Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 21
HEIMA OG HEIMAN 11 veitíngahús og fá sér glas af léttu víni af fagurfræðilegum ástæðum, sem þátt í kunníngjarabbi í nokkrar mínútur. Menn með slíkan smekk hafa hér ekki rétt á sér, fylliraftarnir einir hafa rétt. Áfeingi fæst ekki í neinni venjulegri búð. Ef menn vilja hafa áfeingi verða þeir að leita uppi einkasöluna og kaupa heila flösku. Síðan er einginn staður til að drekka úr flöskunni, slíkt má ekki gerast á veitíngahúsum og ekki held- ur á götunni, nema helst fara inní port eða kálgarð bak við hús, halla sér uppað vegg og renna síðan af stút ofanum barkann á sér innihaldi flöskunnar þángaðtil maður er dauður og fluttur í Kjallarann; því það er ekki aðeins bannað að drekka vín á veitíngahúsum, heldur vill konan ekki hafa bóndann heima með flöskuna, af ótta við að hann brjóti mubblurnar og myrði börnin, eða jafnvel hleypi út hænsnunum. Þetta er íslensk áfeingismenníng einsog til er stofnað af löggjafanum. Það er ekki furða þó til þurfi tvíellefta gútemplarareglu á landsins kostnað að hamla uppámóti þessum ósköpum. Að prédika- kaþólsku fyrir pófanum Mér líkaði ekki, þegar ég fór með Herði Ágústssyni á Salon de Mai, að sjá hver hlutur íslendínga var á aðalsýníngu ársins í París, höfuð- borg listanna. Nokkrar myndir eftir íslenska málara voru faldar uppá lofti í svolitlum bás, ef ég man rétt undir bókstafnnum „I“. Þegar menn voru búnir að virða fyrir sér málverk hinna heldri listamanna í aðal- sölunum, var ætlast til að þeir færu að virða fyrir sér það sem sett var undir bókstafi í skúmaskotunum uppi. Ég held það sé ekki rétt að sýna íslenska list uppá þverbitum í París; það er að minsta kosti ábyrgðar- hluti. París er listborgin, það er alveg rétt; en við íslendíngar erum líka miðdepill alheimsins aungvu síður en þeir í París, og þann dag sem við gleymum því erum við hættir að vera íslendíngar. Það er betra að vera fjarri góðu gamni en vera gerður hornreka; einginn er kendur þar sem hann kemur ekki. Mikið skein franska útlendíngavanhrifníngin (og við skulum vona að hún hafi verið réttmæt) augljóslega útúr því, hvernig þessum bókstafseigendum (I — Islande) var skipaður sess þarna á aðalsýníngunni. Oft finst manni í París að hið útlenda lista- fólk þar sé gefnara undir parísarskólann en svo að það afli sér virð- íngar að sama skapi hjá þeim sem skipuleggja þar listverslunina — og listsmekk heimsins. Og þó eru þess dæmi að útlendíngar komi á sjónar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.