Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 80
70 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mikla uppskeru. Þetta er úrelt sjónarmið. Það er ekki til neitt slæmt eða ófrjótt land, aðeins slæmar ræktunaraðferðir. Hvaða jarðvegur sem er getur gefið góða uppskeru ef við höfum ljós og hita og ræktandinn kann starf sitt. ■— Það er hlutverk jarðvegs- vísindanna að sýna fram á hvernig á að gera allt ræktanlegt land að frjósömu landi. Nokkur almenn atriði um líf jurtanna Hinar ýmsu jurtir gera ólíkar kröfur til jarðvegsins. Þarfir jurtanna eru einnig mis- munandi eftir þroskaskeiðum þeirra. Skilyrði þess að kunna rétta meðferð og ræktun jarðvegsins er því þekking á lífsstarfsemi og eiginleikum jurtanna sjálfra. Einærar jurtir vaxa upp af fræi að vorinu, blómgast, fella fræ að haustinu eða þeg- ar kemur fram á sumarið og deyja svo. Haust-einærar jurtir (vetrarrúgur, vetrarhveiti) spretta upp af fræi seinnipart sum- ars, ná ekki þroska, lifa af veturinn og Ijúka lífi sínu næsta sumar. Tvíærar jurtir vaxa upp af fræi að vorinu en bera blóm og fræ árið eftir. Fyrra ár- ið safna þær næringarforða, sem er geymdur í rótinni (gulrófan, rauðrófan og sykur- rófan). Fjölærar jurtir deyja ekki til fulls að blómguninni lokinni, en geta blómgazt og fellt fræ mörgum sinnum. Allar viðarplöntur eru fjölærar. Á fjölærum jurtum deyr venjulega allt, sem er ofanjarðar að haustinu, en það sem er í jörðu lifir af veturinn. Fræ eða aldin jurtar samanstendur af fræhvítunni og kíminu eða plöntufóstrinu. Fræhvítan inniheldur sterkju og protein-efni sem eru forðanæring fyrir kímið. Kím grasfræsins myndast af kímblaðinu, sem tekur við næringarefnum fræhvít- unnar, kímrót og kímstöngli. Við heppileg skilyrði, raka, hitastig og ferskt loft, byrj- ar kímið að springa út. Kímrótin vex fyrst og sprengir fræhýðið. Eftir það fara hjá- rætur að myndast og rótarhár vaxa. Rótarhárin taka til sín vatn og næringu frá jarð- veginum, og nú byrjar kímstöngullinn að vaxa. Stöngullinn vex í slíðri sem opnast þegar hann kemur upp úr moldinni. Stöngull- inn vex upp í gegnum slíðrið og myndar fyrstu grænu blöðin. Nú er spíruninni lokið og vöxturinn byrjar, nýir sprotar eða stönglar myndast. Ljósstöngull grasanna er ætíð holur, sívalur og liðskiptur þ. e. skiptist í parta með milligerðum. Milligerðirnar kallast hné. Þar er vaxtarstaður stöngulsins svo að hann getur haldið áfram að lengjast þótt blómgun hafi farið fram. Ut frá þessum hnjám myndast einnig blöðin. Blöð grastegundanna umlykja allan stöngulinn og myndar neðri hluti þeirra blaðslíðrið. Styrktarvefur liggur eins og pípa eftir endilöngum stönglinum. I stönglinum liggja einnig æðastrengirnir, sem flytja næringu frá rót- unum til hinna ýmsu hluta jurtarinnar. Grösin hafa trefjarót. Á einærum grösum og grösum með uppréttum jarðstöngli eru ræturnar í einu knippi. Ut frá láréttum jarðstönglum vaxa ræturnar í krönsum við hné stöngulsins. Sum grös eru skriðul. Þau hafa jarðstöngla neðanjarðar, sem ljósstönglar vaxa upp af. Þau vaxa dreift. Þannig vex t. d. húsapunturinn og aðrar tegundir af agropyron. Onnur grös eru þýfin. Þau vaxa í toppum eða smáþúfum eins og t. d. vallarfoxgrasið. Hjá hálfgrösum eru stráin óliðuð og ekki hol. Þau vaxa á votlendi (starir).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.