Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 25
FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM 15 keisara franskra bænda atkvæði sín. Franskir bændur gleymdu Bonaparteættinni það seint, að Napóleon I. hafði tryggt þeim jarð- eignir þær, er franska byltingin liafði selt þeim í hendur úr vörzlu lénsstéttanna, aðals og klerka. Báðir flokkar konungssinna, Orléan- istar og Bourbonar, höfðu greitt Napóleoni atkvæði af hatri til Iýðveldisins. Margir verkamenn greiddu honum einnig atkvæði af hatri til Cavaignacs, sem þeir töldu rétlan og sléttan blóðhund og böðul. Hið furðulega fylgi sundurleitustu stétta við Napóleon styrkti hann í þeirri sannfæringu, er verið hafði hans pólitíska harnatrú, að hann væri borinn til keisaradóms á Frakklandi. Það var því sýnt, að hið nýja framkvæmdarvald franska lýðveldisins, for- setinn, mundi steypa lýðveldinu við fyrsla tækifæri. En hvernig fór hinum aðila hins franska lýðveldis, löggjafarþingi þess? I maímánuði 1849 var kosið nýtt löggjafarþing, er taldi 750 fulltrúa. Þar voru um 500 konungssinnar, er kosnir voru fyrir áhrif klerka og konunghollra borgara. Lýðveldisflokkur hægri manna, sá er hafði meirihluta á stjórnlagaþinginu, taldi nú aðeins um 70 fulltrúa, en aðrir lýðveldissinnar skipuðu sér i flokk „Fjallsins“, er svo var kallaður og dró nafn af hinum fræga flokki Jakobína í tíð hinnar miklu frönsku byltingar 1789. í flokk .,Fjallsins“ liöfðu sam- einazt allir þeir lýðveldismenn, er varðveita vildu lýðræðið, og þar höfðu leifar sósíalistanna fundið hæli. Á miðju ári 1849 var þá svo komið málum, að lýðveldið var að vísu uppi standandi, en bæði forseti og þing sátu á svikráðum við það. Það eitt, sem bjargaði lýðveldinu í bráð, var ósandyndi konungssinna. Hinir stríðandi flokkar konungsættanna beggja gátu aðeins komið sér saman um eitt: að riða niður hinar vesælu leifar lýðveldisflokkanna. Löggjaf- arþingið lét gera upptæk flokksblöð lýðveldissinna og skipaði að láta handtaka 33 þingfulltrúa þeirra. Ledru-Rollin varð að flýja land í júní 1849. Utgáfa blaða var takmörkuð með því að krafizt var 24.000 franka tryggingar, og stjórnarvöldin fengu heimild til að banna sölu blaða. I annan stað voru bannaðir allir pólitískir fundir. Árásum þessum var öllum beint fyrst og fremst að lýðveldissinn- um og skertu yfirleitt ékki athafnafrelsi annarra flokka en lýðveld- isflokkanna. En ekki voru andstæðingar lýðveldisins fyrr búnir að ganga frá

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.