Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 86
76 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nægja þessi 35% til þess að fylla öll bilin á milli kögglanna og jarðvegurinn hagar sér að öllu leyti sem strúktúrlaus jarðvegur. Jarðvegsagnirnar verða að vera stabílar þ. e. mega ekki leysast sundur í vatni. Þetta er ekki hið sama og samloðun eða sá eigin- leiki að standast áverkun ytri krafta Svo getur farið að allir kögglarnir í yfirborðslaginu renni út og myndi leðju, jafn- vel eftir létta úðarigningu. Þegar þornar aftur myndast smágert yfirborðslag, sem sígur niður og fyllir loftrúmin í neðri lögunum og jarðvegurinn er byggingarlaus. Jarðvegurinn getur þannig misst gerð sína í rigningu. Til þess að standast upplausn í vatni þarf moldin því að innihalda bindiefni, einskonar sement, sem ekki leysist í vatni. Sh'kt bindiefni er húmus. Sumar tegundir af lími binda aðeins ef hluturinn er þurr, en leysast sundur í köldu eða heitu vatni. Þannig er t. d. venjulegt trélím. Portlandssement er dæmi um límefni sem stenzt vatn. Upplausnir af lími, eggjahvítuefni eða gúmmí og upplausnir sem hafa svipaða eig- inleika nefnast kvoðukenndar (kollóíð) upplausnir. í þeim er hið uppleysta efni í svo smágerðum ögnum að það fellur ekki til botns þegar upplausnin stendur í íláti. Þvermál agnanna í kollóíðri upplausn er frá 3—100 milljónustu hlutum úr millímetra. Þessar agnir eru þó miklu stærri en agnirnar í eiginlegum upplausnum t. d. sykurupplausn eða saltupplausn og kvoðukenndar upplausnir má því skoða sem ekta upplausnir með sérstaklega stórum sameindum. I saltupplausnum eru sameindirnar venjulega klofnar í rafmagnaða hluta sem nefnast jónar. Matarsalt í vatnsupplausn er t. d. klofið í positífa natríum-jóna og negatífa klór-jóna. Agnirnar í kvoðukenndri upplausn eru venjulega einnig raf- hlaðnar. Ouppleyst efni sem eru í álíka smágerðum ögnum og efni í kvoðukenndri upp- lausn eru nefnd kollóíð eða sagt er að efnið sé í kollóíðu ástandi. Vegna þess hve kollóíð efni hafa hlutfallslega stórt yfirborð geta þau dregið að sér og safnað á yfirborð sitt öðrum sameindum eða jónum. Þegar efni safnast þannig á yfirborð annars efnis nefnist það áhleðsla (aðsorbsjón). Þegar sameindir efnanna eru mjög nálægt hver annarri, verka sterkir kraftar á milli þeirra. Þetta orsakar samloðun hluta. Þessir kraftar verka líka í kvoðukennd- um upplausnum. Því meir sem er af kvoðuefnum í jarðveginum, því þéttari og sam- felldari er hann, t. d. leirkenndur jarðvegur. Sendinn jarðvegur er grófkomóttur og samloðun milli agnanna mjög lítil. Þetta er ástæðan til þess að miklu minni orku þarf til að plægja sendinn jarðveg en leirkenndan. Einnig þurfum við að athuga dá- lítið þann eiginleika fastra kvoðukenndra efna að safna á sig jónum úr upplausn á yfirborð sitt. I kvoðuefna-upplausnum geta farið fram jónskipti. Málmjónar sem hlaðast á kvoðuagnimar leysast upp, en aðrir koma í staðinn úr upplausninni. Það fer eftir eðli og eiginleikum hinna áhlöðnu málmjóna hvort moldaragnimar leysast sund- ur í vatni eða ekki. Efnabreytingar af þessu tagi gerast í mjög ríkum mæli í jarð- veginum. Húmus myndast við ófullkomna rotnun lífrænna efna. Við rotnunina mynd- ast ammóníak og ammóníum jónar. Allir vita að þegar húsdýraáburður og þvag rotn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.