Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 64
54 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og óhagganlegur sem áður, þrátt fyrir höggið; rústir hins gríðar- stóra ráðhúss borgarinnar; heil röð af gömlum og úreltum banka- byggingum, eins og háðsmynd af hrynjandi efnahag); og á götun- um hræðilega útleiknum farartækjum — beygluöum reiðhjólum í hundraðatali, strætisvagnagrindum og bifreiðaræflum — sem allt í eiuu höfðu staðnæmzt. Föður Kleinsorge ógnaði. að öll þessi auðn og eyðilegging, sem fyrir augun bar, skyldi hafa orsakazl i einni svipan af einni einustu sprengju. Um það leyti, er hann kom að miðbiki borgarinnar, var orðið mjög heitt í veðri. Hann fór inn i Yokohama-bankann, sem hafði komiö sér fyrir í bráðabirgða af- greiðsluskýli á neðstu hæð byggingar sinnar, lagði inn peningana, gekk heim að trúboðsstöðinni, til þess að líta rétt einu sinni enn á rústirnar, og hélt síðan aftur til klaustursins. Þegar hann var kom- inn um það bil hálfa leið þangað, fór honum að líða all-einkenni- lega. 'l'öfrataskan svonefnda, sem nú var galtóm, virtist allt í einu verða ógurleg byrði. Hann varð máttlaus í hnjáliðunum og hann verkjaði í allan skrokkinn af þreylu. Með mikilli áreynslu tókst honum þó að komasl til klaustursins. Ekki sá hann ástæðu til þess að minnast á máttleysi sitt við hina jesúítana. En tveimur dögum seinna, er hann gerði tilraun til að syngja messu, fékk hann svima og varð að lokum að hætta við guðsþjónustuna. Morguninn eftir þegar forstöðumaðurinn skoðaði eins og hann var vanur lítilfjör- legu en samt ógrónu hruflurnar á föður Kleinsorge, spurði hann undrandi: „Hvernig hafið þér farið með þessi meiðsli?“ Þau höfðu þá rifnað upp og voru oröin rauð og þrútin. Frú Nakamura, sem hvorki hafði sviðnað né hlotið nein önnur sár, var að klæða sig í íbúð mágkonu sinnar í Kabe, ekki allfjarri Nagatsuka, að morgni 20. ágúst. Henni hafði verið hálf flökurt alla vikuna, sem hún dvaldi með börnum sínum í klaustrinu á vegum föður Kleinsorge og hinna prestanna. Nú tók hún eftir því, þegar hún fór að greiða sér, að í fyrsta skipti, sem hún renndi greiðunni gegnum hárið, fylgdu henni stórar hárflyksur. í annaö skiptið fór á sömu leið, svo að hún hætti strax að greiða sér. Næstu þrjá eða fjóra daga hélt hárið áfram að detta af henni sjálfkrafa, þar til hún var oröin nauðasköllótt. Hún hætti að fara út og reyndi að láta engan sjá sig. Þann 26. ágúst var bæði hún og yngri dóttir hennar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.