Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 71
í TILEFNI AF HUNDRUÐUSTU ÁRTÍÐ GOGOLS 61 ekki vakað' fyrir Gogol. til þess var hann alll of ihaldssamur og bar allt of djúprætta virðingu fyrir einveldinu, kirkjuvaldinu og trúnni. Fyrir honum vakti það eitt að ráðast á vissa mannlega lesti, en hann varaði sig ekki á því að árás á þessa lesti var um leið árás á það þjóð- félagsfyrirkomulag, sem þeir voru sprottnir úr og höfðu getað þrifizt í. „Dauðar sálir“ áttu upprunalega að verða í þrem binduin, eins konar rússnesk „La Dívína Comedía“, og svaraði þá fyrsta bindið til Inferno, Þriðja bindið skrifaði hann aldrei, og handritið að öðru bindinu var hann alltaf óánægður með og brenndi því skömmu fyrir andlát sitt, eða í febrúar 1852. Aður hafði hann leikið sama leikinn og brennt því árið 1845, eti skrifað það svo upp aftur. Þetta sýnir að það, að hann brenndi handritinu, mun ekki endilega hafa skeð í augna- bliks vitfirringu, héldur átt rætur sínar í langvinnri innri liaráttu. Kannski var ástæðan sú, að hann fann að skáldgáfan var farin að svíkja hann, og að það var honum ofvaxið að skapa jákvæðar per- sónur eins og þær, sem áttu að bera uppi tvö seinni bindin af þessari guðlegu „kómedíu“. Gogol var í rauninni alltaf óforbetranlegur draum- hyggjumaður (rómantiker), en hann var vonsvikinn draumhyggju- maður, og þegar vonsvikinn draumhyggjumaður gerist raunhyggju- maður, þá er það oftast til að hefna sín. Dökku hliðarnar draga ávallt meir að sér athygli slíkra manna en hinar ljósu, og raunsæið hjá Gogol jaðrar alltaf við „karikatúr“. Eins og áður er sagt hefur Gogol haft geysimikil áhrif á rússneskar bókmenntir. 1 Pétursborgarsögum sínum lýsir hann fyrslur rússneskra rithöfunda stórborginni og hinni fátæku, fótumtroðnu embættismanna- stétt (tsinovníkunum), og frá honum er runnið það einkenni hinnar rússnesku skáldsögu, að byggja meir á hreinum mannlýsingum en at- burðarás.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.