Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 121
XJMSAGNIR UM BÆKUR 111 um sjálfum, því í eins konar húskveðju 'tekur hann sér fyrir hendur að skýra þetta fyrirbæri. Hann hefur orðið: „Við furðum okkur á þeirri staðreynd að svo mörgum konum skyldi verða fall- hætt fyrir öðrum eins sveitadurg og hon- unt Ofeigi sáluga grallara, þessum dauð- ans garmi, Ijótum og klúrum og oftast bláfátækum — mislukkuðum aumingja í orðsins fyllstu merkingu. En við gáum bara ekki að því að dóninn kunni eitt setr. konum þykir einna mest um vert: hann kunni að smíða. Það var hans und- ursamlega ástríða. Alltaf þurfti hann að vera að búa eitthvað til meðan hann var og hét. Hann bjó til sylgjur og vísur og Börn af sömu hjartans einlægninni. Hann var jafnhagur á byssulásinn og ei- lífðarvélina. Þetta er einmitt það sem konunni lfkar — hinn skapandi mann er hún sífellt reiðubúin að elska, jafnvel þó þetta sé bölvaður drullusokkur og allur heimurinn sé á móti honum.“ Svo mörg eru þau orð — og þó raunar miklu fleiri. Og einn vesæll ritdómari, sem farið hefur varhluta af flestum náð- argáfum — hvers á hann svo úrkosta annars en að beygja sig í auðmýkt og þi'.gn fyrir svo skáldlegu innsæi og ský- lausri sérþekkingu á kvenlegu eðli? Eftir er að minnast lítillega á piltinn 'Sigurð Ófeigsson eða Sigga Gudduson eins og hann er oftast nefndur. Honum hafa verið gerð slæleg skil í þessu spjalli, það skal fúslega viðurkennt. Snáði sá er höfundinum bersýnilega einkar hugstæð persóna, þar sem hann er bæði upphaf og endir þessa sagna- bálks. Börn og ungmenni eiga jafnan hlýju og ástúð þessa höfundar, og ber ó- tvírætt að reikna honum slíkt til verð- leika. Það er mannvinur og þó einkum harnavinur, sem hefur skrifað þetta Siggi Gudduson er vafalaust góður og gildur fulltrúi gáfaðrar íslenzkrar sveita- æsku eins og hún var til skamms tíma, draumlyndur sveimhugi og skáld á öðru leitinu, en á hinu kartinn strákur, sem gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Eftir að vestur kemur í stórborgina og hin fyrsta yfirþyrming er um garð geng- in fyllist hann þrjózkum vilja. Hann verður að sigra þessa borg, hann vill verða rfkur og frægur. Til þess þarf hann auðvitað að feta hinn hefðbundna kóngaveg amerískra stórmenna: að selja blöð. Og hann selur blöð í gríð og ergi, gengur jafnframt í skóla og getur sér orðstír fyrir dugnað og gáfur. Hann einn úr grallarafjölskyldunni hefur áttað sig nokkurn veginn á hinum nýja heimi. Og svo pompar hann skyndilega ofan í hinn ameríska lukkupott. Einn góðan veður- dag rekst nefnilega frú nokkur rík og voldug inn í bekkinn hans í leit að fá- tækum og efnilegum pilti, sem hún ætlar að taka í fóstur og gera að miklum manni. Fyrir valinu verður enginn annar en Siggi Gudduson, og þar með er fram- tíð hans ráðin, héðan af getur hann ekki komizt hjá því að verða mikilmenni. I sögulok hittum við hann í glæsilegu um- hverfi, og enn hefur hann sýnt sig stöð- unni vaxinn. Prósentureikningur heillar nú hug hanns meira en nokkuð annað. „Aldrei skal ég yrkja framar. Frelsisálf- an er ekki skáldskapur, heldur bigg bis- ness.“ Fyrir framan hann liggur bréfsnepill með nokkrum línum, sem fyrrverandi fóstra hans, Sigurfljóð húsfreyja, hefur párað, tilkynning um andlát föður hans. Utan á stendur yngispiltur Sigurður 0- feigsson. „Yngispiltur. Það er eins og allur amlóðaskapur Vaglasveitar felist í þessu eina orði.“ Og yngispilturinn sér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.