Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 122
112
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nú hvílík nauðsyn það er að þurrka út
uppruna sinn, jafnvel nafnið hans dæm-
ist ónothæft í þessu bisnisslandi, hvem-
ig sem reynt er að punta upp á það með
skammstöfunum og amerískri stafsetn-
ingu. Nei, hann verður að taka upp nýtt
nafn, alamerískt, hundrað prósent amer-
ískt.
Þetta heymm við síðast af Sigga
Guddusyni. —
Frelsisálfan er skrifuð í sama létta
gáskastíl og hin fyrri bindin. Þessi stíll
er sambland af hálfkæringi, skopi, hisp-
ursleysi og galsa, oftast góðlátlegur,
stundum ástúðlegur, sjaldan sárbeittur,
aldrei kaldranalegur. En þessi hálfkær-
ingur og kátína er þó naumast annað en
skel á ytra borðinu. Undir niðri býr dul-
inn lífstregi og djúprætt mannúðar-
kennd. En þetta tjáningarform virðist
höfundinum álíka eiginlegt og straumur
laxinum. Hann hefur þarna dottið niður
á frásagnarstíl, sem lætur honum vel og
verður því tónhreinni og persónulegri
sem lengra líður á verkið. Um áhrif frá
öðrum, eins og eitthvað mun hafa verið
ymprað á, virðist mér þarflaust að tala í
þessu sambandi. Það er næsta eðlilegt,
meira að segja óhjákvæmilegt, að einn
rithöfundur verði fyrir meiri eða minni
áhrifum frá öðrum. Einn getur lært sitt-
hvað af öðrum, en þarf ekki að glata sál
sinni né höfundaræru fyrir því. Mér virð-
ist einsætt, að sagnabálkurinn um grall-
araf jölskylduna sé skapaður út frá eigin
sefa höfundarins og skráður með hans
tungutaki.
Ekki leikur það á tveim tungum, að
Jóhannes úr Kötlum sé skáld. Þeirri
nafnbót hefur þjóðin sæmt hann fyrir
löngu. Ég leyfi mér að fullyrða, að í
engu verki hafi hann fært á það ótvíræð-
ari sönnur en í þessum síðustu bókum,
að hann er skáld. Hafi hann áður unnið
sér traust ítök í hugum landsmanna með
ljóðum sínum, mættu þeir nú fara að
gefa meiri gaum en hingað til sagna-
skáldinu Jóhannesi úr Kötlum.
Á.H.