Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 35
PAK LAGERKVJST 25 ir í illsku og skilningsleysi, þar sem ekkert, alls ekkert svarar spurning- unni: Hversvegna erum við hér? Það er ekki hægt að segja, að þetta leikrit sé spenningslaust, en sá spenningur er óvanalegs eðlis. Hann eykst ekki stig af stigi, heldur sést hann allan tímann í mynd hinna skörpu andstæðna milli örvæntingarfullrar þarfar unglingsins á tilgangi í lífinu og háðs og kæruleysis annarra manna. Æskuljóð Lagerkvists eru einkennd af svo logandi alvöru í barátt- unni að komast að hinu sanna um gátur tilverunnar, að menn þurfa ef til vill helzt að vera kornungir og enn ekki komnir inn í skel jafnaðar- geðsins til þess að skilja þau. Þau sýna þrá ungs manns eftir að lifa innihaldsríku og heiðarlegu lifi, fyrirlitningu hans á efnishyggjunni og tilfinningarleysinu hjá almenningi, angist hans vegna mannúðarleysis tilverunnar, og þörf hans fyrir eitthvað til að trúa á. Æskuástríðurnar skilja aldrei við Lagerkvist, en framsetningin verður mildari. Þegar hann er þrítugur, er eins og hann losni úr viðjum. Sjálf nöfnin á verkum hans breytast: Det eviga leende (Brosið eilífa), Den lyckliges vág (Leið hins hamingjusama). Ljóð hans eru eftir sem áður engin sólskinsljóð, en um þau leikur nú mildur og hlýr bjarmi. Hann yrkir um fegurð hins rnyrka jarðlífs, um að hann hafi snúið heim til hinnar fögru jarðar. Hann getur talað um „livets Ijusa fjárilslek41 (hinn bjarta fiðrildaleik lífsins). Stundum gægist minningin um sársaukann, er hann hefur þol- að, gegnum ljóðin, en aldrei svo að tónn hins bjarta samræmis raskist. Hann, sem í Angest lét tilfinningar sínar í ljós bitrum, skerandi orðum, getur nú búið ljóðin svo fölbleikri fegurð, að það þarf nokkra áreynslu til að koma auga á ljóma hennar. Heilsteyptasta verkið frá þessum tíma er kannski lítil bók í óbundnu máli, Det eviga leendet. Hún rúmar Lager- kvist bæði eins og hann var þá og eins og hann hafði verið. Hann lætur mishljómana heyrast, en gerir úr þeim samhljóm, ekki rökrétt, heldur með tilfinning sinni. Det eviga leendet gerist eingöngu í óendanlegu ríki eilífðarinnar, þar sem hinir dánu stytta sér stundir við að segja frá jarðlífi sínu, hinu eina, sem þeir hafa reynt í tilverunni. Hvort sem þeir hafa lifað vel eða illa er það eini sólskinsbletturinn í hinu geysi- lega myrkri. En þá gerist hið dæmalausa. Maðurinn rís upp og spyr: Hver var tilgangurinn? Og í einni svipan vaknar fólkið til meðvitund- ar um, að lífið, hið mikla líf, hljóti að vera eitthvað meira en sá litli sólskinsblettur í myrkrinu, sem það kallar ævi sína. Þessi slaðreynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.