Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 58
48 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR legri hreinskilni. Samtal þetta er i röð þeirra kaíla íslenflingasagnanna, sem ritaðir eru af mestri snilld. Þótt þessara tveggja kvenna væri hvergi getið nema í þessu viðtali og síðan lýst viðbrögðum þeirra, er Þorkell hefur gefið sig fram sem hlýðanda, þá gefur sú frásögn sérlega glöggva, heilsteypta og listræna skapgerðarlýsingu þeirra beggja. Og frásögn þessi er hið eina, sem við höfum um Asgerði. Hún viðurkennir ósköp blátt áfram, að hún elski fram hjá manni sínum, og harmar, að hún.fái ekki að njóta elskhuga síns. Henni verður ekkert sérlega um, þegar upp kemur, að maður hennar hefur hlýtt á þessa játningu, sér engan stóran vanda á ferðum, veit, hvað hún á undir sér í viðskiptum við eiginmanninn, hún þarf ekki annað en að leggja hendur um háls hon- um, þegar þau eru komin í rekkju, „og láta sem blíðast; og mun hon- um gangast liugur við það, svo að hann mun fyrirgefa mér“. — Áætl- unin stóðst að sönnu ekki nákvæmlega. Hún lagði hendurnar um hálsinn á Þorkeli og lætur hið hlíðasta, en hann vísar henni frá sér. Þá grípur hún ódeig til nýrra ráða, gerir honum tvo kosti: að leyfa sér rekkjuna, eða hún segi skilið við hann og láti heimta út mund sinn og heiman- fylgju. Og öryggi hennar lét ekki að sér liæða, Þorkell hleypti henni í rekkjuna, „og semja ])au mál sín, sem ekki sé í orðið“. — Hér er á ferðinni kona, sem ekki er um að villast, hver er, og nútimakynslóð Is- lendinga er ekki í neinum vanda með að skilja. — Auður er allt önnur manngerð. Hún þrætir því ekki, að fundum þeirra Þorgríms hafi fyrr- um oft borið saman, en því var ekki að jafna við ástir Ásgerðar, því að hún tók „engan mann undir Gísla, svo að þar fylgdi ósæmd“. Og ráð hennar um reikningsskil við hónda sinn eru þau að segja honum „allt það, sem ég á vant um að ráða, hvort sem það er gott eða illt; kann liann þá ráð fyrir, því að það mun mér bezt gegna“. Það er sú hin sama Auður og annars staðar kemur fram í sögunni, góður félagi hónda síns og setur allt sitt traust á liann og l)regzt honum síðan aldrei á útlegðarhraut hans. Þrátt fyrir örlagaþunga þessarar viðræðustundar, þá er hún ekkert annað en áhending á hinn eiginlega örlagavald sögunnar. Örlagavald- ur sögunnar eru ástir þeirra Vésteins og Ásgerðar og Þorgríms og Auð- ar. En þessum meginathurðum, sem sagan er reist á, segir hún ekki frá í núverandi formi sínu. „Löngu vissi eg það, hvað Þorkeli var um það og hve það fór.“ segir Auður um ástir þeirra Ásgerðar og Vésteins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.