Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Iegu erfiði og fyrirhöfn, sem fáir mundu á sig leggja fyrir sjálfa sig, hvað þá fyrir aðra. Jón Helgason er og hefur verið ritstjóri ýmsra safn- rita sem skipta nú mörgum tugum binda, og ég hygg það ekki ofmælt að hvert einasta þeirra liafi notið góðs af gagnrýni lians og hjálpsemi. Þessi iðja Jóns er af eðlilegum ástæðum fáum kunn og oftast vanmetin þegar rætt er um hverju hann hafi komið í verk, en höfundunum sem notið hafa ávaxta hennar mun seint þykja hún ofmetin. Utgáfustarfsemi Jóns Helgasonar hefur ekki verið bundin viS þær út- gáfur einar sem áður tíðkuðust á venjulegu prenti, heldur hefur hann einnig gefið út mörg handrit í Ijós- prentunum og gerzt þar brautryðj- andi um nútímatækni í ljósmynda- gerð og fræðilegan frágang á formál- um þessara rita. Eins hefur Jón engan veginn einskorðað sig við útgáfur ís- lenzkra fornrita, heldur hefur hann gefið út rit frá öllum tímabilum ís- lenzkra bókmennta frá upphafi fram á 19. öld. Ég nefni fáein af handa- hófi: Olafs sögu hins helga, Heiðreks sögu, Bréf Brynjólfs biskups Sveins- sonar, ritgerðir eftir Skúla fógeta, Bréf Bjarna Thorarensens; Háttalykil hinn forna, íslenzk miSaldakvæSi, rímur eftir Jón lærSa og fleiri, LjóS- mæli Bjarna Thorarensens. Svo mætti lengi telja. Allt þetta mundi þykja æriS starf manns sem gegnt hefur prófessorsembætti og safnvörzlu í þrjá áratugi. En viS þetta bætasl mörg frumsamin rit um íslenzkar bók- menntir og málfræSi, auk fjölda rit- gerSa. Flest eru þau vísindarit, en þó má nefna eitt sem almenningi er aS góSu kunnugt og lesiS verSur úr hér á eftir: Handritaspjall. Og næstu daga kemur út úrval úr ritgerSum Jóns og ræSum sem Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn gefur út honum til heiSurs á afmælinu. í þessum ritum sem ég nefndi og öSrum fleiri má sjá enn einn ávöxt iSju Jóns viS íslenzk fræSi: Stíll hans er grundvalIaSur á djúptækri þekkingu á íslenzku máli allra alda, hann er gagnorSur og ris- mikill, þrunginn krafti og orSkynngi úr innsta kjarna íslenzkrar tungu. Þá sjaldan Jón Helgason hefur minnzt á íslenzk málefni, hefur hann lítt hirt um aS gera sér tæpitungu viS þaS sem honum þótti mið'ur fara; má vera aS stundum hafi sviSið undan. En í þessu kemur fram annarsvegar fyrirlitning hans á öllu káki og hálf- verki — að ekki sé minnzt á óheiSar- leika í vinnubrögSum — hinsvegar aSstaSa hans sem Islendings í fram- andi landi, en henni hefur hann lýst meS þessum orSum: „ViS íslending- ar sem erlendis dveljumst verSum ein- att undarlega tvískiptir. Annarsvegar hillir landiS upp í fjarlægum ljóma, í æskuminningum og draumum; ekkert særir okkur meira en ef einhver gerist til aS setja á þaS blett. Hinsvegar 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.