Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 99
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 89 ar í stað og innan 10 daga fara með lið sitt að 38. breiddarbaug, en innan 3 mán- aða skal allt erlent herlið og sjálfboðliðar vera á brott frá Kóreu. 3) Kveðja skal til heimsráðstefnu allra ríkja svo skjótt sem auðið er og ekki síðar en 1. júní 1952 til að ræða raunverulegan niðurskurð vígbúnaðar og her- afla og bann við kjarnorkusprengjum. 4) Allsherjarþingið skorar á Bandaríkin, England, Frakkland, Kína og Ráð- stjórnaríkin að gera með sér friðarsáttmála og skorar á öll ríki önnur að gerast aðilar að honum. Stuttu eftir að Ráðstjómin hafði boðað tillögur sínar lögðu Vesturveldin fram sínar afvopnunartillögur. Skyldu tillögur þessar framkvæmdar í 3 áföngum. Fyrst skyldi fara fram skráning og talning alls herafla og hergagna, er eftirlitsmenn SÞ skyldu gera. I annan stað skyldi gera sérstakar ráðstafanir til að skera niður her- styrk ríkjanna og yrðu þær gerðar í sama mund og talningin færi fram. Niður- skurður vígbúnaðar á þessum grundvelli skal framkvæmdur jafnskjótt og því verður við komið með fullri vitund allra aðilja. Um sama leyti og tillögur Vestur- veldanna voru birtar flutti Tmman forseti útvarpsræðu, þar sem hann lýsti því yfir, að vígbúnaðinum yrði haldið áfram í Ameríku og Evrópu „meðan það væri nauðsynlegt". Ábyrg stjómarblöð beggja megin hafsins fóru ekki í neina launkofa með það, að tillögur Vesturveldanna væru framkomnar meira vegna hinnar almennu friðar- kröfu, er heimsfriðarráðið hefði vakið meðal almennings, en vegna hins, að búizt væri við nokkrum árangri. Til þess bentu og ummæli Tramans forseta, að vígbúnað- inum yrði haldið áfram, og fundur Atlanzhafsbandalagsráðsins, sem háður var í sama mund og Allsherjarþingið fór fram á aukin framlög til vígbúnaðar. í til- lögum Vesturveldanna var tónninn heldur ekki friðsamlegur. Þar segir svo orð- rétt: „Á meðan núverandi átök ríkja í alþjóðamálum hafa hinar 3 ríkisstjómir ófrávíkjanlega skyldu til og era fastráðnar í að halda áfram viðleitni sinni að styrkja og treysta þann herafla, sem er nauðsynlegur fyrir öryggi þeirra og alls hins frjálsa heims, því að án öryggis getur réttlátur friður ekki orðið.“ Þessi orð í tillögum Vesturveldanna minna óhugnanlega á afvopnunarviðræður þær, er fram fóru á dögum hins sálaða Þjóðabandalags milli heimsstyrjaldanna. Þá kvað það jafnan við: fyrst öryggi — síðan afvopnun. Og meðan talað var þindarlaust um afvopnun framkvæmdu menn öryggið með vígbúnaði! Það var þessi vítahringur, ær varð hinu gamla Þjóðabandalagi að falli. Tillögur Ráðstjórnarinnar leituðust við að rjúfa þennan vítahring, sem til þessa hefur drepið afvopnunarmálið í látlausu málæði. Þegar tillögur Vesturveldanna vom til umræðu lýsti Vysinskí því yfir, að á þeirri stundu, er Vesturveldin vildu gera samning við Ráðstjómina um ákveðinn niðurskurð hergagna og herafla og undirrituðu hátíðlegt og skuldbindandi skjal um það, mundi Ráðstjórnin opna allar dyr fyrir fullkomnu eftirliti og athugun á vígbúnaði hennar og herstyrk, „svo fremi þér viljið gera slíkt hið sama“. Vysinskí lagði fram nýjar tillögur til viðbótar hinum fyrri: Allsherjarþingið telur það ó- samrýmanlegt félagsskap SÞ að beita kjarnorkuvopnum til múgdrápa og vill koma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.