Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 56
46 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR arlegu vandaraálin fyrst og fremst til greina í söguin um menn, sem uppi voru fyrir kristnitökuna, en voru í tengslum við kristinn sið. Ég hef lient á þetta í fyrrnefndri grein um Snæbjörn galta, og þetta sama kemur fram í sögu Gísla Súrssonar. Sagan segir svo frá, að þegar þeir Vésteinn og Gísli fara utan, eru þeir einn vetur í Vébjörgum í Danmörku. „í þennan tíma var kristni komin í Danmörk, og létu þeir Gísli félagar primsignast; því að það var í þann tíma mikill siður þeirra manna, er í kaupferðum voru, og voru þeir þá í samneyti með kristnum mönnum“. En primsigningin var Gísla meira en siðvaninn einn, þótt ekki sé getið sérstakra kynna við kristinn sið. Að öðrum veturnóttum frá útkomu lians, er hann hélt hina örlagaríku veizlu, þar sem Vésteinn mágur hans er veginn, er þess getið, að hann hafi látið af „blótum, síðan hann var í Vébjörgum í Danmörku, en hann hélt þó sem áður veizlum og allri stórmennsku“. Hinn gamli og nýi siður standa að baki draumum hans í úllegðinni. Hann á draumkonur tvær, „og er önnur vel við mig, en örinur segir mér það nokkuð jafnan, er mér þykir verr en áður, og spár mér illt eina.“ Hin betri draumkonan er af kristnu bergi, „en það ræð eg þér, segir hún, að meðan lifir, skalt fyrirláta fornan sið og öll lilót önnur; öngva skaltú galdra nema, né fyrnsku, og vertú vel við haltan og blind- an og þér minni menn; og vætti eg, segir hún, ef þú ferr svo með, að þér dugi vel.“ Hún vitrar honum, hve mörg ár hann eigi ólifað, og er þeim tekur mjög að fækka, reiðir hún hann á gráum hesti til innis síns, leiðir hann inn í húsið, „og þótti honum þar vera vel um búizt. Hún bað hann þar vera og una sér vel, — og skaltú hingað fara, þ.á er þú ert andaður, og njóta hér fjár með mér.“ — Hin draumkonan er heiðin og mótuð kristnum hugmyndum um heiðnina. Hún „vill ríða á hann blóði og rjóða og þvo honum í því.“ Hún verður því aðsæknari, sem nær dregur endalokum. Hún hefur í hótunum við hann, að hún skuli „bregða því öllu, er hin betri draumkonan mælti við þig, og skal ég þess vera ráðandi, að þér verði ekki að björg né að gagni það, er hún mælti við þig.“ — I gervi drauma þessara og draumkvenna er birt hugarstríð Gísla í útlegðinni, og það er annað veigamesta atriðið í útlegðarsögu hans. í fullkominni mótsetningu við söguhetjur annara skógarmannasagna þjáist Gísli af hugarvíli frammi fyrir vitund þess, að dauði er á næstu grösum, vegna óvissu um, livað við taki. Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.