Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 27
FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM 17 hennar og meginreglur voru lostnar banasári. í byltingum sínum hafði borgarastéttin boðað jafnrétti fyrir lögunum, jafnan rétt allra til pólitískrar starfsemi. Þessar jafnréttishugsjónir borgarastéttar- innar voru í fyllsta samræmi við það þjóðfélag, er hún hafði skap- að, þar sem frjálsir menn, jafnir að rétti, skiptast á vörum, og verkamaðurinn selur vinnuafl sitt svo sem hverja aðra vöru, jafn- frjáls að nafninu til auðmanninum sem kaupir hana. En furðuleg- ustu viðskiptateppur heftu og trufluðu frjáls vöruskipti hins borg- aralega þjóðfélags, og veruleikinn fór hörðum höndum um hinn pólitíska hugmyndaheim borgarastéttarinnar. Hinar himinbornu jafnréttishugmyndir hennar urðu að stálsoðnum vopnum í hendi verkalýðs og alþýðu, og vopnunum var mundað að hjarta borgara- stéttarinnar — eignarrétti hennar. í skelfingu hrópaði hún upp yfir sig: Frelsi, hvert leiðir þú mig? I augum horgarastéttarinnar urðu hinar þokkafullu frelsisdísir, er gætt höfðu vöggu hennar, að leið- um og ljótum nornum. Og hún sór af sér í skyndi pólitísk harna- brek sín og bernskusyndir. Febrúarbyltingin táknar fyrstu straum- hvörfin í pólitískri þróun borgarastéttarinnar, er hún hleypur frá sínum eigin frelsishugmyndum og leitar athvarfs í einræðii. '. Fyrir þá sök varð hyltingaárið 1848 örlagaár hins borgaralega þjóð- félags. II Marzbyltingin á Þfzkalandi 7. Hver sá, sem hefur blaðað lítillega í sögu vestrænna þjóða, getur ekki komizt hjá að taka eftir því, hve mjög skiptir í tvö horn um þróun Frakklands og söguleg örlög Þýzkalands, nágrannans handan Rínarfljóts. Leið Frakklands lá frá sundrungu lénsveldisins yfir í sameinað konungsveldi með styrka miðstjórn. Þýzkaland gekk öf- uga leið: frá pólitískri einingu keisaraveldis miðaldanna yfir í smá- ríkjasundrung, sem að lokurn stappaði næst pólitísku brjálæði. En alla stund orkaði Frakkland mjög á pólitíska þróun hins þýzka ríkis. 2

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.