Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 70
60 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR spítalann í Tokio. Faðir Cieslik og íorstöðumaðurinn íóru með hann allt til Kobe, en jesúiti úr þeim bæ fylgdi honum þaðan og hafði meðferðis þessi skilaboð frá lækni í Kobe til forstöðukonu spítal- ans: „Hugsið yður vel um áður en þér dælið blóði í þennan mann. því að þegar um kjarnorkusprengju-sjúklinga er að ræða vitum við ekkert nema þeim blæði út við minnstu nálarstungu.“ Þegar faðir Kleinsorge kom á spítalann, var hann hræðilega fölur og riðandi. Hann kvartaði um, að sprengjan hefði komið ólagi á meltinguna og að hann væri með innantökur. Hvítu blóðkornin reyndust við prófun hjá honum 3000 (5 til 7 þúsund er eðlilegt), hann var hættulega blóðlítill og hitinn var hár. Einn læknanna, sem ekki vissi mikið um þessi einkennilegu veikindi -— faðir Kleinsorge var þar einn af fáurn kjarnorku-sjúklingum — leit til hans og sagði afar uppörvandi: „Þér losnið héðan eftir eina eða tvær vikur“. En þegar hann kom fram á ganginn, sagði hann við forstöðukonuna: „Hann lifir það ekki af. Allir þessir sprengju-sjúklingar deyja -— sannið þér til. Þeir tóra þetta tvær vikur og svo deyja þeir.“ Læknirinn gaf fyrirmæli um að þvinga ofan í hann næringu. Á þriggja tíma fresti var neytt ofan í hann eggjum eða kjötsafa og honum var gefinn eins mikill sykur og hann þoldi. Hann fékk vítamín og járnlyf og arsenik (í Fowlers upplausn) vegna blóð- leysisins. Hvorugur spádómur læknisins rættist á honum, hann hvorki dó né komst á fætur innan tveggja vikna. Þrátt fyrir það, að skilaboðin frá lækninum í Kobe komu í veg fyrir, að hann fengi blóðgjafir, sem hefði án efa orðið honum fyrir beztu, batnaði hon- um sótthitinn og meltingartruflanirnar tiltölulega fljótt. Hvítu blóðkornunum fjölgaði í bili, en snemma í október fækkaði þeim aftur niður í 3600. Tíu dögum síðar fjölgaði þeim snögglega fram úr eðlilegri tölu upp í 8800, en loks hættu þessar sveiflur og hafði hann þá 5800. Lítilfjörlegu skrámurnar, sem hann hafði hlotið, voru öllum ráðgáta. Stundum greru þær á nokkrum dögum, en svo, þegar hann fór eitthvað að hreyfa sig, rifnuðu þær upp aftur. Þegar honum fór að líða vel, skemmti hann sér prýðilega. I Hiro- shima hafði hann verið aðeins einn af þúsundum þjáðra. I Tokio var liann sjaldgæfur sjúklingur. Ungir amerískir herlæknar komu í tugatali til þess að gera athuganir sínar. Japanskir sérfræðingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.