Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 60
50 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrir þau gátur. Hann spurði, „Hvert er slyngasta dýr heimsins?“, og þegar þrettán ára telpan hafði getiö upp á apa, fíl og hesti, sagði hann, „Nei, það hlýtur að vera flóðhestur," af því að á japönsku er það dýr nefnt kcipa, sem er umsnúningur orðsins haka. — heimskur. Hann sagði þeim biblíusögur og byrjaði á sköpun- inni eins og lög standa til. Hann sýndi þeim bók með ljósmyndum frá Evrópu. En þrátt fyrir þetta allt grétu þau nrestallan tímann og kölluðu á móður sína. Nokkrum dögum síðar hóf faðir Cieslik leit sína að fjölskyldu barnanna. Fyrst frélti hann hjá lögreglunni, að frændi þeirra hefði komið til yfirvaldanna í Kure, borgar ekki langt í burtu, til þess að grennslast eftir börnunum. Seinna heyrði hann, að annar frændi þeirra hefði verið að gera tilraunir til að hafa upp á þeim með aðstoð pósthússins í Ujina, einu af úthverfum Hiroshima. Enn síðar frétti hann, að móðir þeirra væri á lífi og væri á Goto-eyju skammt frá Nagasaki. Loks tókst honum með aðstoð Ujina-póst- hússins að ná sambandi við frændann og koma börnunum til móð- ur sinnar. Um i>að bil viku eftir að sprengjan féll barst óljós og óskiljanlegur orðrómur til Hiroshima — að borgin hefði verið gereyðilögð með orku, sem myndaðist þegar atóm væru á einhvern hátt klofin í tvennt. 1 þessum fréttaflutningi var vopn þetta nefnt genshi. hakudan — sem eftir orðstofnunum mætti þýða „frumlegt sprengjubarn". Enginn skildi, hvernig þetta mætti vera, né lagði frekari trúnað á það en magnesíuduftið og annað slíkt. Blöð fóru að berast frá öðrum bæjum, en þau birtu enn ekki annað en afar ófullkomnar almennar yfirlýsingar, svo sem staðhæfingu fréttastofunnar Domeis 12. ágúst: „Það er ekki um annað að gera en að viðurkenna hið ægilega afl þessarar ómannúðlegu sprengju.“ Japanskir eðlisfræð- ingar voru þegar komnir til borgarinnar með Lauritsen-rafmagns- kanna og Neher-rafmagnsmæla; þeir skildu þetta allt of vel. NAKAMURA-fjölskyldan, sem enn var öll talsvert veik, fór 12. ágúst til nágrannabæjarins Kabe og settist þar að lijá mágkonu frú Naka- mura. Daginn eftir fór frú Nakamura, þótt hún væri of veik til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.