkeppni og stjórnieysi borgaralegra at- vinnuhátta. Rétturinn til vinnu þverbraut atvinnulögmál hins borg- aralega þjóðfélags, er fær ekki þrifizt til langframa án atvinnuleysis og viðskiptatruflana. Báðar þessar kröfur flæddu yfir bakka þess farvegs, sem borgarlegu þjóðfélagi er búinn af náttúrunnar hendi. Þær táknuðu verkalýðsbyltinguna í hvítavoðum. Og því taldi borg- arastéttin heppilegast að fela sveininn Heródesi til fósturs. En hvernig tókst sigurvegurunum að tryggja líf hins óbreytta franska lýðveldis — la république démocratique? Stjórnlagaþingið vann allt sumarið og fram á haust að samn- ingu stjórnarskrár handa lýðveldinu. Að hætti hinnar miklu frönsku byltingar 1789 samþykkti þingið yfirlýsingu, er vera skyldi for- spjall stjórnarskrárinnar: I návist drottins og í nafni þjóðarinnar hefur Frakkland gerzt lýðveldi. Meginreglur þess eru frelsi, jafn- rétti og bræðralag. Grundvöllur þess eru fjölskyldan, eignarréttur- inn og opinber regla. Þessum almennu meginreglum til uppfyllingar var lofað félagslegum umbótum, ókeypis barnafræðslu og jafnrétti verkamanna og atvinnurekenda. Fyrstu drög yfirlýsingarinnar voru fram borin í þinginu hinn 20. júní, og var þar svo að orði komizt, að „viðurkenndur væri réttur borgaranna til vinnu eða opinberrar hjálpar“. En eftir júníbardagann þótti þetta of djarft að orði kom- izt. Þegar yfirlýsingin var samþykkt í ágústmánuði, var ákvæði hennar breytt á þessa lund: Lýðveldinu er skylt með bróðurlegri hjálparstarfsemi að tryggja tilveru þurfandi meðhorgara, ýmist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.