Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 16
HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Heima og heiman Að fljúga hér og í SvíþjóS Hjá því fer ekki að íslendíngur sem dvelst að öðrum þræði ytra haldi áfram að sjá land sitt í skuggsjá annarra landa; í gegnum þau, ef svo mætti að orði kveða; og önnur lönd gegnum land sitt þá er hann dvelst heima. Eg held þetta sífelda samanburðarsjónarmið sé íslendíng- um líka náttúrlegra en öðrum mönnum, fyrir þá sök að Island stendur eitt sér öðrum löndum fremur, og af landfræðilegri sérstöðu leiðir „sér- legleika“ á öðrum sviðum; íslendíngur erlendis hugsar við annað hvert fótmál að mikið sé nú þetta eða hitt öðruvísi en heima; og þegar heim er komið: mikið er þetta öðruvísi en í útlöndum. Sjálfsagðir hlut- ir sem við segjum útlendíngum af okkur orka á þá einsog sjómanna- sögur. Eg ætla að taka lítið dæmi af Svíþjóð, því landi þar sem almennar nauð- synjar virðast lagðar uppí hendur mönnum meir en í flestum löndum öðrum, við lágmarksgjaldi. Eg veit ekkert land þar sem fleiri upp- fundníngar á alskonar áhöldum, smáum og stórum, eru á boðstólum, mönnum til hægri verka í öllum greinum. Það er til dæmis ótrúlegt hve mörg patent alskonar geta verið saman komin í vanalegu sænsku eldhúsi. Ef einhversstaðar er þrep innanhúss eða utan, þá er fest upp spjald og prentað stórum stöfum til að forða slysum: Takið eftir, eitt þrep niðrávið (eða uppávið). Eg kom í skóbúð í Stokkhólmi þar sem fjöldi manna var að kaupa sér á fæturna, og ekki hægt að afgreiða nærri alla í einu. Þar var nú samt ekki verið að láta menn standa í halarófu útí nepjunni í heila nótt. Nei menn feingu númer í dyrunum, og voru síðan afgreiddir eftir töluröð; mönnum var boðið að sitja í bekkjum og stólum uns röðin kom að þeim, og tónlistamenn hafðir til að hafa af fyrir fólkinu meðan það beið; þarna var til dæmis alveg skín- andi listamaður við flygilinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.