Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 43
HVERS VEGNA ÉG BÝÐ MIG FRAM 33 sem eiga allt undir bandarískri aðstoð. Tveggja flokka blökkin var ekki sköpuð til að gegna þessu neyðarkalli. Hún var sköpuð til að halda áfram utanríkismálastefnu á grundvelli haturs og ótta. Blökk- in var sett saman af mönnum, sem voru andvígir viðnámi gegn fasismanum, sem komu hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna í hel, sem brugguðu Sameinuðu þjóðunum fjörráð með samningu Tru- mans-kenningarinnar, og sniðgengu Sameinuðu þjóðirnar með Marshall-áætluninni. Samsteypustjórn gæti verið ákjósanleg, ef hún hefði umboð allrar þjóðarinnar. En tveggja flokka blökkin er ekki víðtæk samsteypa. Hún er aðeins fulltrúi fámennrar, en voldugrar eiginhagsmunaklíku. Hún fyrirlitur sögu og erfðavenjur þjóðar vorrar og tengir Bandaríkjamenn við afturhaldssinna og harðstjóra, sem bera ekki snefil af virðingu fyrir amerískum hugsjónum. Vér getum ekki haldið inn á braut raunverulegra framfara heima og erlendis, fyrr en Bandaríkjamenn hafa vísað tveggja flokka blökkinni og allri móðursýkinni, sem hún veldur, á bug. Milljónir Bandaríkjamanna vita þetta núna. Miklu fleiri munu skilja það, þegar þeim eru sýndar staðreyndirnar. Astæðan til að ég hefst nú handa, óháður blökkinni, — er að ég vil veita þessum Banda- ríkjamönnum hinn lýðræðislega rétt sinn til að velja. Stefna vor í alþjóðamálum Þegar ég var varaforseti, og aftur eftir komu mína frá Evrópu í maí 1947, bar ég fram víðtæka áætlun um aðstoð við aðrar þjóðir. Ég er ekki og hef aldrei verið einangr- unarsinni. Ég var stuðningsmaður Marshall-áætlunarinnar áður en Marshall-áætlun var til. en það var áætlun til að sameina þjóðirnar, ekki til að sundra þeim. Ég hef haldið því fram, að aðstoð ætti að veita á vegum alþjóða- samtaka í því skyni að auka framleiðsluna. Ég hef alltaf mælt með flutningsbílum, ekki skriðdrekum, — plógum, ekki byssum. Ég hef mælt með alþjóðlegri skipulagningu með aðstoð vísindalegra sér- fræðinga til að auka framleiðslugetu heimsins. Sumir þeirra sömu afturhaldssinna, sem kölluðu þetta heimsku, styðja nú hina hættulegu aðstoðaráætlun stjórnarinnar. Þeir vilja hafa aðstoðina pólitíska og undir gerræðislegri stjórn. Þá langar 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.