Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 38
28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
líka, að það sé einíaldlega greiðsla á samvizkuskuld til foreldranna, af
því að hann gat ekki gengið í spor þeirra.
Ritverk Lagerkvists á árunum frá 1925—30 eru, eins og Onda sagor,
ýmist í Ijósum eða dökkum litum. Þau bera þó ekki vitni um neina
meiriháttar innri árekstra. Að baki þeim liggur einmitt nokkur styrkur.
Skáldið virðist vera komið svo langt að geta horft yfir örlög sín. Sem
dæmi þess sjáum við einnig, að hann er nú þess megnugur að gera
hluta af ævi sinni skil í listrænni frásögn. Það er bókin Gdst hos verk-
ligheten (Gestur raunveruleikans), þar sem hann segir frá uppvaxtar-
árum sínuin. Raunar er það ekki neitt alskírt listaverk. Höfundurinn
stendur ekki frjáls gagnvart því, sem hann lýsir. Það leynir sér ekki,
hvernig hann í senn streitist gegn bernskuumhverfinu og dregst að því.
Bókin er líf, titrandi og nakið líf. Enda þótt Lagekvist hafi ekki getað
losað sig við tilfinningasemina, er bókin engan veginn sneydd raunsæi.
Sumar blaðsíðurnar eru skrifaðar af svo raunsærri nákvæmni, til dæm-
is frásögnin af jarðarför í sveitinni, að menn sjá umhverfið Ijóslega
fyrir sér. Þar kemur fram ný lilið á ritlist hans.
Árið eftir að sjálfsævisagan kom út, birtist eitthvert fegursta ljóða-
safn Lagerkvists, Hjartats sánger. Meðal annars eru þar mörg af bezt
gerðu ástarkvæðum lians. 1 augum Lagerkvists er ástin eitt af hinum
miklu undrum tilverunnar. Hún veitir honum þá blíðu, sem viðkvæmni
hans þarfnast. Hún veitir honum hlýju og nálægð, þegar kuldi alheims-
ins og óendanleg fjarlægð ætla að yfirbuga hann. Tæplega er unnt að
finna í ritum Lagerkvists hina nöktu, titrandi viðkvæmni í jafnríkum
mæli og einmitt í ástarkvæðum hans. „Dina ögon ár sá bara, fryser
du inte om dem?“ Þannig hefst eitt af elztu ljóðum hans. Ástin er allt-
af svo nakineyg hjá Lagerkvist. Þessvegna er það kannske framar öllu
í ljóðum um hana, sem hið nakta, skrautlausa form á hvað bezt heima.
Hin beru augu þola enga skáldlega viðhöfn. Ást Lagerkvists er ekki
með eðli hinna jarðföstu. Hún er brothætt og fallvölt, mótuð af hverf-
ulleik tilverunnar. Mörg ljóð hans fjalla um ást, sem er að sölna eða
er þegar orðin minning ein. En tónn þeirra er frábærlega hreinn. Eng-
in tilgerð gruggar myndina, — en langt niðri í djúpinu skín ljúfsár
minningin. Ástarkvæði Lagerkvists eru, í einfeldni sinni, eitt hið dýr-
mætasta, sem hann hefur gefið okkur. Hin hóglega viðkvæmni þeirra
og einlægni gæðir þau skini, sem altekur mann.