Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 83
JARÐVEGUR OG RÆKTUN 73 Rússneski vísindamaðurinn P. A. Kostytséf, samtímamaður Dokútsjaefs, gerði til- raun til að ákveða magn næringarefna í tveim akurspildum, annarri sem gaf mjög lélega uppskeru og hinni, sem verið hafði í hvíld og gefa mundi mjög góða uppskeru. Hann komst að þeirri niðurstöðu að sá akurinn sem virtist upptærður hafði að geyma ■eins mikið eða jafnvel meira af næringarefnum í aðgengilegu formi fyrir jurtirnar, heldur en frjósami akurinn. Kostytséf endurtók þessa rannsókn hvað eftir annað, því honum virtist niðurstaðan næsta ótrúleg. Samkvæmt Liebig átti sá jarðvegur, sem ■ekki gaf uppskeru að vera snauður af næringarefnum. En hinar endurteknu tilraunir gáfu allar sömu niðurstöðu. Kenning Liebigs hlaut því að vera röng. Að einu leyti var þó munur á þessum tveim tegundum jarðvegs, nefnilega korna- stærð og útliti. Sýnishornið af frjósama akrinum hafði kornótta byggingu. Hitt var eins og þéttur seigur massi. Og það var einmitt þetta, sem máli skipti. Á hvíldartíma akurs- ins gerðist það, að jarðvegurinn fékk hina kornóttu gerð sína aftur. Kostytséf sýndi fram á að til þess að ná þeim árangri á sem skemmstum tíma væri hentugt að sá blöndu af grasfræi og belgjurtum. Það var svo vísindamaðurinn V. R. Viljams, sem hélt áfram starfi Dokustjaéfs og Kostytséfs og fleiri merkra fyrirrennara í jarðvegsvísindum Rússa. Hann gerði jarð- vegsvísindin að ómissandi grundvelli fyrir landbúnað Sovétríkjanna. Viljams sýndi fram á að ræktun jarðvegsins er ekki síður nauðsynleg en ræktun jurtanna og þetta tvennt verður að haldast í hendur í skipulögðum landbúnaði. Að skapa jarðveg, sem hefur strúktúr þ. e. komótta gerð taldi Viljams það meginatriði sem öll jarð- vegsrækt yrði að snúast um. Þeim árangri yrði bezt náð með skipulögðum sáðskipt- um og réttri plægingu. Ræktunarkerfi Viljams er í Sovétríkjunum nefnt travopolé-kerfið. Fýsískir eiginleikar jarðvegs Það er nú ljóst, að efnislegt ástand jarðvegsins er mjög mikilvægt fyrir ræktunina. Ef jarðvegsagnirnar eru allar mjög smáar og liggja þétt saman er sagt að jarð- vegurinn sé byggingarlaus eins og t. d. rykið á þjóðveginum. Þegar rykið blotnar af Tegni verður það að þéttri formlausri leðju. Við segjum að jarðvegurinn hafi korn- •ótta byggingu þegar komin eru misstór og misjöfn að lögun og tiltölulega stór loftrúm verða á milli þeirra. Þvermál kornanna er frá 1 til 10 millimetrar. Ræktaða moldin ljggur þá laus ofan á þéttara óræktuðu undirlagi. I þéttum byggingariausum jarðvegi eru bilin á milli moldaragnanna svo smá að þau verka sem hárpípur (þvermál minna en 0,1 mm). Hreyfing vatnsins í slíkum jarðvegi fer ekki eftir þyngdarlögmálinu, heldur eingöngu eftir hárpípu-aflinu. Tökum múrstein sem dæmi um líkama af þessari gerð. Ef við stingum öðrum enda múrsteinsins niður í vatn streymir vatnið upp á við upp í efri enda múrsteinsins. Vatnið hreyfist þaðan sem rakaspennan er meiri þangað sem hún er minni (þ. e. frá rakari staðnum til þess þurrari) án tillits til þyngdaraflsins. Hraði vatnsins í slíku hárpípukerfi fer minnkandi eftir því sem það hreyfist lengra og nemur loks staðar. Það er af þessum ástæðum að tjamir og vötn geta myndazt í lægðum á yfirborði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.