Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 36
26 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rómverska ríkis þýzkrar þjóðar, að keisarinn þáði kórónu sína af þjóðhöfðingjunum einum. Hann vildi ekki þiggja það höfuðdjásn, er þjóð hans rétti honum af götuvígjunum. Og nú leið að endalok- um Þjóðsamkomunnar. Það urðu ekki aðrir en nokkrir lýðveldis- menn til að verja með vopni í liönd stjórnarskrá hinna lærðu lög- vitringa. I Rínarhyggðum, í Breslau, Königsberg, Dresden og Baden reis þýzk alþýða lil varnar þeirri stjórnarskrá, er hinir vísu höfðu samið og hinir voldugu vildu ekki nýta. I Stuttgart sátu 105 full- trúar Þjóðsamkomunnar nýtt þing lil að reyna að halda uppi heiðri verksins. En nú var svo komið, að ekki var lengur hægt að blása lífsanda i það. Hinn 18. dag júnímánaðar 1849 ráku hennenn hans hátignar í Wúrtemberg síðustu leifar Þjóðsamkomunnar í Frankfurt am Main heim lil kynna sinna. 10. En þá voru einnig dagar hinnar þýzku byltingar allir. Sigrar hennar og ósigrar á meðan Þjóðsamkoman skráði gullna stafi hins germanska frelsis eru fljótt taldir. Hinn 18. og 19. marz 1848 hafði Friðrik Vilhjálmur IV. orðið að beygja höfuð sitt frammi fyrir líkbörum þeirra, er fallið höfðu í götubardögum Berlínar. Hinn 21. marz lók Prússakonungur sér frjálslynt ráðuneyti, 22. maí kom Þjóðsamkoma Prússlands saman í Berlín og samdi nýja stjórnarskrá og svipti konung guðsnáðinni úr titli hans. En þegar Þjóðsamkoman hafði svipt hann náðinni, svipti konungur hana völdunum og hleypti þinginu upp með her- valdi 5. desember 1848. Þá var Prússland gengið úr leik og herir þess slökktu hverja uppreisnarglætu frá Königsberg suður í Baden. I Austurríki varð aðgangur harðari. Hinn 13. marz hófust óeirð- ir í Vínarborg, og daginn eftir varð Metternich, hið aldna goð hins evrópska afturhalds, að flýja land. Ný uppreisn gaus upp í Vín hinn 15. maí og kom á frjálslegri sljórnarskrá og almennum kosningarrétti, en keisarinn flýði með hirð sína til Innsbruck. Og nú risu upp hinar mörgu erlendu þjóðir, er Habsborgaraættin hafði safnað í laup sinn, og kröfðust sjálfsforræðis. Tékkar risu gegn Þjóðverjum, Suðurslafar gegn Ungverjum, Ungverjar og ítalir gegn hinu austurríska ofurvaldi. En eftir fyrstu hrinuna tók
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.