Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 30
GUN NILSSON:
Pár Lagerkvist
Höfundur þessarar greinar, frú Gun Nilsson, licentiat, er lektor í
sænsku við lláskóla Islands. Greinin er háskólaerindi, sera hún flutti
af því tilefni, jiegar Par Lagerkvist hlaut Nobelsverðlaunin.
Það er sannarlega ekki öfundsvert verk að úthluta bókmenntaverð-
launum Nobels. Stofnun sú, er fengið hefur þann vanda að kljást við,
hefur raunar tekið sér kjörorðið snilld og smekkur, en því tniður eru
þau hugtök allt annað en skýr. Það er ekki víst að bókmenntastjörn-
ur nútímans verði einnig menn komandi tíma. Við vitunr ekki hvernig
skáldskapur Lagerkvists verður dæmdur, er fram líða stundir. En það
er eitthvað við líf hans og persónu sem fær mann til að álíta að út-
hlutun Sænsku akademíunnar hafi ekki fallið óverðugum í skaut.
A uppvaxtarárum Lagerkvists hafði umhverfi hans ekkert að bjóða,
sem gæti beint honum á braut ritmennskunnar. Hann var af smáum
ættum, ekki blásnauðu fólki en fátæku þó. Þar fyrirfannst ekki bók-
menntaáhugi. Hann hefur sjálfur lýst foreldrunum þannig, að þeir
væru óbrotið, gott fólk, trúað vel og ánægt að standa neðarlega í
matinfélagsstiganum. Að vísu fékk yngsti sonurinn, Pár, að læra til
stúdentsprófs, en annars gat hann ekki orðið fyrir neinni ákafri menn-
ingarvakning í smábænum, þar sent hann átti heima fyrstu tvo tugi
ævinnar. Þegar hann liafði lokið stúdentsprófi var hann fullráðinn í
að verða rithöfundur. Og hann hefur verið trúr þeirri ákvörðun. Ekki
aðeins á þann liátt að hann virðist aldrei hafa svo mikið sem hugsað
um tækifæri til öruggrar borgaralegrar stöðu þrátt fyrir alla fjárhags-
örðugleika byrjunaráranna, sent hljóta að hafa verið tilfinnanlegir.
Það er ekki hægt annað en dást að, hve staðfastur hann liefur verið í
tryggð sinni við ritlistina. Hann hefur forsmáð allt, sem gæti orðið
lil að gera sjálfan hann nafnkunnan, og haldið sér algerlega í skuggan-
um. Þegar hann hélt fyrir liðlega tíu árum inngönguræðu sína í Sænsku