Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 32
22 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hverja hræringu, er hefði þjóðfrelsi og pólitískt frelsi Þýzkalands ó stefnuskrá sinni. En í öllum hinum þýzka heimi brutust um undir- okaðar þjóðir og kúgaðar stéttir, ánauðugir bændur vildu losna undan oki aðalsins, jarðnæðislaus verkalýður sveitanna krafðist staðfestu, handverksmenn og farandi iðnsveinar kröfðust atvinnu- legs öryggis, borgarastéttin krafðist atvinnufrelsis, samgöngufrelsis fyrir vinnuafl og vörur svo vítt sem þýzk tunga var töluð. Það var því augljóst, að hin þýzka bylting mundi verða að leysa flóknari viðfangsefni en nokkur önnur bylting Evrópu. Byltingar Frakklands höfðu aðeins þurft að greiða úr vandamálum hins franska þjóð- félags. Þýzka byltingin varð að leysa hnúta, sem örlagaþræðir róm- anskra, slafneskra og germanskra þjóða voru við riðnir. Bylting á Frakklandi gat stöðvazt við landamærin, svo sem reynslan hafði sýnt í júlí 1830. Bylting á Þýzkalandi hlaul að verða Evrópubylling. 9. Þegar þýzkir þjóðfreisismenn spurðu febrúartíðindin stofnuðu þeir þegar til funda, jrar sem krafizt var prentfrelsis, þingræðis og ríkisþings. Landsljórunum féllust víðast hvar hendur, tóku nýja ráðherra úr flokki frjálslyndra og gengu að kröfum byltingar- manna. En i hinum suðurþýzku ríkjum, einkurn Baden, urðu kröf- urnar æ háværari um sameiningu Þýzkaland í bandalagsríki. Hinn 5. marz komu um 50 frjálslyndir jiingmenn saman til fundar í Heidelberg og skipuðu 7 manna nefnd, er skyldi kveðja menn úr fulltrúajringum Þýzkalands til Undirbúniiigsþiiigs í Frankfurt am Main. Þing þetta kom saman 31. marz og taldi um 576 fulltrúa. A jjingi þessu voru nokkrir lýðveldissinnar undir forustu Heckers og Struves frá Baden og báru þeir fram tillögur um sljórnarskrá i líkingu við stjórnarskrá Bandarikjanna. En lýðveldissinnar voru í algerum minnihluta, og samjjykkt var að láta jrjóðsamkomu hafa allan veg og vanda af framtíðarstjórnarskrá Þýzkalands. Segja má um þessa fyrstu marzdaga, að þá hafi hinar ólíklegustu meyjar viljað með Ingólfi ganga. Hið gamla Sambandsþing sat enn á rök- stólum, að vísu skipað mönnum úr frjálslynda flokknum. Þingið gerði hinn svart-rauð-gula fána hinna gömlu stúdenlafélaga að fána sínum og merki hins nýja Þýzkalands. Sambandsþingið gerði allar

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.