Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 83
JARÐVEGUR OG RÆKTUN
73
Rússneski vísindamaðurinn P. A. Kostytséf, samtímamaður Dokútsjaefs, gerði til-
raun til að ákveða magn næringarefna í tveim akurspildum, annarri sem gaf mjög
lélega uppskeru og hinni, sem verið hafði í hvíld og gefa mundi mjög góða uppskeru.
Hann komst að þeirri niðurstöðu að sá akurinn sem virtist upptærður hafði að geyma
■eins mikið eða jafnvel meira af næringarefnum í aðgengilegu formi fyrir jurtirnar,
heldur en frjósami akurinn. Kostytséf endurtók þessa rannsókn hvað eftir annað, því
honum virtist niðurstaðan næsta ótrúleg. Samkvæmt Liebig átti sá jarðvegur, sem
■ekki gaf uppskeru að vera snauður af næringarefnum. En hinar endurteknu tilraunir
gáfu allar sömu niðurstöðu. Kenning Liebigs hlaut því að vera röng.
Að einu leyti var þó munur á þessum tveim tegundum jarðvegs, nefnilega korna-
stærð og útliti.
Sýnishornið af frjósama akrinum hafði kornótta byggingu. Hitt var eins og
þéttur seigur massi. Og það var einmitt þetta, sem máli skipti. Á hvíldartíma akurs-
ins gerðist það, að jarðvegurinn fékk hina kornóttu gerð sína aftur. Kostytséf sýndi
fram á að til þess að ná þeim árangri á sem skemmstum tíma væri hentugt að sá
blöndu af grasfræi og belgjurtum.
Það var svo vísindamaðurinn V. R. Viljams, sem hélt áfram starfi Dokustjaéfs og
Kostytséfs og fleiri merkra fyrirrennara í jarðvegsvísindum Rússa. Hann gerði jarð-
vegsvísindin að ómissandi grundvelli fyrir landbúnað Sovétríkjanna. Viljams sýndi
fram á að ræktun jarðvegsins er ekki síður nauðsynleg en ræktun jurtanna og þetta
tvennt verður að haldast í hendur í skipulögðum landbúnaði. Að skapa jarðveg, sem
hefur strúktúr þ. e. komótta gerð taldi Viljams það meginatriði sem öll jarð-
vegsrækt yrði að snúast um. Þeim árangri yrði bezt náð með skipulögðum sáðskipt-
um og réttri plægingu.
Ræktunarkerfi Viljams er í Sovétríkjunum nefnt travopolé-kerfið.
Fýsískir eiginleikar jarðvegs
Það er nú ljóst, að efnislegt ástand jarðvegsins er mjög mikilvægt fyrir ræktunina.
Ef jarðvegsagnirnar eru allar mjög smáar og liggja þétt saman er sagt að jarð-
vegurinn sé byggingarlaus eins og t. d. rykið á þjóðveginum. Þegar rykið blotnar af
Tegni verður það að þéttri formlausri leðju. Við segjum að jarðvegurinn hafi korn-
•ótta byggingu þegar komin eru misstór og misjöfn að lögun og tiltölulega stór
loftrúm verða á milli þeirra. Þvermál kornanna er frá 1 til 10 millimetrar. Ræktaða
moldin ljggur þá laus ofan á þéttara óræktuðu undirlagi.
I þéttum byggingariausum jarðvegi eru bilin á milli moldaragnanna svo smá að þau
verka sem hárpípur (þvermál minna en 0,1 mm). Hreyfing vatnsins í slíkum jarðvegi
fer ekki eftir þyngdarlögmálinu, heldur eingöngu eftir hárpípu-aflinu.
Tökum múrstein sem dæmi um líkama af þessari gerð. Ef við stingum öðrum enda
múrsteinsins niður í vatn streymir vatnið upp á við upp í efri enda múrsteinsins.
Vatnið hreyfist þaðan sem rakaspennan er meiri þangað sem hún er minni (þ. e. frá
rakari staðnum til þess þurrari) án tillits til þyngdaraflsins. Hraði vatnsins í slíku
hárpípukerfi fer minnkandi eftir því sem það hreyfist lengra og nemur loks staðar.
Það er af þessum ástæðum að tjamir og vötn geta myndazt í lægðum á yfirborði