Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 17
ÞJÓÐLÍF Nú loga öll vötn sem olía og alstaðar brenna stjörnur í gljúfrum þrengsli jarðar orðin að flýjandi víðáttum og viðnám götunnar sporað kviku lífi Hvarvetna sprettur lifandi fólk fram úr lokuðum öskjum og nú er torgið sem bylgjandi akur breiður af fjöllitum gróðri í ástríðuþrungnum maí hár logandi af sól svart gullið og rautt og sinan hvít eins og bæn um frið og blessun lygnra sólnátta í júní. Því undir glóandi hjálmunum sér í aðsjál augu andlit hvít eins og vax og læst eins og búr lokaðar býkúpur suðandi af gráðugum sveimi svartra hugrenninga í flugnaham sem bíða lævísar færis að fljúga sem drekar um fjölbýli gróðursins, myrkt og sortnandi ský og draga sér gullið hunang af hverri krónu. 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.