Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 59
HIROSHIMA 49 sem var líkast stórri gröf, og þegar augu hans höfðu vanizt dimm- unni, sá hann herra Tanaka, bólginn og löðrandi af blóði og greftri á andliti og handleggjum, og augun sokkin. Það var afar vond lykt af gamla manninum og hann stundi án afláts. Hann virtist þekkja rödd herra Tanimotos. Herra Tanimoto stóð við stiga byrgisins til þess að hafa næga birtu og las upphátt úr japanskri vasabiblíu: „Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka. Þú eyðir þeim, þeir sofna, þeir er að morgni voru sem gróandi gras; að morgni blómgast það og grær, að kveldi fölnar það og visnar. Því að vér hverfum fyrir reiði þinni, skelfumst fyrir bræði þinni. Þú hefur sett misgjörðir vorar fyrir augu þér, vorar huldu syndir fyrir ljós auglitis þíns; allir dagar vorir hverfa fyrir reiði þinni, ár vor líðá sem and- varp . . .“ Herra Tanaka gaf upp öndina á meðan herra Tanimoto las þenn- an sálm. Ellefta ágúst komu boð til Ninoshima-herspítalans um að mikill fjöldi særðra manna frá aðalstöðvum Chugoku herliðsins kæmi til eyjarinnar sama dag, og að nauðsynlegt væri talið að flytja þaðan alla aðra sjúklinga. Ungfrú Sasaki, sem var enn með hættulega háan hita, var flutt út á stórt skip. Hún var lögð þar ó þilfarið og koddi undir fótinn. Sóltjöld voru yfir þilfarinu, en vegna stefnu skipsins komu þau henni ekki að gagni. Henni fannst sem lægi hún undir stækkunargleri í sólskininu. Gröfturinn vall úr sárinu, og brátt varð allur koddinn útataður. Hún var flutt i land í Hatsukaichi, sem er borg í nokkurra mílna fjarlægð suðvestur af Hiroshima, og lögð þar inn á barnaskóla, sem kenndur var við gyðju líknarinnar og hafði verið breytt í sjúkrahús. Hún lá þar í nokkra daga, áður en sérfræðingur i beinbrotum kom þangað frá Kobe. Þá var fótur- inn orðinn rauður og bólginn upp undir mjöðm. Læknirinn taldi sig ekki geta fellt saman brotin. Hann skar í fótinn og stakk þar inn gúmmíslöngu, sem flytja skyldi út óhreinindin. í klaustrinu voru móðurlausu Kataoka-börnin óhuggandi. Faðir Cieslik lagði mikið á sig til þess að hafa af fyrir þeim. Hann lagði 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.