Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 41
PAR LAGERKVIST 31 dagsverki mínu ljúki hér á jörðinni. Og böðullinn gengur lil dyra nieð liatur og hörku í augnaráðinu. En liann fer ekki cinsamall. Kona er í för með honum. ,.Þú veizt, að ég híð þín,“ segir hún, „ég legg höfuð þitt í kjöltu mér og þerra hlóðið af hendi þér.“ Og andlitsdrættir höð- ulsins ummyndast í kyrrt, angurvært bros. Síðan gengur hann út í gráa morgunskímuna til að gegna skyldu sinni. Bödeln er ákaflega stórhrotið verk. Það er skrifað í meitluðum stíl, verkar einna likast höggmynda- list. Vissulega er hægt að lesa bókina og hrifast af henni án þess að hafa minnsta grun um hugsanaheim Lagerkvists. Táknmálið er sprottið úr sv'o djúpri reynslu hjá skáldinu, að lesandinn hlýtur að lifa sig inn í eitthvað af spenningi þess. Og það er hægt að þýða hana á einkar Ijóst og óbrotið mál. Böðullinn ber í sér alll hið illa, myrka, óskiljanlega, það sem tortímingaröfl lífsins taka í þjónustu sína. En innst inni er hann ekki slæmur, hann þráir lausn, og jafnvel fyrir hann er von. Eins og dögun í fjarska má greina veg lausnarinnar. Astin híður hans í konulíki. Allan fjórða tug aldarinnar og framan af hinum finnnta er Lager- kvist bardagamaður, sem hvetur til orustu við allt það, sem vill draga manninn og menning Vesturlanda niður á við. Hann leggur svo mikla áherzlu á að taka þátt í baráttunni fyrir manngöfginni, að það mun heldur draga úr listgildi verka hans. Það er eins og hann glati áhugan- um á sjálfri hinni listrænu tjáningaraðferð. Tiltölulega fátt skrifaði hann á þessum árum svo, að það væri ekki knúið fram af samtíma á- standi. Þar til heyrir leikritið Midsonnnardröm i fattighuset ÍJóns- messudraumur í fátækrahælinu), sem snúið hefur verið á íslenzku, en þar kveður við gamalkunnan tón í skáldskap Lagerkvists, sem sé að lífið spilli mönnunum. Jónas hlindi er enganveginn umkringdur af góðum mönnum, en á Jónsmessunótt sér hann þá. hvernig þeir mundu vera ef ævin hefði ekki gert þá að nornum og krypplingum. Ef til vill er það .ekki merkilegt leikrit, en tær skáldskapur er í því. Það er að sönnu angurvært, en angurværðin er slegin Jónsmessutöfrum. Hún sver sig meir í ætt við það, sem hlýjar um hjartaræturnar, en hitt, sem laRur illt af sér leiða. Annars heið það ársins 1944, að Lagerkvist gæfi aftur út verk. þar sem listfengi hans fengi að streyma fram hindrunarlaust. Það er Dvarfí- en. skáldsaga í miklu stærra sniði en fyrri verk Lagerkvists. Það er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.