Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 28
18 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Öldum sanian hafði Frakkland unnið að því beint og óbeint að við- halda ríkjasundrunginni í Þýzkalandi og afstýrt því að það sam- einaðist í sterka heild. Þó vildi svo undarlega til. að Napóleon I. Frakkakeisari átti meiri þátt í þjóðlegri sameiningu Þýzkalands en nokkur annar maður. 1 lok 18. aldar taldi Þýzkaland um 300 full- valda þjóðhöfðingja, en þegar Napóleon féll frá, voru þeir ekki nema 38. Þessi 38 ríki voru árið 1815 sameinuð i Þýzka sambandið, er var í raun réttri aðeins bandalag þjóðhöfðingja, og voru sumir þeirra ekki þýzkir að kyni, heldur erlendir konungar. í stofnskrá Þýzka sambandsins var því lýst yfir, að markmið þess væri „að við- halda ytra og innra öryggi Þýzkalands og sjálfstæði einstakra þýzkra rikja.“ Markmið sambandsins var sem sagt í því fólgið að afstýra pólitískri sameiningu Þýzkalands og varðveita ríkjandi stjórnarfar, er byggðist að mestu leyti á einveldi þjóðhöfðingjanna og félagslegu valdi aðals og embættismanna. Þýzka sambandið var því að allri gerð mjög frábrugðið þeim vonum um þjóðlega sam- einingu og pólitískt frelsi, er þýzka þjóðin hafði gert sér. þegar hún var kvödd lil vopna til að varpa af sér oki Napóleons I. í hinum svokölluðu frelsisstyrjöldum 1813—1815. Þýzka þjóðin fékk von hráðar tækifæri til að átta sig á því, hvers eðlis Þýzka'sambandið var. Sambandsþingið var skipað fulltrúum þýzkra þjóðhöfðingja, og hafði fulltrúi Austurríkis forsæti á þinginu. Fulltrúarnir urðu í öllu að hlíta boðum rikisstjórna sinna, og svo var um hnútana búið, að í öllum meginmálum gat þingið ekki gert neinar sam- þykktir. I reynd varð Þýzka sambandið verkfæri í höndum Austur- ríkis til að tryggja áhrifavald þcss í Miðevrcpu og bæla niður allar pólitískar frelsishræringar i ríkjum sambandsins, einkum þær, er báru einhvern keim af hinum hættulegu hugmyndum frönsku bylt- ingarinnar. Þetta tókst ineð herkjulsrögðum í heilan mannsaldur. En þótt Þýzka sambandinu væri stefnt bæði gegn hugmyndum frönsku byltingarinnar og pólitísku forræði Frakklands á megin- landinu, þá höfðu franska byltingin og Napóleon I. valdið slikum umskiptum á þjóðfélagshögum Þýzkalands, að þau urðu ekki ómerk gerð. 1 Rinarhéruðunum hafði frönsk löggjöf bundið endi á jarð- eignaveldi aðalsins og skapað borgaralega þjóðfélagshætti. og ríkin í Suðurþýzkalandi höfðu stæll franska löggjöf hvert með sínum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.