Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 65
HIROSHIMA 55 Myeko, mjög máttfarnar, er þær vöknuðu, og héldu því kyrru fyrir í fletum sínum. Syni hennar og hinni dótturinni, sem bæði fyrir og eftir sprenginguna höfðu lifað við nákvæmlega sömu kjör og hún og Ient í sömu hrakningunum, leið háðum ágætlega. Um svipað leyti — hann vissi ekki fyrir víst, hvaða dag það var, svo var hann önnum kafinn við að úthúa eins konar hráðahirgða kapellu í einkahúsi, sem hann hafði leigt í því skyni i útjaðri horg- arinnar — varð herra Tanimoto snögglega veikur, fékk hila og bein- verki, og hann varð einnig að halda kyrru fyrir í fleti sinu á gólf- inu í hálfhrundu húsi eins kunningja síns í úthverfinu Ushida. Þessi fjögur, sem nú voru nefnd, gerðu sér ekki grein fyrir jrví, en þau höfðu öll tekið hina einkennilegu og kenjóttu sótt, sem síðar varð alkunn undir nafninu geislaveiki. Ungfrú Sasaki lá stöðugt jafn-þjáð í Líknargyðju-skólanum í Hatsukaichi, fjórðu viðkomustöð rafmagnslestarinnar suðvestur af Hiroshima. Slæm ígerð hafði til þessa hindrað jsað, að hægt væri að fella saman beinhrotin. Ungur maður, sem lá á sama sjúkrahúsinu og sem virtist vera farið að ]))'kja vænt um hana, þrátl fyrir daufar undirtektir af hennar hálfu vegna sársaukans, eða sem kannske kenndi aðeins í hrjósti um hana einmitt þess vegna, léði henni japanska þýðingu af sögum de Maupassants. Hún reyndi að lesa sögurnar, en átti ómögulegt með að halda huganum við lesturinn nema örfáar mínútur í einu. Fyrstu vikurnar eftir sprenginguna voru spítalarnir og hjálpar- stöðvarnar í nágrenni Hiroshima svo troðfull og starfsliðið svo breytilegt, bæði vegna mikilla veikinda jress og erfiðleika á útvegun hjálparliðs, að sífellt þurfti að flytja sjúklingana stað úr stað. Ung- frú Sasaki, sem hafði þegar verið flutt þrisvar sinnum, þar af tvisvar sjóleiðis, var í lok ágústmánaðar flutt á sjúkrastöð í verk- fræðaskóla, sem einnig var í Hatsukaichi. Þar eð fóturinn skánaði ekkert, en hélt áfram að bólgna, settu læknarnir þarna á skólanum spelkur við hann og fluttu hana síðan í bifreið 9. september á Rauðakross-spitalann í Hiroshima. Það var fyrsta skiptið, sem henni gafst kostur á að sjá rústir borgarinnar. Þegar hún fór þaðan síðast, var hún borin eftir götunum að mestu meðvitundarlaus.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.